Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 28
28 Viðtal Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Hákon Hansson hefur verið dýralæknir í 49 ár, þar af 47 á Hákon Hansson hefur verið dýralæknir í 49 ár, þar af 47 á suðurfjörðum Austurlands. Senn lýkur hann einkar farsælu starfi með bændum og búaliði og ekki án eftirsjár. Hákon fæddist árið 1950 á Höfn í Hornafirði. Hann er kominn af lærdóms- og dugnaðarfólki. Faðir hans var þýskur en móðir hans, Björk, var dóttir Hákonar Finnssonar í Borgum í Hornafirði. Hákon bjó í Kópavogi ásamt móður sinni og tveimur systrum en var mikið í Borgum í bernsku. Faðir Hákonar var menntaður járnsmiður og vann mikið en fjölskyldan var mjög samhent þar til Hans féll frá þegar Hákon var þrettán ára. Hákon kynntist þýskum afa sínum nokkuð og heimsótti hann nokkrum sinnum í Þýskalandi á námsárunum. Faðir hans lést árið 1964. Vert er að geta þess að Hákon Finnsson í Borgum var merkur maður á sinni tíð, fræðimaður og safnari, skrifaði mjög mikið og hélt m.a. dagbók í 40 ár sem fjölskyldan sá síðar um að koma í Þjóðskjalasafn. Hákon Hansson er, ásamt Karli Skírnissyni líffræðingi, höfundur bókar um nafna sinn og afa, sem út kom árið 2016. Reyndur til leiks Hákon gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð, var þar í fyrsta árganginum og útskrifaðist 1970. Ekki síst eru honum minnisstæðir öndvegiskennararnir Vigdís Finnbogadóttir, Örnólfur Thorlacius og Jón Böðvarsson frá þeim árum. Hann segist allt frá tólf ára aldri hafa verið ákveðinn í að verða dýralæknir. Haustið 1970 fékk Hákon inngöngu í dýralæknaskólann í Hannover í Þýskalandi. „Það var ansi erfitt að fara þetta,“ segir hann. Enda hafði hann aldrei áður farið til útlanda, hvað þá einn. „En einhvern veginn þá vildi maður ekki gefast upp. Það er dálítil svona ættarþrjóska í okkar fólki,“ segir Hákon sposkur. Vistin þótti honum erfið fyrstu tvö árin, m.a. að læra þýskuna almennilega og þá voru enn eftir rúm þrjú ár af náminu. „Ég tók lokaprófið á afmælis- deginum mínum þegar ég varð 25 ára,“ segir Hákon og bætir við að þá hafi verið úr vöndu að ráða með framhaldið. Hann hafi illa treyst sér til að koma heim og ráðast reynslulaus einn út í sveit. „Ég tók einhverja bestu ákvörðun sem hugsast gat og ákvað að ráða mig sem dýralækni í Þýskalandi til að byrja með. Ég var hjá tveimur mjög góðum dýralæknum sem ráku saman stofu sunnan við Saxelfi, skammt frá Cuxhaven, þar sem ég starfaði í eitt og hálft ár og fékk ómetanlega reynslu. Þeir sem fóru beint heim eftir nám lentu sumir í vandræðum því að þeir voru þá einir og ekkert hægt að leita eftir aðstoð,“ segir hann. Hákon fór svo upp til Íslands eftir starfstímann og þá hafði hann m.a. í reynslubankanum eina 46 keisaraskurði á kúm. Alltaf sáttur á Austurlandi Síminn hringir, enda sauðburður, og eftir að svara erindinu segist Hákon leggja sig fram um að bændur nái í hann vandræðalaust. Hann reyni alltaf að svara kalli. „Maður hefur innprentað bændum að draga ekki of lengi að hafa samband ef eitthvað er að. Þá eru alltaf meiri líkur á að hægt sé að hjálpa skepnunum,“ útskýrir hann. Hákon var búinn að vera í hálfan mánuð á Íslandi eftir námið þegar hann tók við nýstofnuðu embætti héraðsdýralæknis á suðurfjörðum Austfjarða og settist að á Breiðdalsvík. Þetta var árið 1977. Hann hafi um tíma horft til embættis dýralæknis á Flúðum, sem komið var á fót 1986, enda verið aðstoðardýralæknir með náminu í Laugarási í Biskupstungum og hrifist af hinum öfluga og góða landbúnaði þar í sveitunum. En það átti ekki fyrir honum að liggja. Hann segist alltaf hafa verið sáttur við að vera fyrir austan og aldrei séð eftir að ráða sig þangað. „Mér hefur liðið ósköp vel hérna. Allir hér, bændur og aðrir, hafa gegnum árin reynst mér alveg ótrúlega vel,“ segir hann. Einn á vaktinni Dýralæknisumdæmið spannar svæðið frá Lónsheiði og að mörkum gamla Fáskrúðsfjarðarhrepps með austustu bæjum. Skepnur eru nú á um 40 bæjum í umdæminu. Starfstími Hákonar sem dýralæknis á Austurlandi spannar nú 47 ár og hann er enn að störfum, 73 ára gamall. „Það fæst ekki maður hingað og á ekki að ráða dýralækni hingað aftur,“ útskýrir Hákon sem hefur frá árinu 2011, þegar héraðsdýralæknisumdæmin voru lögð niður, verið sjálfstætt starfandi en með samning við Matvælastofnun. „En þá bera menn líka ábyrgð á öllu,“ hnýtir hann við. „Ef ég fór í frí þurfti ég að finna mér afleysingu og var launalaus á meðan, þannig er samningurinn, maður verður að sjá um þetta allt sjálfur. Það er ansi mikið álag. Síðan árið 2011 hef ég aldrei farið í lengra frí en hálfan mánuð. Tja, nema þegar ég slasaði mig 2020, þá var ég skikkaður í tveggja mánaða frí,“ segir hann með nokkurri kaldhæðni. Talsverð nýliðun í sveitunum Vinnuloturnar segir Hákon ganga í hviðum. Það geti verið rólegt fyrstu vikur ársins og í sumarlok en vorin og haustin annasöm. Þá komi til ýmis verkefni eins og bólusetningar. Gera þurfi ýmsar aðgerðir, m.a. keisaraskurði á ám. Enginn dagur sé eins. „Sauðburðurinn er aðalmálið hér. Þegar ég byrjaði voru hér 37 kúabú en núna eru þau þrjú. Nú er svo vel hugsað um kýrnar og ekki lengur mikið að gera varðandi þær,“ segir hann. Innflutningur á erlendum kúakynjum hugnast honum ekki. „Ég held að þetta sé orðið svo gott núna að þess þurfi ekki. Kýrnar okkar í dag eru orðnar svo afurðamiklar. En sjálfsagt kemur þetta, ég þykist vita það. Það er ákveðinn þrýstingur á innflutning,“ segir hann. Dálítil nautarækt er í sveitunum umhverfis en Hákon segir það ekki mikið. Mest séu þetta sauðfjárbændur og einhverjir með hesta líka. Hann sinni þessu öllu eftir þörfum. Sem betur fer sé fólk enn þá í sauðfjárbúskap en horfurnar séu því miður lakar; fólk þurfi að vinna fulla vinnu með slíku til að hafa nægjanlega afkomu. Býlum fækkar en jarðnæði er víða ágætt. „Á þessu svæði voru margir bændur farnir að eldast fyrir svona þremur áratugum og menn sáu ekki beint hvernig þetta myndi þróast,“ segir Hákon. Heilmikil nýliðun hafi þó orðið og lítið sé orðið um mjög gamla bændur. „Sömuleiðis er nokkuð annar bragur á búskapnum og sveitunum. Að öðru ólöstuðu var gamla sveitamenningin dásamleg og fólkið svo gott, hlýtt og fínt. Það bar mann nánast á höndum sér. Þó að þetta fólk hefði flest ekki farið í skóla, eða bara stutt í nám, var það bæði vel lesið og bráðvelgefið upp til hópa,“ bætir hann við. Hákon segir langflesta bændur natna og sinna sínum búskap vel. Breiðdalur: „Dýralækningar eru mínar ær og kýr“ – Hákon Hansson hefur svarað kalli bænda í hálfa öld Hákon Hansson, dýralæknir á suðurfjörðum Austurlands, hættir senn eftir 47 ára ötult starf með bændum að velferð skepna. Hann hefur séð sveitirnar hníga og rísa og segir talsverða nýliðun meðal bænda. Myndir / sá Steinunn Ásmu dsdóttir steinunn@bondi.is Framhald á næstu opnu. Maður hefur innprentað bændum að draga ekki of lengi að hafa samband ef eitthvað er að ... Breiðdalshreppur sameinaðist Fjarðabyggð árið 2018. Á Breiðdalsvík er nokkur uppgangur í atvinnulífi og ferðaþjónustu og menn una við sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.