Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 BÚSKAPUR ER HEYSKAPUR! Rúlluplast og heyverkunarvörur Kynntu þér úrval rúlluplasts og heyverkunarvara og leitaðu til sölufólks okkar í síma 540 1100 eða á sala@lifland.is Heyverkunarlisti Líflands Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem hafa verið í landbúnaði sakir óvenjulegrar kuldatíðar undanfarið. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, fulltrúi Bændasamtaka Íslands í hópnum, segir honum ætlað að kortleggja ástandið. Ásamt henni sitja fundina fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og almannavarna ásamt fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Þegar þetta er ritað hefur hópurinn fundað tvisvar og segir Guðrún Birna vinnuna vera á byrjunarreit. Fyrstu skrefin séu að taka stöðuna á ólíkum stöðum, en eftir fyrsta fundinn lá ljóst fyrir að kuldakastið hefði haft veruleg neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til lengri og skemmri tíma. Ekki er búið að ákveða hversu lengi viðbragðshópurinn starfar þar sem ekki er vitað hvenær tjónið muni koma í ljós. Guðrún Birna segir lykilatriði að bændur skrái tjón með því að taka myndir, en gögn séu nauðsynleg til þess að hægt sé að bæta skaðann. Verklag í kringum gagnavinnslu verði kynnt fljótlega. Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir í tölvupósti til Bændablaðsins mikilvægt að ná utan um ástandið. Hún vilji koma því skýrt á framfæri við bændur að ráðuneytið standi heilshugar að baki þeim í ljósi þeirrar náttúruvár sem gengið hefur yfir. /ál Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal. Mynd / Rina Sommi Æðarbændur: Ekkert hægt að gera Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrjun mánaðar. Ágúst Marinó Ágústsson, æðar- og sauðfjárbóndi á Sauðanesi á Langanesi, segist ekki hafa getað gert neitt annað en að fylgjast með og vera í viðbragðsstöðu. Hann er þakklátur fyrir að úrkoman hafi verið í formi rigningar hjá honum, en inni í Þistilfirði, sem er skammt frá, snjóaði uppi á heiðum. Æðarvarpið er að mestu á litlum hólmum í lónum við árós. Mikill vatnsflaumur var í ánni sem hækkaði vatnsyfirborðið og vegna roks skvettist talsvert upp á hólmana þó ekki hafi flætt upp á þá. Ágúst segir eina lausn hafa verið að rjúfa ósinn ef hann hefði stíflast vegna ágangs sjávar. Í Miðfirði á Langanesströnd er nokkuð stórt æðarvarp þar sem Marinó Oddsson er bóndi. Hann segist hafa sloppið nokkuð vel hvað varðar úrkomu á meðan kaldur vindur hafi verið viðvarandi og hvítt sé í fjöllum. „Í svona veðráttu er best að láta ekki sjá sig í varpinu,“ segir Marinó, en mikilvægt er að styggja fuglinn ekki af hreiðrunum. Hann telur að ekki hafi orðið mikið tjón, en ef blautur dúnn er tíndur nógu snemma skemmist hann ekki. Líði hins vegar of langur tími er hætt við að hann fúni og molnar dúnninn þá í sundur þegar hann er settur í hreinsun. /ál Sauðfjárbændur: Áhrifin að fullu ljós í haust Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögunum. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ, segir að afleiðingar þess munu ekki koma fyllilega í ljós fyrr en í haust varðandi áhrif á vænleika lamba, fjölda sláturlamba og endurnýjun bústofns ef ær hafa gengið of nærri sér í kuldatíðinni. Áhrif á frjósemi næsta vor „Eins getur hret sem þetta haft áhrif á frjósemi næsta vor því þetta hefur áhrif á hvernig ærnar undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Óveðrið í síðustu viku samhliða því mikla kali sem er víða mun leiða af sér að heyfengur verður víða mun minni samhliða því að víða hefur gengið á heyforða síðustu viku,“ heldur Eyjólfur áfram. „Það skiptir því miklu máli að fá skýr svör um það hvernig stuðningi við tjón verður háttað svo bændur geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi til dæmis endurræktun og heyöflun sumarsins.“ Björn Ólafsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, segir að óveðrið hafi gengið yfir stórt svæði á Norður- og Norðausturlandi og telur að það hafi bitnað á um 1.500 bændum, en komið misjafnlega niður á þeim eftir sveitum. Hann veit til þess að bændur hafi misst bæði ær og lömb sem hafi orðið úti í óveðrinu, auk þess hafi folöld drepist. Það sé þó þannig að bændur eru rétt að sjá fram úr veðrinu og halda áfram með sitt. Ljóst sé að í einhverjum tilvikum hafi fé verið komið það langt frá bænum að ekki var hægt að sækja það í tæka tíð til að setja inn í hús. Þá telur Björn að æðarvarp hafi farið mjög illa í Skagafirði. Allt fór á kaf „Þetta var slæmt hér hjá okkur, mikil snjókoma og hvassviðri,“ segir Björn, sem býr á Krithóli rétt sunnan við Varmahlíð. „Hér fór eiginlega allt á kaf, mikill og blautur snjór og svo kaldara með skafrenningi á nóttinni.“ Björn er búinn að koma öllu sínu fé út, en hann er með um 350 ær, og segir að það eigi við um flesta sauðfjárbændur á svæðinu. Hann segir að nú með hröðum umskiptum í tíðarfari taki snjó hratt upp af túnum sem þó séu „enn syndandi á kafi í bleytu“. Björn segir að það sé auðvitað gott að geta komið skepnunum inn í hús þegar svona óveður skellur á en það geti haft slæm áhrif á þær til lengri tíma litið. „Í raun kemur það ekki að fullu fram fyrr en í haust þegar afurðirnar verða metnar. Ég hugsa að það megi gera ráð fyrir alveg kílói minna í fallþunga að meðaltali í haust, beinlínis sem afleiðing af þessu hreti. Það er ljóst að þótt hægt sé að setja féð út núna þá hefur eðlilegri framvindu verið raskað með því að taka þær inn. Ærnar voru jú komnar á beit og þetta getur haft veruleg áhrif á mjólkurlagni þeirra sem bitnar þá á lömbunum á þessum viðkvæma tíma. Það hefur þurft að gefa mikið hey þessa daga og þau eru auðvitað misjöfn að gæðum núna. Auk þess er mikið álag á skepnunum og hætta á sjúkdómum, til að mynda júgurbólgu. En bændur þurfa nú að fylgjast vel með hvernig skepnurnar þrífast – hafa augun opin fyrir einhverri afbrigðilegri hegðun. Svo bætist þetta hret ofan á kalskemmdir í túnum sem hafa víða orðið. Nú kemur þessi agalega bleyta og sumir voru búnir að bera á, þannig að það er mikil óvissa um hvað mikið af þeim áburði muni nýtast að ráði. Víða hafa menn ekki einu sinni komist í jarðvinnslu því í raun er frost bara nýfarið úr jörðu hér. Svo eru skurðir, ár og lækir hér kjaftfullir af vatni sem er aukahætta fyrir skepnurnar þegar þeim er hleypt út.“ Björn bætir við að talað sé um það meðal bænda að vorverkin séu í raun svona mánuði á eftir því sem gerist í hefðbundnu árferði. /smh Trjágróður virðist hafa farið hvað verst á Norðurlandi í vonskuveðri sem gekk yfir landið á dögunum. Það á þó eftir að koma betur í ljós. Illviðri síðustu viku hafði heilmikil áhrif á trjágróður á Norðurlandi að sögn Laufeyjar Leifsdóttur, bónda á Stóru Gröf í Skagafirði og formanns Félags skógarbænda á Norðurlandi. „Það má sjá vindslit á lauftrjám, öspin er kalin en mikill munur eftir klónum. Barr á lerki hefur gulnað þar sem var frost og sums staðar eru áberandi skemmdir. Haustið og veturinn hafa líka farið illa með gróður og það er mikið kal í víði og birkikjarri. Allt kemur þetta ofan í svæðisbundin áföll frá síðasta sumri en þá kól aspir víða,“ segir Laufey. Ætla má að trjágróður hafi farið hvað verst á Norðurlandi og nokkurt tjón orðið, en Hjörtur Bergmann Jónsson, skógarræktandi í Ölfusi og formaður stjórnar SkógBÍ, segir það í raun ekki komið í ljós enn þá. „Það liggur ekki enn fyrir hvaða áhrif veðrið hefur á þessum verstu svæðum fyrir norðan og austan. Á Suðurlandi er þetta í ágætis standi, þannig lagað,“ segir hann. Kalt hafi verið og vindasamt og allt miklu seinna til en venjulega, en ekkert tjón í sjálfu sér. „Heilt yfir á Suður- og Vesturlandinu hefur þetta sloppið ágætlega en spurning hvernig er með Héraðið og Þingeyja- sýslur, Eyjafjörð, Skagafjörð og Norðurland vestra. Ef trjágróður hefur verið kominn af stað og svo kemur frost og hríð þá er ekki von á góðu, sérstaklega fyrir lauftré. Ef nýja laufið sölnar, eða brumið, er ekki víst að það nái sér yfir sumarið. Það spáir hlýindum og þá gæti þetta allt komið betur í ljós,“ segir Hjörtur. /sá Skógarbændur: Lauf sortnaði fyrir norðan Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur gert kúabændum torveldara um vik í vorverkum. Slík staða getur skilað sér í lakari uppskeru að magni og gæðum, að sögn Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, nautgripabónda á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og varaformanns BÍ. Hún segir að betur eigi eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða en þetta muni hafa áhrif bæði á mjólkur- og nautakjötsframleiðsluna. „Staðan er verst á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun,“ segir hún. Uppræktun sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek svo mikið álag sé á bændum. „Mjólkurkýrnar fara víða seinna út en vant er en það hefur lítil áhrif á þær þar sem þær una sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið gerði holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en við eigum enn eftir að meta hversu mikið tjón hefur orðið,“ segir Herdís jafnframt. /sá Garðyrkjubændur: Hretið seinkar vorverkum Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhrif á garðyrkjubændur að seinkun verður á öllum venjulegum vorverkum, sem mun mögulega leiða til minni uppskeru í haust. Jón Helgi Helgason á Þórustöðum í Eyjafirði er kartöflubóndi sem situr í stjórn deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands. „Það voraði seint á þessum svæðum, leiðinda kuldi og snjókoma var í apríl og hefur klaki í jörð verið töluvert vandamál. Hann byrjaði seint að fara úr jörð og mögulega enn ekki farinn á sumum svæðum,“ segir Jón Helgi. „Það hefur því kannski verið lán í óláni að margir bændur voru seinna á ferðinni með niðursetningu og útplöntun eða sáningu á grænmeti og hafði hretið í síðustu viku minni áhrif en ella. Hins vegar hefur þetta hret þau áhrif að öllu seinkar og veldur það seinkun á uppskeru og jafnvel minni uppskeru en vanalega. Jörðin er enn mjög blaut og erfitt að komast um akrana en við vonum að það þorni á næstu dögum og þá verður hægt að ljúka við vorverkin,“ útskýrir Jón Helgi. „Ég hef ekki heyrt af frostskemmdum á kornökrum en mögulega getur öll þessi bleyta sem stendur uppi í pollum hafa drekkt einhverjum hluta af því.“ /smh Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi. Mynd / Rina Sommi Nautgripabændur: Mikið álag á bændum Áhrif illviðris Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.