Bændablaðið - 13.06.2024, Síða 10
10 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Núverandi búvörusamningar
gilda til og með 31. desember
2026. Því ætti nýtt stuðningskerfi
í landbúnaði að taka við frá og
með 1. janúar 2027. Í bókun við
endurskoðun búvörusamninga
í byrjun árs kemur fram að
samningsaðilar séu sammála
um að hefja þegar samtal um
starfsumhverfi landbúnaðar í
heild sinni til framtíðar.
Síðan þá hafa orðið manna-
breytingar meðal samningsaðila,
bæði í stól matvælaráðherra og
stjórn Bændasamtaka Íslands.
Trausti Hjálmarsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir
samtökin ætla að reyna að ná samtali
við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
matvælaráðherra nú í júní.
„Við höfum komið þeim
skilaboðum bæði til fyrri ráðherra
og núverandi ráðherra að
Bændasamtökin eru tilbúin til að
fara af stað í þessa vinnu. Hvernig
við hefjum starfið er óunnið enn þá,
þannig lagað. Við þurfum að hafa
sameiginlega sýn á það, ráðuneytið
og Bændasamtökin, hvernig við
ætlum að gera þetta,“ segir Trausti.
Óvíst að afkomuvandinn
sé kerfislægur
Stjórnir viðkomandi búgreinadeilda
leiða vinnu við að móta áherslur
hverrar búgreinar í komandi
samningaviðræðum að sögn Trausta.
„Ef ég horfi á þetta út frá
Bændasamtökunum þá er mín
draumsýn sú að búgreinadeildirnar
haldi áfram með sína undir-
búningsvinnu að samningum
sem snúa að hverri búgrein. Við
þurfum að horfa til þess að margt
í búvörusamningunum í dag er
gott og við ætlum ekki endilega að
henda þeim öllum. Við ætlum að
byggja ofan á það sem bændur eru
ánægðir með. Í mínum huga þarf
að hugsa nýja búvörusamninga út
frá rekstrarafkomu landbúnaðarins
og að þær breytingar sem lagðar
verða til muni tryggja betri afkomu
bænda. Það hefur enginn bent
nákvæmlega á hvort afkomuvandi
bænda sé kerfislegur vandi út af
búvörusamningum eða hvort annað
í umhverfi okkar valdi honum.“
Trausti segist vilja nálgast
verkefnið á grundvelli samtala við
ráðuneytið.
„Kröfugerð fyrir nýja búvöru-
samninga er ekki tilbúin, við eigum
til kröfugerð Bændasamtakanna sem
var lögð fyrir ráðuneytið haustið
2023 og eflaust munum við styðja
okkur að einhverju leyti við hana.
Þetta er samningaferli tveggja
aðila. Ég sé þetta þannig fyrir mér
að við förum bara mjög skipulega
í gegnum búvörusamningana sem
eru í gildi, hvað sé að virka vel og
hvað við ætlum að nota áfram og
hverju við viljum bæta inn sem
gerir starfsumhverfi bænda betra.
Langlíklegast til árangurs er að
öðlast sameiginlega sýn á það
hvernig ríkið og Bændasamtökin
ætli að vinna þessa vinnu. Það
verður að vera leiðarstef í þessari
vinnu að samningarnir uppfylli
markmið laganna um afkomu þeirra
sem landbúnað stunda. Það er algjört
lykilatriði.“
Vísar hann þar í fyrstu grein
búvörulaga þar sem segir að
tilgangur laganna sé meðal annars
sá „að kjör þeirra sem landbúnað
stunda verði í sem nánustu samræmi
við kjör annarra stétta“.
Framlegðaraukning styrkleiki
núverandi kerfis
Núverandi stuðningskerfi land-
búnaðarins byggir á þremur
meginstoðum; framleiðslustuðningi,
markaðsaðgerðum og tollvernd.
Megnið af framleiðslustuðningnum
og markaðsaðgerðum eru skilgreind
í búvörusamningunum sem skipt er í
fjóra hluta: Samning um starfsskilyrði
nautgriparæktarinnar, samning
um starfsskilyrði sauðfjárræktar,
samning um starfsskilyrði fram-
leiðenda garðyrkjuafurða og ramma-
samning um almenn starfsskilyrði
landbúnaðarins.
Trausti segir að núverandi
samningar hafi ýmsa styrkleika.
„Kerfið sem við erum með í dag
hefur ýtt undir ákveðna hagkvæmni
í landbúnaði. Það hefur ýtt undir
aukna framleiðslu eftir hvern grip
og af því leiðir loftslagsvænn
ávinningur af því hver gripur er
að framleiða meira. Án þess að
fjölga kúm og kindum þá erum við
að einbeita okkur að því að hver
gripur sé betri framleiðslueining.
Samningarnir hafa skilað þessu.“
Gera þarf betur við
allar búgreinar
Búgreinatenging stuðnings-
kerfisins í dag er mikil og í
skýrslu matvælaráðuneytisins
og LbhÍ, sem kom út í mars,
er lagt til að við endurskoðun
landbúnaðarstuðningskerfisins verði
hugað að því að meirihluti hans
verði ekki bundinn við framleiðslu
á einstökum landbúnaðarafurðum.
„Það þarf að auka stuðning við
landbúnað á Íslandi, það hefur
einfaldlega sýnt sig á undanförnum
árum og ríkið viðurkennt það með
því að veita auknu fjármagni til
landbúnaðarins. Mín nálgun er
fyrst og fremst sú að við þurfum
að gera betur við allar greinar
landbúnaðarins. Það þarf að leggja
áherslu á rekstrargrunn bænda
og tryggja þeim afkomu svo að
þeir geti mætt aukinni eftirspurn
innanlands og íslenskum kröfum um
framleiðsluhætti og gæði. Verkefnið
okkar er að vinna að því markmiði
með stjórnvöldum. Ég sé engar
hindranir í þeirri vinnu. Það sem þarf
er að allir aðilar séu sammála um að
gera betur fyrir íslenskan landbúnað
heldur en hefur verið gert og þá eru
okkur allir vegir færir,“ segir Trausti.
/ghp
Búvörusamningar:
Samtalið hefst í júní
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir samtökin
tilbúin til að hefja vinnu við gerð nýrra búvörusamninga. Mynd / ghp
Fuglum fækkar
vegna óveðurs
Samkvæmt fuglatalningu varð
algjört hrun í fjölda fugla á
Norðausturlandi þegar óveður skall
á í síðustu viku.
Pedro Rodrigues, framkvæmda-
stjóri Rannsóknastöðvarinnar Rifs á
Melrakkasléttu, segir að umtalsverð
fækkun fugla á svæðinu sé staðreynd.
„Það er allt mögulegt sem gerist
í svona áfalli. Hreiður spillast, ungar
krókna og fuglar flýja af staðnum og
geta jafnvel komið sér fyrir á öðrum
svæðum,“ segir Pedro en bætir við
að fuglapör í góðu ástandi geti haldið
utan um hópinn sinn og komið þeim
upp, jafnvel í svona veðri. Þó áfallið
sé mikið núna þurfi það ekki að hafa
varanleg áhrif. Ef næsta vor verður
skaplegt geti fuglalífið náð sér alveg
á strik aftur. En ítrekuð hríðarveður ár
eftir ár geti haft varanleg skaðleg áhrif.
„Þessir öfgar í veðurfari sem
við erum að upplifa um allan heim
eru líklegir til að halda áfram og
þá auðvitað má búast við meiri
hörmungum,“ segir hann.
Pedro, sem er frá Azoreyjum, hefur
starfað hjá Rannsóknastöðinni Rifi í
þrjú ár. Hann segist afar ánægður á
Raufarhöfn, samfélagið sé gott og
umhverfið fallegt. „Konan mín býr í
Njarðvík en hún elskar líka Raufarhöfn
og kemur eins oft og hún getur. Við
erum búin að kaupa okkur hús hér á
Raufarhöfn og njótum þess mjög að
vera hér á þessum dásamlega stað.“
Rannsóknastöðin Rif átti tíu ára
afmæli í maí á þessu ári. Hún var
fyrst rekin sem sjálfstæð stofnun
en er nú hluti af Náttúrustofu
Norðurlands. Stöðinni er ætlað að efla
rannsóknarstarf á Melrakkasléttu en
þar er kjörlendi rannsókna á vistkerfi
norðurslóða og áhrifa loftslags á
vistkerfið. /bs
Pedro Rodrigues.
Lóungi. Pedro segir hreiður hafa spillst og ungar króknað. Myndir / Aðsendar
Aðstoðarmenn Bjarkeyjar
Bjarki Hjörleifsson og Pálína
Axelsdóttir Njarðvík hafa
verið ráðin sem aðstoðarmenn
matvælaráðherra.
Bjarki er fæddur árið 1989 og
alinn upp á Stykkishólmi. Hann
var sjálfstæður atvinnurekandi í
matvælageiranum á árunum 2013
til 2018 þar sem hann rak meðal
annars pitsustað og matarvagn.
Bjarki útskrifaðist með BA-próf í
stjórnmálafræði frá HÍ árið 2019.
Hann var kosningastjóri hjá Vinstri
grænum í Norðvesturkjördæmi
fyrir alþingiskosningarnar árin
2017 og 2021. Enn fremur var hann
skrifstofustjóri á flokksskrifstofu
VG árin 2019 til 2020. Þá var hann
starfsmaður þingflokks VG frá 2020
þangað til hann fylgdi Bjarkeyju í
matvælaráðuneytið í vor.
Pálína er fædd árið 1991 og
ólst upp á Eystra-Geldingaholti
í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hún útskrifaðist sem stúdent frá
Kvennaskólanum árið 2011. Þá
útskrifaðist hún með BSc.-gráðu
í sálfræði frá Háskóla Íslands árið
2016 og MSc.-gráðu í félagssálfræði
árið 2019. Á árunum 2020 til 2022
starfaði hún sem sérkennslustýra og
vann hún sem ráðgjafi hjá Attendus
frá 2023 til 2024. Pálína hefur frá
árinu 2015 haldið úti Instagram-
reikningnum @farmlifeiceland
þar sem hún gefur innsýn í dagleg
störf á sauðfjárbúi. Þar er hún með
rúmlega tvö hundruð og sjötíu
þúsund fylgjendur. /ál
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti. Mynd / mar