Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 49
49SkoðunBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is
Rafmögnuð
gæði
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí sl. að vísa skipulagstillögu vegna
nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit,
í auglýsingu skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið nær yfir 18,5 ha. svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12 og að litlum hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði.
Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir 35 lóðum fyrir íbúðarhús og verður aðkoma að svæðinu frá Veigastaðavegi.
Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi,
milli 13. júní og 25. júlí 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar,
www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 623/2023.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum
á framfæri til 25. júlí 2024.
Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu
rafrænna skilríkja.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar,
Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit
Auglýsing deiliskipulagstillögu
Eigum til sölu nokkra notaða 40 feta frystigáma, sem
seljast sem einangraðir gámar. Tilvaldir fyrir þá sem
vantar auka geymslupláss til lengri eða skemmri tíma.
REYNSLUMIKLIR
GÁMAR TIL SÖLU
Sími 568 0100 | stolpigamar.is
um að heimila kjötafurðastöðvum
að renna saman án eftirlits byggist
á misskilningi og ófullnægjandi
upplýsingum.
Eftirlit Samkeppniseftirlitsins
í samrunamálum beinist ekki síst
að því að ganga úr skugga um að
viðskiptavinir, í þessu tilviki m.a.
bændur, verði ekki fyrir tjóni af skertri
samkeppni og eftir atvikum njóti
þeirrar hagræðingar sem að er stefnt.
Í ljósi þessara ríku hagsmuna bænda
þekkist hvergi að samrunaeftirliti sé
kippt úr sambandi, líkt og hér hefur
verið gert. Ekkert nágrannaríkja okkar
telur það til hagsbóta fyrir bændur
og neytendur að afurðastöðvar geti
runnið saman án nokkurrar hindrunar
og myndað einokun.
Mikilvægt er því að endurskoða
undanþáguheimildina að þessu leyti.
5. Ganga þarf úr skugga um að
undanþáguheimildirnar sam-
ræmist alþjóðaskuldbindingum
Í álitsgerð dr. Carl Baudenbacher,
sem áður er getið, er því slegið
föstu að Ísland hafi fullt frelsi til að
setja eigin reglur um framleiðslu og
vinnslu kjötafurða og annarra afurða
sem sérstaklega eru undanskilin
EES-samningnum, þ.m.t. varðandi
undanþágur frá samkeppnisreglum.
Um þetta er enginn ágreiningur,
svo ég viti til. Ísland er augljóslega
ekki bundið af því hvernig ESB
eða Noregur haga sínu regluverki í
landbúnaði.
Það er hins vegar staðfest í
álitsgerðinni að svigrúmið takmarkast
við þá starfsemi og afurðir sem
sérstaklega eru undanskildar EES-
samningnum. Nefna má að tilteknar
landbúnaðarafurðir falla innan
gildissviðs EES-samningsins.
Staðreyndin er sú að við breytingar
atvinnuveganefndar á frumvarpinu
var ekki gengið úr skugga um
þetta. Í bréfi matvælaráðuneytis til
atvinnuveganefndar Alþingis, frá
8. apríl sl., er bent á að „áhrifamat
hins upprunalega frumvarps nær
ekki til svo víðtækra breytinga líkt
og ákveðið var að gera á lögunum í
meðförum þingsins“.
Það er því ekki búið að svara
þeirri spurningu hvort undanþágu-
heimildirnar, eins og þær eru útfærðar,
sé samþýðanlegar EES-samningnum.
Nýlega hefur verið greint frá því að
Eftirlitsstofnun EFTA hafi snúið sér til
matvælaráðuneytisins og óskað eftir
skýringum á þessum breytingum á
búvörulögum.
Gera verður kröfu til þess að
Alþingi taki skýra afstöðu til þessa.
6. Hlusta þarf eftir sjónarmiðum
bænda sjálfra
Allt of margir virðast nálgast
umræðuna þannig að hafa þurfi
vit fyrir bændum. Ég legg til að
stjórnvöld tali meira við bændur
sjálfa í staðinn fyrir að tala yfir þá.
Þetta hefur Samkeppniseftirlitið
reynt að gera, m.a. með því að
láta framkvæma viðhorfskannanir
þar sem bændur lýsa persónulegri
afstöðu sinni til álitaefna. Þessar
kannanir færa okkur heim sanninn
um að bændur eru upp til hópa
framsæknir og vilja nýta krafta
samkeppninnar sér í hag.
Þar birtist oft afstaða sem er ólík
þeirri sem talsmenn og aðrir þjónar
hagsmunasamtaka vilja halda á lofti.
Gangi ykkur allt í haginn.
Höfundur er forstjóri
Samkeppniseftirlitsins.
Ég legg til
að stjórnvöld tali
meira við bændur
sjálfa í staðinn
fyrir að tala
yfir þá ...