Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 44
44 Skoðun Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Því miður þekkjum við fjölmörg dæmi um yfirtöku þjóða, þjóðflokka og þjóðarbrota á landi annarra í gegnum tíðina. Á s t æ ð u r yfirtöku eru oft byggðar á sögu- legum forsendum en líka beinum hagsmunum, svo sem að ná yfir- ráðum yfir náttúru- auðæfum eða byggingarlandi. Gjarnan hafa hernaðaraðgerðir fylgt slíkum aðgerðum og miklar hörmungar hlotist af. Nægir að nefna ástandið í Úkraínu og á Gaza í því sambandi. Ágætu sauðfjárbændur Það er fjarri mér að líkja líðan okkar, sem megum óviljug sæta því að sauðfjárbændur beiti á okkar land, við raunir þolenda innrásar Ísraelsmanna á Gaza undanfarið. Hins vegar tel ég að þau ykkar sem vísvitandi sleppið fé ykkar á annarra manna land verðið að þola að athæfi ykkar sé líkt við landtöku Ísraelsmanna á hernumdu svæðunum á undanförnum áratugum. Þó í okkar tilfelli sé aðeins um að ræða beit í nokkra mánuði á ári er gjörðin söm. Þið teljið ykkur hafa sögulegar forsendur til að byggja búskap ykkar á nýtingu auðlinda annarra og túlkið lög svo þau falli að ykkar sjónarmiðum þrátt fyrir álit umboðsmanns og úrskurði ráðuneyta. Sveitarstjórnir neita að hlíta fyrirmælum um smölun ágangsfjár og löggjafinn skirrist við að taka af öll tvímæli varðandi ágreining sem ríkir milli gerenda og þolenda. Flest ykkar lifið sennilega í þeirri trú að ykkur sé heimilt að beita annarra land. Forsvarsmenn sauðfjárbænda og sveitarstjórnarmenn láta ítrekað hafa eftir sér að lausaganga sé leyfð og jafnvel að sauðfé hafi jafnan rétt á við fólk til frjálsrar farar um landið! Gott og vel en það er meginregla í íslenskum rétti að það er notanda að sanna rétt sinn til nýtingar, ekki þolenda. Þið verðið því að vera viðbúin því að geta framvísað samningum um heimildir ykkar til að beita heimalönd annarra ef eftir því er óskað. Þið getið auðvitað leitað til dómstóla til að láta reyna á hvort ákvæði fyrningarlaga eigi við. En umfram allt er það ykkar að sýna fram á heimildir ykkar til að nýta heimalönd annarra, í þeirra óþökk, og dugar þá ekki að vitna í orð forsvarsmanna búgreinarinnar, sveitarstjórnarmenn eða keypt álit misviturra lögspekinga á þeirra vegum. Aðeins lagagreinar, sem sýna svart á hvítu að búskapur ykkar sé slík almannaþörf að hann gangi framar eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar, duga til að veita ykkur slíkar heimildir. Fram til þessa hefur mér ekki tekist að finna þær, jafnvel ekki í lögum um félagslega aðstoð og fátækrahjálp. Ágætu landeigendur Í október sl. skrifaði ég grein í Bændablaðið og varaði við því ástandi sem kynni að skapast ef ástandið breyttist ekki fyrir sumarið sem í vændum er. Reyndar hefur staðan breyst að því leyti að ráðuneyti hafa úrskurðað í kærumálum á þann veg að sveitarstjórnum er tafarlaust skylt að smala ágangsfé og jafnframt að ekki þurfi að vera um girt land að ræða. Nú virðist flest benda til að mínar verstu spár gangi eftir. Sauðfjárbændur munu að líkindum áfram sleppa fé sínu „upp fyrir girðingu“ og sveitarstjórnir munu trúlega áfram bregðast seint og illa, ef nokkuð, við óskum um smalanir ágangsfjár. Það er því ljóst, frá mínum bæjardyrum séð, að nú verðum við landeigendur, sem þolum ekki landtöku sauðfjárbænda, að grípa til okkar ráða. Við virðumst ekki geta treyst á liðsinni yfirvalda og hljótum því að láta reyna á sönnunarbyrði sauðfjáreigenda sem beita lönd okkar, fyrir nú utan að það er oft ekki fyrr en hlutirnir koma við pyngjuna að mönnum verður alvaran ljós. Sjálfsagt biðja einhver ykkar viðkomandi sveitarfélög um smölun ágangsfjár, en það er trúlega bara til að tefja málin. Við verðum því sjálf að handsama fé sem gengur í okkar heimalandi og gefa fjáreiganda færi á að leysa það til sín gegn greiðslu kostnaðar. Ætli fjögurra tíma útkall megi ekki kallast sanngjarnt grunngjald. Sinni fjáreigandi ekki boði um að leysa féð til sín, t.d. innan tveggja daga, verði honum gert ljóst að landeigandi ráðstafi fénu að eigin vild. Hvort hann t.d. skýtur það í gröf, sleppir því fjarri heimahögum eða elur það sjálfur til haustsins er ákvörðun hvers og eins. Síðasti kosturinn er augljóslega álitlegastur því þá getur landeigandinn haft upprunavottað lambakjöt á sínum borðum. Það er meiri vitneskja en flestir neytendur lambakjöts eiga kost á. Til að koma í veg fyrir tilgangs- lausar ásakanir um sauðaþjófnað er landeiganda nauðsynlegt að gefa ekki upp númer viðkomandi grips, aðeins bæjarnúmer. Þau okkar sem berum hag sauðfjárbænda fyrir brjósti munum sennilega fanga eina á með lömbum frá hverjum fjáreiganda fyrst í stað, til að láta reyna á samningsvilja fjáreigenda án þess að stefna þeim í umtalsverð fjárútlát. Að lokum Mér er ljóst að ýmsum mun þykja að ég sé hér að hvetja til þess að menn taki lögin í sínar hendur. Sé svo er hverjum manni frjálst að leita til dómstóla og fá úr ágreiningi skorið. Mér er líka ljóst að það er meira en að segja það að vinda ofan af búskaparlagi sauðfjárbænda sem fengið hefur að viðgangast heimildarlaust áratugum saman. Það er eigi að síður bjargföst trú mín að viðvarandi landnýting muni koma í bakið á sauðfjárbændum ef ekki tekst að færa búskaparhætti þeirra til betri vegar fyrr en seinna. Sauðfjárbændur sjálfir, forsvarsmenn þeirra, sveitarstjórnarmenn og þingmenn þjóðarinnar verða að átta sig á að sjálftaka af þeim toga sem hér hefur verið lýst er brot á öllum reglum sem siðuð þjóðfélög vilja kenna sig við. Það að þessi skipan hafi viðgengist áratugum saman athugasemdalaust er ekki næg ástæða til þess að á stjórnarskrárvörðum rétti okkar, sem kjósum að nýta eignir okkar sjálf, sé brotið. Höfundur er bóndi emeritus á Þórisstöðum/Leifshúsum. GAZA-legt ástand Stefán Tryggva- og Sigríðarson. Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og samkeppnismál í skoðanadálk visir.is og uppskar viðbrögð forstjóra Samkeppnis- eftirlitsins í tvígang. Mikið vatn hefur síðan runnið til sjávar en margt stendur þó enn óhaggað af því sem okkur fór á milli.Meðal þess er að þrjátíu ár eru liðin frá því EES- samningur inn öðlaðist gildi – var þeim áfanga fagnað í upphafi þessa árs. Þótt samningurinn kalli á innleiðingu regluverks frá Brussel í stríðum straumi breytir það engu um samninginn sjálfan og er gildissvið hans nær óbreytt frá gildistöku hans 1993. Hvers vegna er þetta rifjað upp hér? Jú, í fyrrnefndum orðaskiptum greinarhöfundar og forstjóra Sam- keppniseftirlitsins var tekist á um hvort og hvernig mætti innleiða undanþágur fyrir íslenskar kjöt- afurðastöðvar frá samkeppnislögum hér á landi. Þar var mest horft til þess að slíkar undanþágur væru þegar til staðar í Evrópusambandinu sjálfu og reyndar var einnig vísað til Noregs í þessu sambandi. EES-samningurinn er hin augljósa réttarheimild En þarna leitaði greinarhöfundur heldur betur langt yfir skammt, ef svo má segja, því vitaskuld eru það ekki undanþágur ESB frá eigin regluverki sem setja Íslandi takmörk í þessu efni heldur er nærtækara að leita beint í EES-samninginn sem setur í raun báðum aðilum lagaramma að þessu leyti. Undanþágur ESB verða að rúmast innan samningsins rétt eins og undanþágur Noregs og Íslands. Að EES-samningnum sjálfum frágengnum eru dómar EFTA- dómstólsins síðan réttarheimildir sem leita má fanga í. Þetta var rannsakað allítarlega af atvinnuveganefnd við meðferð frumvarps til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (framleiðendafélög). Í áliti nefndarinnar með breytingatillögum hennar segir m.a.: „EES- samningurinn tekur þannig ekki til lifandi dýra og framleiðslu kjöts af lifandi dýrum nema annað sé sérstaklega tekið fram. Ákvæði samningsins ná því að litlu leyti til framleiðslukerfis landbúnaðar hér á landi. Svigrúm til að móta stefnu í málaflokknum er því umtalsvert.“ Óþarft er að rekja þær deilur sem um þetta sköpuðust og spruttu upp úr þeim nýtt þríeyki ásamt ýmsum furðuyfirlýsingum og bréfasendingu sem vægast sagt orkaði tvímælis, þ.e. þegar matvælaráðuneytið, undir stjórn fyrrverandi matvælaráðherra, setti sig í þá stöðu að segja löggjafanum fyrir verkum. Álit fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins Í fréttum hefur komið fram að Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) hafi eftir samþykkt hinna nýju laga frá Alþingi leitað til dr. iur. dr. rer. pol. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, um að semja álit þar sem greint er frá meginreglum EES-samningsins um búvöruframleiðslu og -vinnslu og að hvaða marki EES-samningurinn tekur til þessarar starfsemi. Í stuttu máli tekur álit dr. Bauden- bacher í einu og öllu undir fyrrnefnda niðurstöðu atvinnuveganefndar og segir hann m.a. í niðurstöðukafla sínum: „Það er munur á innri markaði ESB og útvíkkun hans til EES. Sameiginleg stefna ESB er í grundvallaratriðum undanskilin EES-lögum. EES/EFTA-ríkin hafa haldið fullveldi sínu á þessum sviðum. Ein undantekningin varðar hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu.“ Þetta sé einnig samhljóða því sem finna má í umfjöllun annarra fræðimanna. Lokaorð álits dr. Baudenbacher eru síðan eftirfarandi: „Ísland hefur því rétt til að marka stefnu sína í framleiðslu og vinnslu landbúnaðarvara óháð ákvæðum EES-samningsins, þar með talið að því er varðar undanþágur frá samkeppnisreglum. Þetta hefur í för með sér að Ísland er ekki bundið af undanþágum frá samkeppnisreglum sem nú gilda í Evrópusambandinu við mótun eigin undantekningar frá samkeppnisreglum um land- búnaðarvörur sem falla utan 3. mgr. 8. gr. EES.“ Þessi lokaorð þessa fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins eru í Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn Erna Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.