Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nú koma nautin til notkunar nokkurn veginn eftir því sem sæðistöku úr þeim vindur fram. Þannig eru þrjú naut tilbúin til dreifingar og notkunar og eru þau fædd snemma ársins 2023. Þetta eru Reykhóll 23002, Ísjaki 23004 og Miði 23006. Hér verður gerð nánari grein fyrir þeim. Reykhóll 23002 er fæddur 6. jan. 2023 á Reykhóli á Skeiðum undan Bikari 16008 og Skræpu 727 Pipars- dóttur 12007. Reykhóll er dökkbrand- huppóttur, kollóttur. Boldjúpur og út- lögugóður með aðeins veika yfirlínu. Fremur breiðar, beinar og þaklaga malir. Bein, sterkleg og gleið fótstaða. Háfættur myndargripur. Meðalvaxtar- hraði 940 g/dag. Reykhóll kemur til notkunar á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Reykhóls segir að dætur hans verði fremur bolmiklar, nokkuð háfættar og mjólkurlagnar með fituhlutfall í mjólk um meðallagi og próteinhlutfall hátt. Júgurgerðin úrvalsgóð, vel borin júgur með mikla festu og nokkuð greinilegt júgurband. Spenar í tæpu meðallagi að lengd, aðeins grannir og vel settir. Mjaltir mjög góðar og skapið gott. Heildareinkunn 111. Ísjaki 23004 er fæddur 18. jan. 2023 í Gaulverjabæ í Flóa undan Jarfa 16016 og Bambaló 642 Dropadóttur 10077. Ísjaki er kolskjöldóttur, mikið hvítur, kollóttur. Boldjúpur en útlögulítill með fremur beina yfirlínu. Meðalbreiðar, beinar og þaklaga malir. Bein, sterkleg en aðeins þröng fótstaða. Háfættur og sterklegur gripur. Meðalvaxtarhraði 787 g/dag. Ísjaki kemur til notkunar á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Ísjaka segir að dætur hans verði fremur bolléttar, nokkuð háfættar og mjólkurlagnar með fituhlutfall í mjólk undir meðallagi og próteinhlutfall heldur yfir meðallagi. Júgurgerðin mjög góð, vel borin júgur með mikla festu en ekki mjög greinilegt júgurband. Spenar undir meðallagi að lengd, aðeins grannir og vel settir. Mjaltir meðalgóðar og skapið um meðallag. Heildareinkunn 110. Miði 23006 er fæddur 5. feb. 2023 á Syðra-Hóli í Skagabyggð undan Bikar 16008 og kú nr. 610 Úlladóttur 10089. Miði er dökkbrandskjöldóttur, kollóttur. Boldjúpur með prýðilegar útlögur og nokkuð beina yfirlínu. Meðalbreiðar, beinar og þaklaga malir. Bein, sterkleg og gleið fótstaða. Háfættur og sterkbyggður gripur. Meðalvaxtarhraði 853 g/dag. Miði kemur til notkunar á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Miða gefur til kynna að dætur hans verði mjólkurlagnar kýr með fituhlutfall í mjólk aðeins undir meðallagi en próteinhlutfall heldur yfir meðallagi. Þetta ættu að verða fremur bolmiklar kýr og í meðallagi háfættar. Júgurgerðin góð, meðalvel borin júgur með góða festu og greinilegt júgurband. Spenar yfir meðallagi að lengd, nokkuð grannir og vel settir. Mjaltir mjög góðar og skapið gott. Heildareinkunn 110. Í dreifingu og notkun frá Nauta- stöðinni er því núna 21 naut og státa þau af heildareinkunn frá 108 upp í 113. Flest eru þau fædd árið 2022 eða tólf talsins og fjögur þeirra eru fædd 2023. Það verður því ekki sagt annað en að erfðamengisúrvalið sé farið að virka af fullum þunga. Þeir Reykhóll, Ísjaki og Miði munu berast í kúta frjótækna um land allt á næstu vikum eftir því hvenær sendingar sæðis frá Nautastöðinni fara fram en útsendingar sæðis eru á 2–6 vikna fresti eftir svæðum. Á nautaskra.is er að finna upp- lýsingar um öll naut í notkun, m.a. sundurliðað erfðamat eftir eigin- leikum. Erfðamatið er uppfært nokkuð ört, eða 2–3 sinnum í mánuði, og þá er það uppfært, bæði í Huppu og á nautaskra.is. Höfundur er ábyrgðarmaður í nautgriparækt. PIR SAMLOKUEININGAR 60mm sléttar, hvítar PIR samlokueiningar. Einingarnar eru 5m og 6m að lengd og seljast í heilum lengdum. Grunnverð er 7.400 kr/m2 án vsk. Nánari upplýsingar í síma 480 5600 eða í netfangið landstolpi@landstolpi.is SAMLOKUEININGAR Tilboð gerð í magnkaup! Nítró - Urðarhvarfi 4 - 557 4848 CFMOTO 520 Full búð af nýjum Kawasaki hjólum Kr. 1.599.000,- Án vsk. Kr. 1.289.516,- CFMOTO 625 Z900 RS-SE - Kr. 3.149.000,- Eliminator 500 - Kr. 1.349.000,- Z900 - Kr. 2.090.000,- Eigum til mikið úrval af götu- og torfærhjólum á lager og getum pantað ný hjól með skömmum fyrirvara. Kíkið á nitro.is. fyrir nánari upplýsingar og úrval. KLX110R - Kr. 579.000,- Verð er birt með fyrirvara um prentvillur og getur það breyst. Guðmundur Jóhannesson. Þrjú ný naut til notkunar Reykhóll 23002. Myndir / Sveinbjörn Eyjólfsson Miði 23006. Ísjaki 23004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.