Bændablaðið - 16.05.2024, Síða 61

Bændablaðið - 16.05.2024, Síða 61
61Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Fyrirferðalítil með 25 ára ábyrgð Engin rotþró eða hefðbundin siturlögn Margar stærðir í boði Tæming seyru á 3 - 5 ára fresti Veitur framleiða 100 til 200 tonn af sandi á ári sem hingað til hefur ratað í urðun. Nú leitum við að samstarfsaðila sem vill nýta sér þennan sand, gefa honum nýtt líf eða færa til förgunar á ábyrgan hátt. Vertu velkomin á opinn fund í Félagsheimilinu við Rafstöðvarveg 20 frá 09 - 10:30 föstudaginn 24. maí. Heitt kaffi og sandkaka frá klukkan 08:30! Nánar á veitur.is/sandur Veitur óska eftir samstarfiÍ undirbúningi er ritun sögu rétta og gangna í Dalvíkurbyggð síðustu 100 ára. Jón Þórarinsson á Hnjúki hafði forgöngu um verkefnið og segir hann að hugmyndin sé í raun að bjarga menningarverðmætum með ritun þessarar sögu. Hann segir að fjöldi rétta á því svæði sem sveitarfélagið nær yfir hafi ekki verið undir 50 árið 1950 þá sé ótalið kvíar, sel og stekkir. „Núna eru þær fimmtán sem eftir eru. En við viljum fá upplýsingar um allar réttir sem hafa einhvern tímann verið notaðar og myndefni líka. Ætlunin er að gera þessu öllu eins nákvæm skil og hægt er í væntanlegu riti. Í Dalvíkurbyggð eru þrjár fjallskiladeildir sem haldist hafa óbreyttar frá sameiningu sveitar- félaganna 1998, það er Dalvíkur, Svarfaðardals og Árskógsstrandar,“ segir Jón. Í ritnefnd með honum eru Daníel Hansen, sem mun skrifa bókina, Vignir Sveinsson frá Þverá og Sveinn Jónsson. /smh Dalvíkurbyggð: Saga rétta og gangna skrásett Ritnefndin; Jón Þórarinsson á Hnjúki, Daníel Hansen, sem mun skrifa bókina, Vignir Sveinsson frá Þverá og Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni. Mynd / Albert – DB blaðið í Dalvíkurbyggð. Um 100 ára gömul mynd af Klængshólsrétt, inni í Skíðadal. Mynd / Aðsend Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í níunda sinn við setningu Sæluviku Skagfirðinga á dögunum. Verðlaunin fóru að þessu sinni til hjónanna Árna Björns Björnssonar og Ragnheiðar Ástu Jóhannsdóttur en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Það var einróma álit atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins að þau Árni Björn og Ragnheiður Ásta væru einstakar fyrirmyndir. „Þau styðja dyggilega við íþróttastarfið í Skagafirði og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa þau margoft staðið fyrir söfnunum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í neyð. Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhygð og góðu hjartalagi stuðla þau einnig að samheldni í samfélaginu okkar. Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði og við getum verið stolt af því að tilheyra svo frábæru samfélagi því þau hvetja okkur hin til þess að verða betri einstaklingar,“ segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. /mhh Skagafjörður: Hjón hlutu samfélagsverðlaun Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhanns- dóttir, handhafar Samfélagsverðlauna Skagafjarðar fyrir árið 2024. Mynd / Gunnhildur Gísladóttir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.