Bændablaðið - 13.06.2024, Page 57
57Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Hún Edda Margrét er hress og lífleg stelpa
sem hefur gaman af fimleikum og að fara
í tækin í Legolandi!
Nafn: Edda Margrét.
Aldur: 6 ára.
Stjörnumerki: Bogmaður.
Búseta: Hafnarfjörður.
Skóli: Er í Víðistaðaskóla.
Skemmtilegast í skólanum:
Textíll og frímínútur.
Áhugamál: Dýr og blóm.
Tómstundaiðkun:
Fimleikar og selló.
Uppáhaldsdýr:
Panda og lemúr.
Uppáhaldsmatur:
Pitsa með pepperoni.
Uppáhaldslag:Wrecking Ball.
Uppáhaldslitur: Svartur og bleikur.
Uppáhaldsblóm: Fjóla.
Uppáhaldsmynd: Super Mario Bros.
Fyrsta minningin: Fyrsta ferðin í
Húsdýragarðinn 2 ára.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
hefur gert?: Fara í tækin í Legolandi.
Hvað langar þig að verða þegar þú
verður stór?: Vörður í húsdýragarði.
Setja skal inn tölur frá 1-9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Erfinginn:
Blómastúlka
Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á
landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um
síðustu helgi í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Átján sveitir börðust um gullið þótt á
landsmóti sé iðkaður sá forni ungmenna-
félagsvandi sem lýsti
mönnum ljósið í sveitum
landsins forðum, að mestu
varði að vera með. Sveit
UMF Grindavíkur bar sigur
úr býtum.
Eitt af fallegri spilum
sem umsjónarmaður bridds-
þáttarins rakst á í mótinu átti
Ásta Sigurðardóttir, sem
spilaði í kvennasveitinni
Valdísi. Hún var sagnhafi í 4 spöðum í austur
í eftirfarandi spili:
Gegn fjórum spöðum spilaði suður út laufaás.
Skipti svo yfir í tígulgosa til að koma í veg fyrir
að tígultaparar færu í hjartað sem suðri sýndist
líklegast að brotnaði 3-3. Af sögnum að dæma
gat vel hugsast að sagnhafi væri með sex spaða.
Ásta hugsaði sig um eftir tígulsvissið.
Kannski ályktaði hún að gosinn gæti verið
blekkispil, enda líklegra að suður væri með
útistandandi punkta eftir að hafa komið inn á
sagnir með laufsögn. Ásta drap heima, spilaði
laufi og trompaði með drottningu. Tók tvo efstu
í hjarta og trompaði smátt heima í hagstæðri 3-3
hjartalegu. Nú spilaði hún spaða á ás og spilaði
svo fjórða hjartanu, norður má ekki trompa og
kastaði tígli. Ásta kastaði þá síðasta laufinu
heima, suður drap með blankri tíu og spilaði
meira laufi. Ásta drap, lagði niður spaðakóng
og spilaði nú tígli á kónginn.
Í tveggja spila endastöðu átti Ásta heima
níuna blanka í spaða og tígulhund. Í blindum
var fríhjarta og tígull. Hún spilaði nú síðasta
hjartanu úr blindum og norður sá sína sæng
uppreidda með gosa og trompfimmu. Tíundi
slagurinn kom með framhjáhlaupi. 420 og 10
impar inn. NS-karlarnir teknir í bakaríið!
Gaman er að geta þess að sveit Valdísar var
ekki eina hreina kvennasveitin í mótinu, enda
stendur innreið kvenna í briddsinn yfir svo um
munar. Mun fleiri konur eru í hópi nýliða hjá
Bridgesambandi Íslands þessa dagana en karlar.
Verður spennandi að sjá áhrif innrásarinnar til
lengri tíma, því sannarlega er bridds íþrótt fyrir
öll kyn og alla aldurshópa.
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri
Bridgesambands Íslands, hefur rýnt í áhorf
á síðustu leiki Íslandsmótsins í sveitakeppni
sem fóru fram í lok apríl. Leikirnir voru sýndir
á briddsforritinu Bridge Base Online eins og
flestar helstu viðureignir í briddsheiminum
þessa dagana.
„Það er mjög áhugavert að skoða áhorfstölur
á BBO frá Íslandsmótinu í sveitakeppni. Það
horfa yfir 6.500 manns á einstök spil þegar
topparnir eru teknir í hverjum leik. Í heildina
erum við sennilega að tala um vel yfir 10.000
áhorfendur,“ segir Matthías.
Allt bendir til vaxandi áhuga landsmanna á
bridds. Um 20.000 Íslendingar eru samkvæmt
athugunum virkir í spilamennsku en nýliðun
hefur slegið öll met síðustu misseri.
Næsta stórverkefni í íslensku briddslífi er
Evrópumótið. Ísland sendir lið í opnum flokki
og kvennaflokki. Eftir öfluga frammistöðu í
æfingaleik gegn hollensku Evrópumeisturunum
á dögunum ríkir bjartsýni og spenna í herbúðum
briddsara hvað varðar opna flokkinn og kannski
koma íslensku valkyrjurnar sterkar inn einnig.
Áfram Ísland!
Umsjón: Björn Þorláksson,
bjornthorlaksson@gmail.com
Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Björn
Þorláksson.
Það er fátt skemmtilegra í skák en að fórna
drottningu fyrir mát. Það er þó sjaldgæft að
sú staða komi upp og þó nokkur dæmi eru
um að skákmenn, sem hafa fengið upp þannig
stöðu, missa af því og sjá það ekki fyrr en eftir
á, þegar skákinni er lokið.
Aðalsteinn Leifs Maríu-
son, sem á ættir sínar að
rekja í Hlíðskóga í Bárðardal,
tefldi stutta en snarpa skák
fyrir skákfélagið Goðann
á Íslandsmóti skákfélaga
í mars árið 2023. Skákin
endaði með því að Aðalsteinn
mátaði andstæðing sinn í
aðeins 15 leikjum, eftir að
hafa boðið drottninguna
sína á silfurfati í 12. leik.
Andstæðingur Aðalsteins þáði hana ekki, enda
mjög svo grunsamlegt þegar þú færð svona boð
upp í hendurnar. Hann valdi hins vegar ekki
besta leikinn í kjölfarið og flæktist í þvinguðu
mátneti þar sem hann þáði reyndar drottninguna
á endanum, en þá var skákin töpuð.
Þetta var fyrsta kappskák Aðalsteins, en hann
hafði fram að því einungis teflt atskákir eða
hraðskákir.
Skák þessi vakti þó nokkra athygli meðal
liðsfélaga hans því það er sjaldgæft að bjóða
upp á drottningarfórn fyrir mát og hvað þá í
sinni fyrstu kappskák. Aðalsteinn tefldi aðra ekki
ósvipaða skák í október 2023 en reikna má með
umfjöllun um hana síðar.
Ef lesendur Bændablaðsins luma á
áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.
Umsjón: Hermann Aðalsteinsson,
lyngbrekku@simnet.is
Aðalsteinn Leifs Maríuson (Goðinn) var með
svart. Svartur á leik. 12….Dh3! (Hvítur má ekki
drepa drottningu svarts þar sem Bh4 er mát)
13. fxe3 - Bh4+ 14. g3 - Dxg3+ 15. hxg3 -
Bxg3 mát! Eftir 13. leik hvíts verður tap alltaf
niðurstaðan.
Drottningarfórn fyrir mát
Hermann
Aðalsteinsson.
Létt Miðlungs Þung Þyngst
Viltu taka þátt? Hafðu samband.
sigrunpeturs@bondi.is
SUDOKUÞRAUTIR
HUGARÍÞRÓTTIR
Norður
J543
Q65
Q32
Q96
Vestur
AQ
AK1042
K9876
7
Austur
K9876
87
A104
854
Suður
102
J93
J5
AKJ1032
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Tryggvi Ingason, sálfræðingur og briddsmeistari
að vestan, mátti sín lítils í norður meðan
valkyrjurnar í Valdísi náðu framhjáhlaupum og
skærabrögðum við briddsborðið líkt og enginn
væri morgundagurinn. Ásta Sigurðardóttir og
Valgerður Eiríksdóttir voru ánægðar að loknu
dagsverkinu á landsmóti UMFÍ.