Bændablaðið - 13.06.2024, Page 48

Bændablaðið - 13.06.2024, Page 48
48 Skoðun Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Annað bréf til bænda: Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda F o r m a ð u r a t v i n n u v e g a - nefndar Alþingis svaraði í fram- haldinu með grein í Bændablaðinu þann 30. maí sl. Í síðustu viku birtu Samtök fyrirtækja í land- búnaði (SAFL) álitsgerð dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, en samtökin báðu um álit hans á samspili EES- samningsins og landbúnaðar á Íslandi. Skrifaði framkvæmdastjóri SAFL grein um þetta í Morgunblaðinu þann 6. júní sl. Þessi greina- og álitsgerða- skrif gefa mér tilefni, í þágu upplýstrar umræðu, til að árétta nokkur atriði. Hafa ber í huga í þessu sambandi að það er hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á það sem aflaga fer, sbr. 8. gr. samkeppnislaga. Að mati Samkeppniseftirlitsins hefur umræðan eftir lögfestingu undanþáguheimildanna fært okkur heim sanninn um mikilvægi þess að Alþingi taki málið að nýju til ítarlegrar umfjöllunar, hið fyrsta. Í þeirri umfjöllun verði hagsmunir bænda og neytenda settir í forgrunn, í stað einangraðra hagsmuna kjötafurðastöðva og stjórnenda þeirra. Ástæðurnar eru m.a. þessar: 1. Undanþágur þurfa að styrkja stöðu bænda, en ekki veikja Nýsamþykktar undanþágu- heimildir veikja stöðu bænda þvert á markmið undanþáguheimilda í nágrannalöndum, en þar taka þær til fyrirtækja bænda og beinast að því að styrkja stöðu bænda gagnvart viðsemjendum sínum. Formaður atvinnuveganefndar lýsir því í grein sinni að allt tal um aukin völd bænda í kjötafurðastöðvum sé „innantómt hjal“. Nefnir hann þessu til stuðnings að aðeins þrjár starfandi kjötafurðastöðvar hefðu getað nýtt sér undanþáguheimildirnar samkvæmt frumvarpinu eins og það var lagt fram af matvælaráðherra. Ummæli formannsins benda til þess að á þessum rökum hafi atvinnu- veganefnd tekið ákvörðun um að hverfa frá því meginmarkmiði upp- haflegs frumvarps að styrkja samnings- stöðu bænda. Þessi í stað var ákveðið að láta undanþáguheimildirnar ná til afurðastöðva sem ekki voru í eigu bænda og þeim veitt sjálfdæmi um samruna og samráð sín á milli. Var þetta gert án tillits til eignarhalds og stjórnunar á afurðastöðvum, og án þess að aðrar varnir kæmu í staðinn. Í greininni lýsir formaðurinn því að t.d. hafi ekki verið kveðið á um opinbera verðlagningu af því að ákveðið hafi verið að „treysta [því] að afurðarstöðvarnar myndu skila hagræðingunni til bænda.“ Vandinn hér á landi er að bændur hafa vegna ýmissa atvika misst yfirráð sín yfir kjötafurðastöðvum sem þeir byggðu upp. Löggjafinn hafði tækifæri til þess að leiðrétta þetta, með því að heimila undanþágur, en þó með því skilyrði að bændur færu með völdin í viðkomandi afurðastöðvum. Þannig þyrftu t.d. KS, SS eða Norðlenska- Kjarnafæði að gera tilteknar og nánar útfærðar breytingar á eignarhaldi, yfirráðum eða annarri stjórnun, ef stjórnendur þeirra ætluðu sér að nýta sér undanþáguheimildirnar. Slík útfærsla hefði fært bændum aukin völd til að ráða yfir hagsmunum sínum. Með lagabreytingunni er hagsmunum bænda, og þar með neytenda, stefnt í hættu. Brýnt er að taka þetta að nýju til umfjöllunar á vettvangi Alþingis. 2. Gildandi undanþágur eru of víðtækar og opnar fyrir túlkun Samkeppniseftirlitið hefur bent á að undanþáguheimildir búvörulaga geti mögulega náð til og haft skaðleg áhrif á samkeppni í nátengdri starfsemi eins og í sölu aðfanga til bænda (t.d. áburði) eða innflutningi og útboðum á tollkvótum. Framkvæmdastjóri SAFL leggur á það áherslu í grein sinni að undanþágan taki einvörðungu „til slátrunar og/eða vinnslu kjötafurða og afleiddra afurða, ekki til annarrar vöru eða þjónustu“. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis er sama sinnis og telur mig halda „falsfréttum á lofti“. Það er jákvætt að þetta sé skilningur þeirra sem tala fyrir og verja nýsettar undanþáguheimildir. Áhyggjur Samkeppniseftirlitsins lúta hins vegar að því að undanþáguheimildirnar eru opnar fyrir víðari túlkun, enda heimila þær „annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara“. Samkeppniseftirlitið hefur í gegnum árin öðlast reynslu af því að sjá fyrir málsvarnir fyrirtækja sem eru til rannsóknar. Komi til rannsóknar, er líklegt að kjötafurðastöðvar muni láta reyna á víða túlkun þessara ákvæða. Það hjálpar ekki að nefndarálitið sem skýrir ákvæðin er misvísandi og óskýrt. Vegna þessa er mikilvægt að undanþáguheimildirnar verði teknar aftur til umfjöllunar á Alþingi og útfærðar betur, að höfðu samráði við sérfræðinga og hagsmunaaðila, þar á meðal bændur. Í því efni þarf m.a. að taka afstöðu til þess hvort og með hvaða hætti kjötafurðastöðvar eða fyrirtækjasamstæður þeirra geta nýtt sér undanþáguheimildirnar, en verið á sama tíma á meðal stærstu innflytjenda á kjöti. 3. Eftirlit með skilyrðum búvöru- laga er án heimilda og afleiðinga Formaður atvinnuveganefndar leggur í grein sinni áherslu á mikilvægi þeirra skilyrða sem sett eru fyrir undanþáguheimildunum. Í fyrri sjónarmiðum hef ég viðrað áhyggjur eftirlitsins að því að þau skilyrði muni duga skammt. Samkvæmt nýsamþykktum breytingum á búvörulögum er Sam- keppniseftirlitinu falið að hafa eftirlit með því að þessum skilyrðum sé fylgt. Atvinnuveganefnd láðist hins vegar að huga að lagaheimildum til grundvallar þessu eftirliti. Þannig er t.d. ekki kveðið á um heimildir Samkeppniseftirlitsins til þess að beita ákvæðum samkeppnislaga við öflun upplýsinga og ekki kveðið á um skyldur afurðastöðva til að afhenda upplýsingar. Þá er ekki kveðið um heimild til beita viðurlögum eða mæla fyrir um breytingar. Brot á skilyrðunum hafa því ekki neinar afleiðingar samkvæmt lögunum. Af þessum sökum er eftirlit með skilyrðunum merkingarlítið. Brýnt er því að taka nýsamþykktar undanþáguheimildir aftur til um- fjöllunar á Alþingi og útfæra þær betur, að höfðu samráði við sérfræðinga og hagsmunaaðila, þar á meðal bændur. 4. Engin rök eru fyrir því að afurðastöðvar séu undanþegnar eftirliti með samrunum Í grein formanns atvinnu- veganefndar birtist alvarlegur misskilningur um tilgang og tilhögun eftirlits með samrunum fyrirtækja. Umfjöllunin gefur tilefni til þess að ætla að ákvörðun löggjafans Páll Gunnar Pálsson. STÁLGRINDARHÚS STÖÐLUÐ Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu- og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Hafðu samband: bondi@byko.is Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhyggjur Samkeppniseftirlitsins af nýsamþykktum breytingum á búvörulögum, þar sem lögfestar voru undanþáguheimildir kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum. Beinast áhyggjur eftirlitsins ekki síst að stöðu bænda. Við byggjum á áralangri reynslu á því sviði. Björgvin Guðjónsson, búfræðingur og löggiltur fasteignasali, s. 510-3500 eða 615-1020, bjorgvin@eignatorg.is E i g n a t o r g b ý ð u r s é r h æ f ð a þ j ó n u s t u v i ð v e r ð m ö t o g s ö l u á b ú j ö r ð u m o g ö ð r u l a n d i , m e ð e ð a á n r e k s t r a r. Brot á skil- yrðunum hafa því ekki neinar afleiðingar sam- kvæmt lögunum...

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.