Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 4

Bændablaðið - 13.06.2024, Qupperneq 4
4 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 ÍSLENSKA ÁBURÐARFJÖLSKYLDAN FÆST Í VERSLUNUM UM LAND ALLT! Leiðrétting: Rangur myndatexti Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins árið 2023 birtist meðfylgjandi mynd undir liðnum „Gamla myndin“ með myndatextanum: „Frá Búnaðarþingi 1949 sem haldið var á Egilsstöðum.“ Guðsteinn Hallgrímsson frá Teigarbóli á Fljótsdalshéraði hefur bent ritstjórn Bændablaðsins á að þar hafi verið farið með rangt mál. Hið rétta sé að myndin var tekin á Þingvöllum af bændum frá Fljótsdalshéraði og nágrenni í ferð á vegum Búnaðarsambands Austurlands sem farin var um Suðurlandið árið 1954. Nokkrir þeirra sem eru á myndinni eru Guðsteini kunnugir, þar á meðal faðir hans. /ál Nýir liðsmenn Bændablaðsins Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfimi eru nú gerð skil í meira mæli og hægt að glöggva sig á eftirtektarverðum töktum í bridds og skák. Björn Þorláksson er umsjónarmaður briddsþáttar en hann fylgist grannt með mótum sem fara fram víða um land á vegum Bridgesambands Íslands og tekur áhugaverða leikmenn gjarnan tali. Netfang Björns er bjornthorlaksson@gmail.com Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Lyngbrekku, er umsjónarmaður skákþáttar. Hann er formaður skákfélagsins Goðans í Þingeyjarsýslu og er þar að auki þekkingarbrunnur. Hann rifjar upp athyglisverðar skákir, lesendum til yndis- auka. Netfang Hermanns er lyngbrekku@simnet.is Þá mun Bændablaðið njóta krafta Bryndísar Sigurðardóttur á næstunni. Hún er reynslumikill blaðamaður sem rak m.a. fjölmiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði um árabil. Hún mun í sumar ferðast vítt og breitt um landið og taka hús á áhugaverðum viðmælendum. Netfang hennar er bryndis@yfirlit.is Þau Bryndís, Björn og Hermann bætast í öflugan hóp einstaklinga sem leggja til hið fjölbreytta efni sem nálgast má í Bændablaðinu og við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa. /ghp Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson. Með breytingum á búvörulögum hefur kjötafurðastöðvum á Íslandi verið veitt undanþága frá samkeppnislögum um að hafa með sér samstarf og til að sameinast. Mynd / smh ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum – Staðfest að Ísland hefur rétt á að setja undanþáguákvæði Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlits- stofnun EFTA, erindi til matvæla- ráðuneytisins þar sem óskað er eftir skýringum á nokkrum atriðum í tengslum við nýsamþykktar breytingar á búvörulögum, en með þeim er kjötafurðastöðvum veitt undanþáguheimild frá sam- keppnislögum til samvinnu og sameiningar. Í erindinu er þess getið að ESA hafi verið gert viðvart um breytingarnar sem urðu á búvörulögunum. Einnig að matvælaráðuneytið hafi í kjölfarið sent bréf til atvinnuveganefndar, þar sem lýst var áhyggjum af því hvort breytingarnar samræmdust skuldbindingum Íslands gagnvart samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Almennt orðalag eykur á óvissu Fram kemur í erindinu að vinnsla á kjötafurðum falli utan við samkeppnisákvæði EES-samningsins en tekið er fram að öðru máli gildi um aðföng til landbúnaðar, eins og áburð, vélar og olíu. Vegna þess að í undanþáguákvæði búvörulaganna sé almennt orðalag notað, leiki ákveðinn vafi á hversu víðtækt ákvæðið sé. Því er óskað eftir upplýsingum í nokkrum liðum. Til að mynda er beðið um útskýringu á hvort áhrif undanþáguákvæðisins hafi verið metin að fullu og hverjar niðurstöðurnar af því séu, hafi það verið gert. Óskað er eftir upplýsingum um hversu víðtækt ákvæðið sé, því ESA virðist sem svo, við fyrstu sýn, að undanþágan geti náð yfir ýmsa rekstrarþætti afurðastöðva sem geti fallið undir gildissvið EES- samningsins. Þá er ráðuneytið beðið um álit þess á því hvernig uppsetning og starfsemi framleiðendafélaganna, sem undanþágan gildir um, sé hugsuð, þar með talið eignarhald og starfssvið. Í matvælaráðuneytinu er nú unnið að svörum, en óskað var eftir skilafresti hjá ESA til 21. júní. Ótvíræð heimild Í byrjun júní var birt álit Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) kölluðu eftir, um hvort undanþágan um kjötafurðirnar frá samkeppnislögum gengi gegn EES-samningnum. Var það gert vegna álitamála sem spruttu fram í kjölfar lagabreytinganna. Niðurstaða Baudenbacher er að Ísland hafi ótvírætt rétt á að setja undanþáguheimild frá samkeppnislögum, um landbúnaðarafurðir, í sína löggjöf. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland Margrét Gísladóttir, framkvæmda- stjóri SAFL, segir að af álitinu megi skilja að Ísland sé hvorki bundið af EES-samningnum að þessu leyti né af útfærslum annarra aðildarríkja samningsins. „Athuga ber þó að í þeim tilvikum þar sem bókanir eða viðaukar við samninginn innleiða EES-gerðir ber okkur að fara eftir þeim. Í þeim tilvikum er fyrst og fremst um að ræða matvæla- og heilbrigðisreglur. Sú staðreynd að landbúnaður er undanþeginn EES-samningnum með þessum hætti er gríðarlega mikilvæg fyrir Ísland sem og önnur aðildarríki EES-samningsins. Aðstæður og starfsumhverfi er ólíkt eftir löndum, hvort sem er vegna legu landsins, veðurfars, launa- og vaxtastigs, stærðar markaðar eða annað. Það að geta hagað málum þannig að lög og reglur henti aðstæðum hérlendis er því lykilatriði í því að ná settum markmiðum, hvort sem er í búvörulögum, landbúnaðarstefnu eða öðrum tengdum stefnum stjórnvalda.“ Undanþáguheimildin nær eingöngu til kjötafurða Ljóst er að stærstu kjötafurðastöðvar Íslands eru reknar inni í samstæðum þar sem margs konar starfsemi er undir. Í sumum tilfellum landbúnaðartengdum, eins og slátrun, geymsla og flutningur kjötafurða og innflutningur og sala á aðföngum. En í öðrum tilvikum er starfsemin alveg ótengd landbúnaði. Margrét segir ljóst að undan- þáguheimildirnar sem koma inn með breytingum á búvörulögum nái einungis samkvæmt efni sínu til slátrunar og vinnslu kjötafurða og afleiddra afurða, ekki til annarrar vöru eða þjónustu. „Með þessu áliti dr. Baudenbacher er tekinn af allur vafi um að kjötafurðir eru undanskildar EES-samningnum, sem og geymsla og flutningur á þeim. Því hefur íslenska ríkið heimild til að setja undanþágur frá samkeppnislögum varðandi slátrun og vinnslu kjötafurða. Hvað aðrar vörur en kjötvörur varðar sé ég ekki ástæðu til að halda að ekki gildi áfram almennar samkeppnisreglur um þær, samanber þó fyrirliggjandi undanþágu vegna mjólkurafurða. Í þessu samhengi má benda á að þessi nýja heimild, 71. gr. A, er orðuð með sama hætti og sú undanþága sem mjólkurafurðastöðvar á Íslandi hafa búið við í 20 ár og það hefur ávallt verið skýrt að sú undanþága nái ekki til annarra vara en mjólkurafurða.“ Engin krafa um sérstök rekstrarform Varðandi þá spurningu hvort stóru kjötafurðastöðvunum KS og SS sé heimilt að starfa saman innan núverandi rekstrarforms eða hvort stofna þurfi sérstök félög utan um starfsemina sem undanþágan nær til, segir Margrét að það sé afurðastöðvanna að taka ákvörðun um þetta. Engin krafa sé gerð í lögunum um stofnun sérstaks félags, en ekkert komi í veg fyrir það heldur. „Eðli málsins samkvæmt er mjög breytilegt hvað hentar út frá því með hvaða hætti undanþágan er nýtt. Fyrirtækin þurfa hins vegar að uppfylla ákveðin skilyrði til að teljast sem framleiðendafélag og taka skýrt fram í samþykktum félagsins að tilgangur þess sé að starfa sem framleiðendafélag til samræmis við ákvæði 71. gr. A.“ Þá þurfa fyrirtækin sem nýta sér heimildina að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar söfnun, sölu, viðskiptafrelsi og þjónustuþætti. Eitt af álitamálunum sem komu fram eftir lagabreytingarnar var hvort undanþágan veitti heimild til samráðs kjötafurðastöðva um tilboðsgerð í tollkvóta vegna innflutnings á kjötafurðum erlendis frá. Margrét telur að svo sé ekki. „Lögin veita framleiðendafélögum heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötafurða. Ég get því ekki séð að sú heimild nái til tilboðsgerðar í slíka tollkvóta,“ segir Margrét að lokum. /smh Margrét Gísladóttir. Mynd / ANNSY Bændablaðið kemur næst út 27. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.