Bændablaðið - 13.06.2024, Page 25

Bændablaðið - 13.06.2024, Page 25
Sigurvegarar Gróffóðurkeppninnar - Við völdum Yara vegna gæða Sólbakki Hartmann Bragi Stefánsson og Ólöf Rún Skúladóttir Að venju sló enginn slöku við í gróffóðurkeppni Yara og var keppnin gríðarlega spennandi. Í ár voru það bændurnir á Sólbakka sem höfðu sigur úr býtum. Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur. Við Dalsá í Víðidal, mitt á milli Hvamms- tanga og Blönduóss, má finna Sólbakka; kúabú sem rekið er af Hartmanni Braga Stefánssyni og Ólöfu Rún Skúladóttur ásamt tveimur börnum þeirra. Alls er um 100 nautgripir á Sólbakka, um 55-65 mjólkurkýr og nokkrar folaldsmerar. ,,Við erum nýlega búin að losa okkur við síðustu kindurnar, eigum nokkur folöld en við stundum eingöngu kúabúskap. Nautkálfana reynum við að selja sem fyrst” Hartmann og Ólöf taka á hverju ári hluta túnanna til endurræktunar og nota orðið smárablöndur mikið við endurræktun. ,,Við notumst við smárablöndur með Snorra sem uppistöðu í Vallarfoxgrasinu. Erum aðeins að prófa okkur áfram með fjöl- breyttar blöndur. Smárinn hefur verið að reynast vel í sumum stykkjum hjá okkur en öðrum ekki. Erum bara að prófa okkur áfram smátt og smátt til að sjá hvaða stofnar henta við okkar aðstæður”. Á Sólbakka er notast við Yara áburð með góðum árangri og er lögð mikil áhersla á að gera ítarlega áburðarætlun. Lykill að árangri er að skrá allt samvisku- samlega niður og stuðla að hámarks nýtingu búfjáráburðar. ,,Við völdum Yara, fyrst og fremst, vegna gæða. En síðan er verðið líka samkeppnis- hæft við fjölkorna áburðinn. Við viljum í jarðveginum og notum okkur þær niðurstöður til að gera kölkunaráætlun. Það stendur til að taka nokkrar spildur og kalka þær vel á komandi vori. Enda er hér mýrlendi og sýrustig gjarnan lágt. Við höfum verið að nota Dolomit kalk, sett það á gróið tún en líka beint í flög. Við erum í átaki til þess að hækka sýrustig. Við einfaldlega lítum á það sem skynsama fjárfestingu. Við tökum líka heysýni og erum að nota þau til að sjá almennilega hvað við erum með í höndunum. Enda skilar kölkunin sér í bættum gróffóðurgæðum, það er okkar reynsla.” Bændurnir á Sólbakka hafa mikla trú á árangri þess að kynbæta íslenskar nytja- plöntur og telja að það þurfi að rækta þolna og uppskerumikla stofna af túngrösum sem henta íslenskum aðstæðum. Þá sjá þau líka spennandi tækifæri í kynbótum á byggi og telja mikla möguleika fyrir íslenska matvælarækt felast í fjölbreyttari jarðrækt. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. að áburðurinn sé í lagi þegar pokinn er opnaður. Það er gott að vinna með Yara áburðinn, hann er nánast laus við ryk og köggla. Síðan er hann auðvitað einkorna. Ryk og kögglar eru merki um léleg gæði sem skilar sér í miklum breytileika í dreifingu með tilheyrandi uppskerutapi. Áburðurinn er stór og mikilvægur kostnaðarliður. Við viljum 100% gæði og teljum að það skili sér áfram í búskapnum.” Þau leggja mikinn metnað í gróffóður- öflunina og segja að það skipti höfuðmáli að vanda til verka þegar kemur að heyskapnum. „Það eru svo margar leiðir til að gera mistök í gróffóðuröflun. Mikilvægt að velja réttan sláttutíma í takt við gæði og magn uppskeru sem sóst er eftir. Við stjórnum ekki veðrinu og þurfum því að vera glögg og lesa rétt í veðurspánna. Síðan þarf að tryggja að þau tæki sem unnið er með séu í góðu lagi og notuð rétt. Svo er smá sérviska alltaf mikil- væg“. Hartmann og Ólöf telja að jarðvegurinn hafi afgerandi áhrif á árangur í gróffóðuröflun. Huga þarf að frjósemi túna með sama hætti og að byggja þarf fjós yfir mjólkurkýrnar. Þau telja mikilvægt að huga vel að framræslu og ekki síður kölkun, sem skiptir gífurlega miklu máli varðandi nýtingu áburðarins og stuðli að langtíma frjósemi. „Við erum að fylgjast með sýrustigi „Svo er smá sérviska alltaf mikilvæg” Hægt er að skoða Kornið í heild sinni á vefnum yara.is Eða með því að skanna QR-kóðan. Sláturfélag Suðurlands Fosshálsi 1, Reykjavík - 575 6070 yara@yara.is - www.yara.is Mikilvægi kölkunar Lykill að sigrinum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.