Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 38
38 Á faglegum nótum Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Ný reglugerð um áburðarvörur
hefur verið innleidd hér á landi.
Reglugerðin er númer 2019/1009/
EB og er innleidd með reglugerð
543/2024 og hefur því tekið gildi
á Íslandi.
Meginmarkmið
reglugerðarinnar
er að ná fram betri
nýtingu á plöntu
næringarefnum t.d.
með endurnýtingu
þeirra eða bæta
upptöku þeirra með
jarðvegsbætum.
Reglugerðin
skilgreinir áburðar vörur með
eftirfarandi hætti:
„áburðarvara“: efni, blanda,
örvera eða annað efni sem er borið
á eða ætlað til að bera á plöntur
eða rótarhvolf þeirra eða á sveppi
eða jarðveginn umhverfis sveppina
(e. mycosphere) eða ætlað til að
mynda rótarhvolfið eða jarðveginn
umhverfis sveppina, annaðhvort ein
og sér eða blönduð með öðru efni,
í þeim tilgangi að veita plöntum
eða sveppum næringu eða bæta
næringarnýtni þeirra,
Hér eru komnar nýjar nálganir
varðandi þennan vöruflokk. Það
eru ekki bara plöntunæringarefni
sem reglugerðin nær yfir, heldur
einnig yfir næringarefni sveppa og
þörunga. Einnig nær hún yfir öll þau
efni sem auka næringarnýtni plantna
eða bæta vaxtarskilyrði þeirra með
margvíslegum hætti.
Skilgreining á áburði er aftur á
móti eftirfarandi:
„áburður“: efni sem er fyrst
og fremst notað sem næring fyrir
plöntur. Þannig að þessi reglugerð
nær yfir víðtækara svið en fyrri
reglugerðir.
CE-merking
Meginbreytingin sem verður með
gildistöku þessar reglugerðar er að nú
skulu allar vörur sem falla undir hana
vera CEmerktar ESB áburðarvörur.
Þessar vörur skulu hafa undir
gengist samræmismat af vottuðum
samræmismatsstofum, sem hafa
fengið viðurkenningu af viðkomandi
yfirvöldum og verið settar á skrá hjá
Framkvæmdastjórn ESB og fengið
skráningarnúmer. CEmerkið skal
fest á merkingu áburðarins og
því skal fylgja skráningarnúmer
samræmismatsstofunnar sem vottaði
áburðarvöruna.
Merkið skal vera óafmáanlegt
á umbúðum eða á fylgiskjali með
áburði í lausu og fest á áður en varan
fer á markað.
Samræmismatsstofan skal útbúa
ESBsamræmismatsyfirlýsingu sem
á að fylgja vörunni á markaði og á
m.a að vera aðgengileg kaupendum.
Áburðarfyrirtæki og helstu
skyldur þeirra.
Áburðarfyrirtækjum
má skipta í þrjá flokka:
• Framleiðendur: Þau fyrirtæki sem
framleiða áburðarvörur.
• Innflytjendur: Þau fyrirtæki sem
flytja áburðarvörur inn á EESsvæðið
t.d. frá Bretlandi.
• Dreifingaraðilar: Þau fyrirtæki
sem sjá um dreifingu áburðarvara
til lokanotenda eða annarra
dreifingaraðila.
Framleiðendur
Framleiðendur framleiða áburðar
vörur og skulu sjá til þess að þær
standist kröfur reglugerðarinnar
og láta útbúa tæknigögn og
samræmismat hjá samræmis
matsstofu. Á grundvelli þessa
er CEmerkið fest á merkingu
áburðarins. Þeir eru ábyrgir fyrir
öryggi vörunnar og skulu innkalla
hana eða taka af markaði sé varan
ekki örugg.
Framleiðendur skulu tryggja
að allar merkingarupplýsingar
fylgi með á áföstum merkimiða
eða á fylgiskjölum sé áburðurinn
í lausu. Merkingarnar eiga að
vera á tungumáli sem er auðskilið
lokanotanda. Þær skulu vera skýrar,
skiljanlegar og auðlæsilegar.
Framleiðendur skulu afhenda
lögbæru landsyfirvaldi (Matvæla
stofnun) allar upplýsingar og skjöl á
rafrænu eða pappírsformi og vinna
með yfirvöldum til að útiloka áhættu
sem getur stafað af áburði sem þeir
hafa markaðssett.
Innflytjendur
Innflytjendur hafa hliðstæðar
skyldur og framleiðendur.
Hafa ber í huga að þeir eru að
flytja vöru inn á EESsvæðið og
þeim ber því að uppfylla allar kröfur
sem gerðar eru til framleiðenda.
Dreifingaraðilar
Dreifingaraðilar skulu gæta þess
að kröfur þessarar reglugerðar
séu uppfylltar. Þeir skulu tryggja
að vörunni fylgi tilskilin skjöl
og merkingar, sem eru á tungu
máli sem er auðskilið fyrir loka
notandann. Standist varan ekki
kröfur reglugerðarinnar má ekki
bjóða hana á markaði og verður
dreifingaraðilinn í þeim tilfellum
að upplýsa um hættuna og innkalla
hana eða taka af markaði.
Áburðarvörur skulu geymdar
við öruggar aðstæður.
Dreifingaraðilar skulu afhenda
lögbæru landsyfirvaldi allar upp
lýsingar um áburðarvöruna til að
sýna fram á að hún sé í samræmi
við reglugerðina.
Þeir skulu vinna með lögbærum
yfirvöldum komi í ljós að áburðar
varan stenst ekki kröfur.
Vöruvirkniflokkar
áburðarvara eru sjö:
1. Áburður (gefur frá sér
næringarefni fyrir plöntur), skiptist
í 3 flokka:
1. A. Lífrænn áburður:
• Skal innihalda: lífrænt kolefni
(C) og næringarefni eingöngu af
lífrænum uppruna
• Á föstu formi
•Fljótandi formi (lífrænn
áburðarvökvi)
1.B. Blanda af lífrænum
áburði og ólífrænum áburði
• Skal innihalda:
• Eina eða fleiri ólífrænar
áburðartegundir
(jarðefnaáburð) og
• Einn eða fleiri efniviði sem
innihalda lífrænt kolefni og
næringarefni af lífrænum uppruna
• Á föstu formi
• Fljótandi formi (áburðarvökvi)
Við höfum þróast um árþúsundir
með matvælaframboði okkar og
byggt á sameiginlegri þekkingu
bænda til að rækta fæðu sem
viðheldur lífi okkar.
Hins vegar eru
matvæli í vaxandi
mæli framleidd af
viðskiptajöfrum,
sem líta á þau
sem vöru sem
þurfi að binda
einkaleyfum og
græða á.
Tæknifæða
þeirra er fundin
upp á tilraunastofum, framleidd í verk
smiðjum og auglýst að hún geti
brauðfætt heiminn, en bjargað honum
í leiðinni frá loftslagsbreytingum. Það
byrjaði fyrir tveimur áratugum þegar
stór bandarískur efnaframleiðandi
(Monsanto) kom fram með
erfðabreyttar plöntur og seldi þær
bændum með einu meginloforði.
Erfðabreyttar plöntur mætti úða
með efninu glífosat sem Monsanto
framleiðir, drepa með því illgresi en
ekki erfðabreyttu plönturnar og spara
bændum tíma og peninga með minni
efnanotkun. Hið gagnstæða gerðist.
Úðun með glífosati leiddi til meiri –
ekki minni – efnaleifa í matvælum og
dýrafóðri og olli krabbameini (non
Hodgkins lymphoma) í bandarísku
bændafólki.
Þegar sýnt var fram á að gróðurhúsa
lofttegundir frá búfjárrækt ættu þátt
í loftslagsbreytingum hélt fyrirtæki
í Silíkondalnum, Impossible Foods,
því fram að það gæti upprætt
kolefnisfótspor búfjárræktar með því
að framleiða kjöt á tilraunastofum.
Fyrirtækið þróaði það sem kallað var
„ómögulegi borgarinn“ (Impossible
Burger) sem var gervikjöt gert úr
blöndu af mjög unnum innihaldsefnum
og erfðabreyttum sojapróteinum.
Fjörutíu og sex þeirra efna voru
ótilgreind, óprófuð og höfðu aldrei
verið leyfð í matvælaframleiðslu.
Gervimjólk var næst á dagskrá. Sn.
lífhönnun (synthetic biology, einnig
nefnt nákvæm gerjun) erfðabreytir
geri, sveppum, þörungum eða bakteríu
til að framleiða dýraprótein sem síðan
eru gerjuð í tönkum. Mjólkin sem til
verður er sögð innihalda prótein eins
og þau sem kúamjólk inniheldur. En
þegar dr. John Fagan við bandarískt
heilsurannsóknarsetur rannsakaði
venjulega kúamjólk og bar saman
við lífhannaða mjólk kom í ljós að
lykilnæringarefni kúamjólkur var
ekki að finna í gervimjólkinni, t.d.
Evítamín. Amínósýrusamsetning
tveggja mysupróteina gervimjólkur
var 57% og 46% frábrugðin kúamjólk.
Gervimjólkin innihélt 92 smáar
sameindir sem aldrei hafa verið hluti
af næringu mannsins og eru algerlega
óþekktar í vísindum.
Tilraunastofukjöt (eða frumukjöt)
er ekki gervikjöt, heldur tilraun til að
rækta raunverulegt kjöt á tilraunastofu.
Stofnfrumur eru teknar úr lifandi búfé
og komið fyrir í tilbúinni blöndu af
erfðabreyttum vaxtarhormón og
öðrum tilbúnum „næringarefnum“,
sem eru framleidd í stáltönkum.
Frumuræktun til kjötframleiðslu
hefur hins vegar reynst vera erfið og
kann á endanum að vera ómöguleg
vísindalega séð. Hún útheimtir
gríðarlega og dýra innviði sem byggja
á miklu, stöðugu og kostnaðarsömu
innflæði orku (sjá mynd). Uppbygging
framleiðslu sem svarar eftirspurn
markaða reynist næstum ómöguleg
vegna tíðrar og alvarlegrar mengunar
gerjunartækja. Kostir frumukjöts hafa
verið stórlega ýktir en til þessa dags
hefur ekkert raunhæft mat verið gert
á næringargildi þess.
Þótt ræktun á kjöti og mjólk á
tilraunastofum sé vandkvæðum
bundið þá áformar tæknifæðugeirinn
að finna upp jafnvel enn óraunhæfari
vörur. Fjárfestar hafa lagt 3,5 milljónir
dala í Biomilq, fyrirtæki sem fullyrðir
að það geti framleitt brjóstamjólk á
tilraunastofu. Fjármagn var lagt í
verkefni sem áformar að framleiða
loðfílakjötbollur byggðar á DNA úr
fílum. Þá var fé lagt í verkefni sem
hyggst framleiða á tilraunastofu
gæludýrafóður (grein sem ekki nýtur
öflugra reglugerða og neytendur éta
hvað sem er).
Tæknifæða sýnir að allt sem
mönnum dettur í hug er ekki endilega
raunhæft. Kannske væri rétt að draga
fæðuframleiðslu aftur niður á jörðina.
Bandaríska Rodalerannsóknarstöðin
hefur sýnt að ef ræktunarlandi og
haglendi heimsins væri stýrt með
sjálfbærum (regenerative) aðferðum
mætti binda 100% koldíoxíðlosunar
í jarðvegi. Það kann að virðast
óraunhæft að brauðfæða heiminn með
lífrænni framleiðslu, en það er líkast
til mun raunhæfara en með tæknifæðu.
Lífræn matvælaframleiðsla mundi
ekki aðeins minnka hlýnun jarðar,
heldur einnig stórbæta heilsufar
og starfsgrundvöll heilbrigðiskerfa
heimsins. Um leið myndi hún draga
úr miðstýringu og valdi stórfyrirtækja
yfir fæðuframleiðslunni
Eftirsóknarvert er að bæta magn
og gæði fæðuframboðs okkar, en
tæknifæða virðist ná hvorugu þeirra
markmiða.
Höfundur er sjálfstæður ráðgjafi.
Sandra B.
Jónsdóttir.
Ný reglugerð
um áburðar-
vörur
– Helstu ákvæði
Valgeir
Bjarnason.
Tæknifæða
– Vandamál en ekki lausn
Lífrænt Ísland