Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 42

Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024Af vettvangi ændasamtakanna Enginn bóndi er eyland Það er kannski ekki smekklegt að skrumskæla þau fleygu orð sem breska skáldið John Donne birti í ljóði sínu fyrir meira en 500 árum síðan um að enginn maður væri eyland. Ég leyfi mér samt að gera það í fyrirsögn þessa pistils og tilefnið er ærið. Við bændur upplifðum í síðustu viku síðbúnara og öflugra vorhret en sést hefur í marga áratugi með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði gróðurfar og búpening. Hvort tveggja er mikið högg fyrir bændur í ýmsum búrekstri. Ekki eingöngu hvað varðar tímafrek og erfið björgunarstörf heldur einnig mikið fjárhagslegt tjón. Áfall ótíðarinnar fyrir kjarkinn og baráttuþrekið sem enginn bóndi fær þrifist án hefur eflaust einnig gert víða vart við sig. Ljósið í skammdegi þessa annars bjartasta tíma ársins er samstaða bænda, skilningur stjórnvalda og meðvitund þjóðarinnar um mikilvægi íslensks landbúnaðar. Ég fékk afar góðar móttökur hjá matvælaráðherra þegar ég óskaði eftir fundi með honum í síðustu viku til þess að fara yfir alvarleika þeirrar ótíðar sem gengið hefur yfir landið. Enda þótt í ýmis horn sé að líta hjá ráðherranum og ráðuneyti hans þessa dagana var brugðist hratt við og til viðbótar við samráð ráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands voru bæði neyðarlína almannavarna og símaver Rauða krossins til taks. Almannavarnir ef t.d. aðstoðar björgunarsveita vegna búpenings væri þörf og neyðarlína Rauða krossins ef einhvers staðar væru bændur að bugast undan álaginu. Þessi skilningur stjórnvalda og snaggaralegu viðbrögð ásamt mikilli athygli fjölmiðla er til marks um þann sess sem íslenskur landbúnaður skipar í þjóðarsálinni. Í gegnum áratugina hafa vissulega skipst á skin og skúrir í þeim efnum en engum dylst að staða landbúnaðarins í huga landsmanna býr við mikinn meðbyr um þessar mundir. Baráttufundur Samtaka ungra bænda á síðasta ári undir einkunnarorðunum „Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita“ olli ákveðnum þáttaskilum í umræðunni og dýrmætum árangri í ákvarðanatökum stjórnvalda. Samtímis hefur orðið alþjóðleg vitundarvakning um mikilvægi fæðuöryggis hverrar þjóðar, gæði hvers kyns landbúnaðarframleiðslu og tækifæri nýsköpunar í krafti þekkingar og tæknivæðingar. Við hugsum veðurguðunum vissulega þegjandi þörfina þessa dagana og þeir eiga eiginlega ekki annað skilið. Það er hins vegar engin framtíð í því að fjandskapast við náttúruöflin og móður jörð til langframa. Þau munu ávallt fara sínu fram og það verður alltaf okkar hlutverk að laga okkur að uppátækjum þeirra hverju sinni. Og kuldakastið í síðustu viku er e.t.v. áminning til okkar um að hinar norðlægu köldu slóðir sem við byggjum séu á sinn sérstaka hátt að færa íslenskum landbúnaði dýrmæta sérstöðu og eftirsótt rekstrarskilyrði í hnattrænni hlýnun jarðarinnar. Í því stóra samhengi er vorhret síðustu viku vissulega óþægilegt en í krafti samstöðunnar er það alls staðar yfirstíganlegt. Við bændur stöndum saman. Þjóðin stendur með okkur. Stjórnvöld segjast reiðubúin til aðstoðar. Veðrinu sem reið yfir má mögulega líkja við náttúruhamfarir og íslenskt samfélag hefur komið sér upp alls kyns bjargráðum við slíkum vágestum. Við sem sitjum í stjórn Bændasamtakanna höfum síðustu dagana átt samtöl við fjölmarga bændur í ólíkum búgreinum sem orðið hafa fyrir búsifjum vegna ótíðarinnar. Öll finnum við hvað bændum þykir mikilvægt að heyra það, bæði frá okkur og í fréttum, að það sé tekið eftir þessum óvæntu aðstæðum, að stjórnvöldum sé vandinn ljós og viljinn til þess að koma til móts við þá sem verst verða úti sé til staðar. Þess vegna leyfi ég mér að vera bjartsýnn á að við komumst í gegnum þennan skafl (sums staðar í orðsins fyllstu merkingu) og náum farsælli lendingu fyrir okkur sjálf og íslenska þjóð. Við erum nefnilega öll í þessu saman. Ekkert okkar er eyland. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Pistill formanns ... og náum farsælli lendingu fyrir okkur sjálf og íslenska þjóð. Við erum nefni- lega öll í þessu saman. Ekkert okkar er eyland. Trausti Hjálmarsson. Byggingarstjóri Ertu í byggingarhugleiðingum eða kominn af stað með framkvæmdir ? Tek að mér að vera byggingarstjóri á öllum byggingarstigum og vera tengiliður við byggingarfulltrúa fyrir þig. Hafið samband í síma 852-3222 eða á netfang: asgeirvil@gmail.com Tilefni er til að fjalla um laga- setningu í víðum skilningi, þ.m.t. reglugerðarsetningar. Spurningin sem undirrituð veltir fyrir sér með þessum skrifum er hvort að réttarríki sé viðhaft á Íslandi. Nokkrir þættir eru viðurkenndir innan lög- fræðinnar sem spila þátt í því hvort ríki geti talist réttarríki en tilefni er til að fjalla um e f t i r f a r a n d i þætti, svo sem að lög skulu vera tiltölulega stöðug þar sem skyndilegar og reglulegar lagabreytingar á lagaumhverfi einstakra atvinnugreina valda óvissu um hvaða lög gildi og skerða þannig réttaröryggi. Forsenda þess verður að teljast vera stöðugleiki lagaumhverfis svo menn geti skipulagt atvinnurekstur sinn til lengri tíma og séð fyrir afleiðingar gjörða sinna. Í því samhengi má nefna eina atvinnugrein innan landbúnaðarins, sem hefur verið starfrækt á Íslandi í hartnær 50 ár, sem hefur unnið eftir fjórum mismunandi regluverkum á síðustu 20 árum, blóðmerahald. Lög eiga einnig að vera skýr, aðgengileg og taka af öll tvímæli um hvaða reglur séu í gildi og hvaða ekki. Meginreglan er sú að almennur borgari á að geta skilið lögin sem eru í gildi hverju sinni en þó er óhjákvæmilegt að lög um sérhæfð málefni þarfnist sérþekkingar lesanda til þess að skilja til hlítar leikreglurnar sem boðaðar eru með lagasetningunni. Óskýrar lagasetningar Ekki hefur borið á skorti á aðgengi að lögunum á Íslandi, að undanskildum þeim aðferðum sem notast er við þegar um setningu laga á fyrri stigum málsins í svokölluðum bandormi (margar lagabreytingar í einum lagabálki) er að ræða svo erfiðlega reynist fyrir hagaðila eða aðra almenna borgara að rýna í lagasetninguna á samráðsstigi til þess að veita umsögn. Sama má segja um það þegar margra tuga blaðsíðna regluverk frá ESB er innleitt í 2 blaðsíðna skjali en það er efni í aðra grein. Hins vegar er hægt að nefna lagasetningar sem eru óskýrar og hafa að geyma tvímæli svo erfiðlega reynist að skilja hið eiginlega innihald lagasetningarinnar. Telja verður grundvallarþátt í gagnsemi lagasetningar að borgarar skilji lögin svo mögulegt sé að fylgja þeim án þess að þurfa aðstoð lögfræðings sem notast við lagatæknileg atriði og lögskýringargögn þó þau séu nytsamleg til fyllingar lagaákvæðanna í mörgum tilvikum. Reglugerðum fylgja ekki lögskýringargögn svo nauðsynlegt er að þær séu skrifaðar skýrar og afdráttarlausar svo þær séu gagnlegar og til þess að fyrirbyggja að menn þurfi að höfða mál fyrir dómstólum til þess að úrskurða um innihald reglugerðarinnar. Sumar reglugerðir eru þannig úr garði gerðar að þó einstaklingur sé lögfróður er hann engu nær hvað varðar innihald lagabókstafsins og merkingu hans. Í því samhengi má nefna reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þar sem ómögulegt reynist að skilja hvaða forsendur heimila landnýtingu hvers lands fyrir sig svo hún uppfylli skilyrði reglugerðarinnar. Framseljanlegt lagasetningarvald Í stjórnarskrá segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið. Í stjórnarskrá segir jafnframt orðrétt að „ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi“. Svo segir einnig að Alþingi getur eigi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu. Til þess að lagafrumvarp verði að lögum verður forseti Íslands að staðfesta frumvarpið en eins og landsmönnum er flestum kunnugt er forseta einnig heimilt að synja frumvarpi. Þó er viðurkennt og heimilt að vissu marki að framselja lagasetningarvald til ráðherra til setningar nánari reglna, enda er það fyrirkomulag mörgum kostum gætt. Spurningin er samt: Við hvaða aðstæður og í hvaða málum má framselja lagasetningarvald? Ekki er kveðið á um með beinum og afdráttarlausum hætti í hvaða tilvikum heimilt er að framselja umrætt lagasetningarvald en sum ákvæði stjórnarskrárinnar kveða á um í hvaða tilvikum það sé óheimilt. Svo dæmi séu nefnd er eignarrétturinn friðhelgur og engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema með lagafyrirmælum í þröngum skilningi laganna, þ.e. sett lög frá Alþingi. Annað dæmi er um atvinnufrelsi manna en öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa en frelsinu má þó setja skorður með lögum enda er skilyrði að almannahagsmunir krefjist þess. Draga má ályktun út frá þessum tveimur ákvæðum stjórnarskrárinnar að þegar um ótvíræð mannréttindi á borð við eignarrétt og atvinnufrelsi manna er að ræða eru gerðar kröfur um lagasetningu frá Alþingi ef skerða á þau réttindi eða svipta almennum borgunum þeim alfarið. Reglugerðir verða því ekki settar sem hafa þær afleiðingar að skerða á eða girða fyrir atvinnufrelsi eða eignarrétt manna, eins og bent var á í umsögn Bændasamtaka Íslands um reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Bleiki fíllinn Bleiki fíllinn í herberginu varðandi framsal lagasetningarvalds er því sá að ráðherra einn ákveður innihald reglugerðarinnar og er ekki bundinn þeim reglum sem er kveðið á um í stjórnarskrá um lagasetningu, t.d. þarf hún ekki að lúta þremur umræðum á Alþingi og samþykkis meirihluta alþingismanna og forseta Íslands. Framsal lagasetningarvalds í formi þess að ráðherra setji reglugerð virðist vera notað í sífellt meira mæli. Óumflýjanlegar afleiðingar þessarar aðferðarfræði er að lagasetningarvald er í höndum ráðherra og embættismanna innan ráðuneytanna en ekki þeirra 63 sem eru þjóðkjörnir þingmenn á Alþingi. Höfundur er lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Réttarfréttir: Með lögum skal land byggja Katrín Pétursdóttir. Í reglugerð um sjálfbæra landnýtingu reynist ómögulegt að skilja hvaða forsendur heimila landnýtingu hvers lands fyrir sig svo hún uppfylli skilyrði, að sögn greinarhöfundar. Mynd / Hlynur Gauti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.