Bændablaðið - 13.06.2024, Síða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári.
Upplýsingar um dreifingarstaði er að finna á vef Bændablaðsins: www.bbl.is
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim
í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar kr. 17.500
með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 13.900 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279
Útgefandi: Bændasamtök Íslands.
Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is
Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is
Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855
Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Eignarhaldsfélögin Mata, LL42
og Innnes fengu úthlutað mest af
tollkvótum á landbúnaðarvörum
við síðustu úthlutun matvæla-
ráðuneytisins.
Ráðuneytið tilkynnti um úthlutun
þann 31. maí sl. sem tekur gildi 1. júlí
næstkomandi. Í heild var úthlutað
tollkvótum fyrir innflutningi á
tæplega 2.500 tonnum af matvörum á
grundvelli samninga við ESB, WTO
og EFTA.
Síld og fiskur,
Matfugl og Stjörnugrís
Mata ehf. fékk úthlutað tollkvótum
fyrir innflutningi á tæpum 350
tonnum af búvörum, þar af fyrir
145 tonnum af svínakjöti og 162
tonnum af alifuglakjöti. Áður hafði
félaginu verið úthlutað tollkvótum
fyrir innflutningi á 303 tonnum af
kjöti og osti frá Evrópusambandinu
(ESB) á fyrstu sex mánuðum ársins
2024, þar af 120 tonnum af svínakjöti
og 190 tonnum af alifuglakjöti.
Starfsemi hlutafélagsins Mata
felst í innflutningi og dreifingu á
ávöxtum og grænmeti samkvæmt
ársreikningi. Félagið er í 99 prósenta
eigu eignarhaldsfélagsins Langisjór
ehf. sem á fjölda félaga, t.a.m.
Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf.
Það fyrrnefnda starfar við slátrun
og vinnslu á alifuglakjöti og rekur
kjúklingaeldi á sjö stöðum á landinu.
Síld og fiskur ehf., öðru nafni Ali
matvörur, framleiðir matvæli úr
svínakjöti og er skráður rekstraraðili
á að minnsta kosti þremur svínabúum
landsins. Eggert Árni Gíslason er
stjórnarformaður félaganna Síld og
fiskur ehf., Matfugl ehf. og Mata
ehf. en Guðný Edda Gísladóttir er
skráður stjórnarformaður eignar-
haldsfélagsins Langisjór.
LL42 ehf. fékk úthlutað toll-
kvótum fyrir innflutningi á rúmum
300 tonnum af kjöti og eggjum, þar af
rúmum 130 tonnum af svínakjöti og
70 tonnum af nautakjöti. Áður hafði
félaginu verið úthlutað tollkvótum
fyrir innflutningi á 173,5 tonnum
af búvörum frá ESB á fyrstu sex
mánuðum ársins 2024, þar af 110
tonnum af svínakjöti.
Starfsemi eignarhaldsfélagsins
LL42 eru fjárfestingar í hlutabréfum
og verðbréfum samkvæmt árs-
reikningi. Félagið er í hundrað
prósenta eigu Stjörnugríss hf. sem
er rekstraraðili sjö svínabúa hér á
landi. Geir Gunnar Geirsson er
stjórnarformaður beggja félaga.
Yfir 600 tonn til Innnes
Þá fékk Innnes ehf. úthlutað toll-
kvótum fyrir innflutningi á rúmum
290 tonnum af búvörum við niður-
stöðu síðustu tilboðsmarkaða, þar af
fyrir 85 tonnum af ostum og ystingum,
50 tonnum af nautgripakjöti og 61
tonni af alifuglakjöti.
Áður hafði félagið hlotið tollkvóta
fyrir innflutningi á tæpum 319
tonnum af búvörum frá ESB á
fyrstu sex mánuðum ársins 2024.
Eignarhaldsfélagið Innnes rekur
heildverslun með vörur til sölu í
verslunum og til stóreldhúsa. Félagið
er í 100 prósenta eigu Dalsnes ehf. og er
Ólafur Björnsson einn eigandi þess.
Matvöruverslanir fengu tollkvóta
Heildverslunin Aðföng fékk úthlutað
tollkvótum fyrir innflutningi á 252
tonnum af búvörum nú en hafði
áður verið úthlutað tollkvótum fyrir
innflutningi á rúmum 150 tonnum á
fyrstu sex mánuðum ársins frá ESB.
Aðföng er í eigu Haga hf. sem
rekur m.a. matvöruverslanirnar
Bónus og Hagkaup, Olís og ÓB
stöðvarnar og fyrirtækin Eldum rétt
og Bananar ehf. en það síðastnefnda
fékk úthlutað tollkvótum fyrir
innflutningi á 10 tonnum af sérostum.
Krónan ehf. fékk úthlutað toll-
kvótum fyrir innflutningi á 260,5
tonnum af landbúnaðarvörum frá
1. júlí 2024 og hafði áður fengið
úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi
á 390,5 tonnum af búvörum á fyrstu
sex mánuðum ársins.
Í gögnum matvælaráðuneytisins
um úthlutun tollkvóta á
landbúnaðarvörum sést að Ekran
fékk úthlutað ESB og WTO kvótum
fyrir innflutningi á 222 tonnum af
búvörum en hafði áður fengið
úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi
á 215 tonnum á fyrstu sex mánuðum
ársins frá ESB.
Nýr innflutningsaðili
Háihólmi ehf. er fyrirtæki sem fékk
í fyrsta sinn úthlutað tollkvótum
í fyrra. Félagið er skráð sem
heildverslun sem sinnir smásölu á
kjöti og kjötvöru í sérverslunum.
Frá stofnun þess í fyrra hefur
félagið fengið úthlutað tollkvótum
fyrir innflutningi á nær 370 tonnum
af kjöti, þar af um 144 tonnum af
nautakjöti. Birgir Karl Ólafsson er
einn eigandi félagsins en hann átti
það ásamt Ólafi Þór Jóhannessyni
og Árna Pétri Jónssyni, fyrrverandi
forstjóra Skeljungs, þar til í nóvember
síðastliðnum.
Önnur fyrirtæki sem fengu
úthlutað tollkvótum samkvæmt
tilkynningu matvælaráðuneytisins
voru félögin Danól, Garri, Heim-
kaup, Kjötmarkaðurinn, Lífland,
Market ehf, Mini Market, Mój
Market, Nathan & Olsen, OJK-
Ísam, OMAX, Samkaup, Sláturfélag
Suðurlands og Sólstjarnan.
/ghp
Tollkvótar:
Rekstraraðilar svína- og
alifuglabúa fengu mest
Veðuröfl
Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu.
Forsetakosningar eru afstaðnar með afgerandi kjöri konu sem mun
taka að sér embættið að minnsta kosti næstu fjögur ár. Eldgos sem hófst
á Reykjanesskaga árið 2021 mun mögulega standa í mörg ár í viðbót
með tilheyrandi raski og eftirsjá þeirra sem sjá að baki heimabyggð.
Svo koma þau alltaf, þessi svikavor, sem daðra við lífið og vekja
von en slá svo alla út af laginu með óskunda. Hegðun veðuraflanna
var frekar ruddaleg í síðustu viku og skilur eftir sig illa leikin tún,
tóm hreiður, þjakaðan búpening og úrvinda bændur.
Í þessu tölublaði má lesa hvernig óveðrið lék menn, dýr og jarðnæði
illa. En rösk afstaða stjórnvalda, í formi þverfaglegs viðbragðshóps sem
kortleggur tjón og skipuleggur úrræði við bráðavanda í landbúnaði vegna
kuldatíðarinnar, er fagnaðarefni.
Ásta F. Flosadóttir, sauðfjárbóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi og
stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá BÍ, brýnir fyrir bændum að draga
það ekki að óska eftir aðstoð ef í harðbakkann slær.
„Það veldur miklu álagi að hafa
takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum
sínum. Við getum ekki stjórnað
veðrinu, við getum bara stjórnað eigin
viðbrögðum við því. Og menn eru
kannski ekki í sínu besta formi til að
bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri
miklu vinnutörn sem sauðburður er.
Það var harður biti að kyngja að trúa
veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón.
Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en
heildarumfangið hjá sauðfjárbændum
kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli
í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvarpi
verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt,“ ritar Ásta og minnir
á Bændageð – verkefni til vitundarvakningar um andlega heilsu bænda.
„Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri
vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja
ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega
stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir
um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda?“
spyr Ásta.
Sumt vinnur gegn okkur og íslenskt vor er einfaldlega heilmikill
skítakapítuli. Við stjórnum ekki náttúrunni, en höfum lært að lifa með
henni og hún gefur líka til baka. Þó að þetta vor sé svolítið seint á ferðinni
gefur veðrið nú til kynna að margt standi til bóta. Hjarta okkar slær með
fólki sem á um sárt að binda. Fögnuður okkar er yfir því sem vel er gert,
líka í harðindum.
Guðrún Hulda Pálsdóttir
ritstjóri.
Sumt vinnur
gegn okkur og
íslenskt vor
er einfaldlega
heilmikill
skítakapítuli ...
Pantaðu á
bustolpi.is
HEYVERKUNAR-
EFNI FRÁ ECOSYL
Fyrir lystugra fóður
Matvælaráðuneytið úthlutaði tollkvótum fyrir innflutningi á tæplega 2.000 tonnum af kjöti á grundvelli samninga
við ESB, WTO og EFTA á dögunum. Mynd / Markus Spiske
Bændablaðið kemur næst út
27. júní