Bændablaðið - 16.05.2024, Qupperneq 59

Bændablaðið - 16.05.2024, Qupperneq 59
59Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Langar þig að þekkja landið þitt betur? Land og skógur auglýsir eir þátttakendum í vöktunarverkefnið Landvöktun - lykillinn að betra landi Verkefnið gefur þér tækifæri til að fylgjast með þróun gróðurs og jarðvegs með einföldum, jótlegum og áhrifaríkum hætti Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar er að  nna á www.grolind.is/landvoktun Fyrirspurnir skulu berast til Jóhanns Helga Stefánssonar johannhelgi@logs.is eða 866-7119 Styrkir til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum Matvælaráðuneytið auglýsir til umsóknar styrki til lífrænnar aðlögunar í landbúnaði. Framleiðendur sem hafa byrjað lífræna aðlögun í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar geta sótt um. Lífræna aðlögunin skal jafnframt vera undir eftirliti faggildu löggildingarstofunnar Túns. Athygli er vakin á að sækja ber sérstaklega um styrki í garðyrkju, skv. ákvæðum reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020. Í öðrum landbúnaði er sótt um styrki samkvæmt ákvæðum reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk., sótt er um á Afurð (www.afurd.is) þar sem má einnig finna upplýsingar um nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn. Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Í Haukadal í Dýrafirði halda hjónin Marsibil G. Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson úti atvinnuleikhúsi nokkru sem ber nafnið Kómedíuleikhúsið. Í dalnum, þar sem íbúatala er engin samkvæmt viðmælendum, er þó blómleg sumarhúsabyggð og hafa gestir fengið að njóta sérstaks sumarleikhúss Kómedíuleikhússins; leiksýninga, tónleika og sagna- skemmtana svokallaðra. Hjónin, sjálfstæðir listamenn síðan um aldamótin, hafa vakið athygli fyrir verk sín sem eiga það sameiginlegt að vera afar lífleg og listræn. Segja þau Marsibil og Elfar dagskrá sumarleikhússins í ár vera afar ríka. Leiksýning ársins ber heitið Ariasman og er byggð á samnefndri bók finnska skáldsins Tapio Koivukari sem búsettur hefur verið hérlendis. Fjallar sýningin um einhverja myrkustu sögu Vestfjarða þegar um þrír tugir baskneskra hvalveiðimanna voru myrtir á hrottalegan hátt við strendur landsins. Verða sýningar alla fimmtudaga í júlí og fyrsta fimmtudaginn í ágúst klukkan 20. Öllu léttara efni er í sýningunni Lífið er lotterí sem verður einnig á fjölum sumarleikhússins í sumar, en þar er á ferðinni söngdagskrá tileinkuð listaskáldinu Jónasi Árnasyni, sýnd miðvikudaginn 10. júlí, föstudagana 12. og 26. júlí svo og laugardaginn 27. júlí kl. 20. Í september verður William Shakespeare tekinn fyrir í þýðingu þriggja Vestfirðinga. Samkvæmt dagskrá verður að deginum til boðið upp á fyrirlestra um Shakespeare, en dagskráin er í samstarfi við safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Áætlað er að gestir færi sig yfir í Kómedíuleikhúsið er fer að kvölda, og hlýði á leiklestur úr verkum skáldsins í vestfirskum þýðingum. Nokkrir tónleikar verða haldnir í leikhúsinu í sumar, t.a.m. sá fyrsti í höndum vestfirska söngvaskáldsins Svavars Knúts þann 15. júní og um verslunarmannahelgina nk. gleður tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson nærstadda. Síðar í ágúst heimsækir Sirrý Arnardóttir, fyrirlesari og fjölmiðlamaður dalinn, bæði með fjölskyldustund, svo og fræðslu í tengslum við bók sína, „Þegar kona brotnar“. Einnig er von á dýrfirska skáldinu Margréti Höskuldsdóttur, sem býður upp á sagnaskemmtun. Það gerir einnig sveitungi hennar, Bjarni Guðmunds- son frá Kirkjubóli í Dýrafirði, sem ætlar að vera með erindi um sögu Haukadals. Enn annar sagnameistari með dýrfirskar rætur er rithöfundurinn Einar Kárason sem býður upp á sagnaleikinn Heimsmeistarinn. Sögugöngur verða einnig í boði í sumar, Fransí Biskví þar sem verður farið um slóðir franskra sjómanna sem voru árlegir gestir í Haukadal í um tvær aldir. Síðast en ekki síst verður Gísla Súrssonar-gangan sívinsæla í boði fyrir gönguhrólfa. Frekari upplýsingar eru á Facebook-síðu Kómedíuleikhússins, auk þess sem miðasölu viðburða má finna á síðunni midix.is. /sp Dýrafjörður: Kómedíuleikhúsið Hús leikhússins var vígt sem samkomuhús árið 1936 en hefur verið í eigu Kómedíuleikhússins síðan árið 2005. Mynd /Aðsend Hjónin og listamennirnir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannes- son eru þekkt fyrir skemmtilegar sýningar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.