Bændablaðið - 13.06.2024, Side 22
22 Fréttaskýring Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Staðreyndin er hins vegar sú
að stöðnun hefur ríkt í innlendri
framleiðslu á útiræktuðu grænmeti,
sem sést þegar skoðaðar eru
framleiðslutölur áranna frá 2017 til
2023.
Í gildandi búvörusamningum
sem voru undirritaðir árið 2016
var þó tiltekið að við endurskoðun
hans árið 2023 hefði framleiðsla
á íslensku grænmeti aukist um 25
prósent, miðað við meðalframleiðslu
áranna 2017 til 2019, í því miði að
auka markaðshlutdeild innlendrar
framleiðslu.
Byrjuðu í einum hektara til
reynslu
Annar öflugur vaxtarsproti úti-
ræktunar er í Vallakoti í Þingeyjar-
sveit, þar sem Indíana Þórsteinsdóttir
og fjölskylda eru að hefja sitt þriðja
ræktunarsumar með óvenju margar
tegundir en þau komu alveg ný og
óreynd inn í greinina sumarið 2022.
Á síðasta sumri var fjölskyldan
með spergilkál, blómkál, grænkál,
hvítkál, rauðkál, gulrófur, rauðrófur,
hnúðkál og sellerí í ræktun. Af
þessum tegundum eru rauðrófur,
hnúðkál og sellerí fágætar innlendar
tegundir á markaði.
Að sögn Indíönu, sem fluttist
með fjölskyldu sinni í heimahagana í
Þingeyjarsveit frá
Noregi og byrjaði
að rækta grænmeti á
bújörð foreldra sinna, er ætlunin
nú að rækta svipað magn og sömu
tegundir og þau voru með í fyrra.
„Fyrir fyrsta sumarið okkar fórum
við í raun út í ferlið án þess að hugsa
mikið um hvernig varan yrði seld.
Við byrjuðum í einum hektara til þess
að prófa og vorum þokkalega róleg
yfir sölumálum. Hugsuðum okkur
að þetta myndi seljast enda engin í
þessum bransa á svæðinu en gerðum
okkur svo sem ekki grein fyrir magni
af grænmeti sem kemur upp úr einum
hektara. Við vissum af ræktunarstyrk
og höfðum hugsað okkur að sækja
styrki í þróunarverkefni seinna meir.
Við sóttum um styrk hjá Samtökum
sveitarfélaga og atvinnuþróunar
á Norðurlandi vorið 2022 til þess
að breyta parti af ónotuðu fjósi í
pökkunaraðstöðu og vinnslu en
fengum þann styrk þó ekki. Rétt
eftir að við vorum búin að forsá
bauð SFG okkur á fund og vildu fá
okkur í sölufélagið. Mér fannst það
persónulega bara fyndið þar sem við
erum svo lítil. En það hefur borgað
sig að vera þar. Góð þjónusta sem
verður vonandi enn betri núna á
okkar þriðja ári. Við seljum okkar
vörur á Akureyri í gegnum SFG, en
annars staðar seljum við sjálf eins
og í nærsveitum og í heimasölu. Í
fyrra keyptu Bananar slatta af annars
flokks grænmeti hjá okkur sem er vel
og vonumst við til þess að selja enn
meira af þeirri frábæru vöru í ár.“
Nálgast ræktunina sem
mataráhugafólk
Á öðru ræktunarári sínu stækkuðu
Vallakotsbændur ræktarlandið upp
í þrjá hektara og fengu út á það
um eina og hálfa milljón króna í
jarðræktarstyrk.
Indíana útskýrir valið á
ræktunartegundunum þannig
að í raun nálgist þau ræktunina
sem mataráhugafólk, rauðrófu-
og selleríræktunin sé til dæmis
birtingarmynd þess.
„Rauðrófuræktunin er mjög
óalgeng hér en okkur þykir hún
mjög skemmtileg. Við höfum
líka verið að prófa sellerí án þess
að vera með upphitaðan jarðveg.
Það hefur tekist ágætlega. Það vex
ekkert voðalega en hefur verið
mjög bragðgott hjá okkur. Síðasta
haust settum við svo niður slatta af
hvítlauk í tilraunaskyni og við erum
mjög spennt að sjá hvað kemur út
úr því. Við erum mikið matarfólk,
áhugasöm um ræktun og tilraunir
sem og sjálfbærni. Okkur þykir fátt
skemmtilegra en að gleðja fólk sem
getur keypt fjölbreytta og ferska
vöru í matinn hjá okkur.
Ef að það væri ekki svona mikið
vesen myndum við gjarnan vilja hafa
stærri part af akrinum undirlagðan í
alls konar grænmetistegundum. En
til þess þarf réttu græjurnar, eins
og t.d. þvottaaðstöðu fyrir rófurnar
sem við erum því miður ekki með.
Helmingurinn af akrinum hjá okkur
er spergilkál en það er tegund sem
þolir kalda tíð, auðvelt í vinnslu,
selst alltaf og geymist vel. Þessar
tilraunir okkar gefa ekki mikið í
budduna en mikið væri gaman að
rækta rauðrófur á þremur hekturum.“
Verðmætin í hliðarafurðunum
Indíönu er umhugað um hámarks
nýtni og sjálfbærni ræktunarinnar.
„Okkur finnst líka spennandi, en
hefðum líka verið til í betri viðbrögð
yfir því, að nýta akurinn betur eftir
að uppskeru lýkur.
Það liggja nefnilega
þvílík gersemi eftir
niðri á akri þegar við
erum búin að uppskera.
Öll þessi næringarríku blöð
og stilkar sem fáir vilja og
við höfum hvorki efni né tíma
í að nýta sjálf nema aðeins ofan
í kindurnar okkar. Það er hreint
ótrúlegt að ekki sé gert meira við
þessa parta af plöntunum. Það
væri frábært ef einhver væri til í að
nýta þessar aukaafurðir í eitthvert
þróunarverkefni til dæmis.
Síðan auðvitað ætlum við að fara
að vinna úr vörunni okkar. Það er þar
sem áhugi okkar liggur og þar sem
peningarnir eiga heima. Foreldrar
mínir, Jóhanna Magnea og Þórsteinn
Rúnar, hafa selt heimaunnar búvörur
í mörg ár en aldrei úr sínu eigin
grænmeti. Það þykir okkur ótrúlega
spennandi og vonumst við til þess að
geta fengið styrk út á það, eins og til
dæmis til að bæta aðstöðu okkar og
útbúa vinnslu,“ segir Indíana.
Kostnaðurinn við að
byrja að rækta
Indíana telur að breytingarnar sem
urðu á búvörusamningunum leiði
ekki beint til fjölgunar í greininni.
„Því miður held ég að það verði
ekki. Það fylgir því auðvitað
kostnaður að byrja að rækta
grænmeti. Þú þarft að hafa aðstöðu
til þess að forsá í gróðurhúsi, þú
þarft að vinna upp land, kaupa
vélar ef þú átt þær ekki fyrir, mold,
dúka og fleira. Eða ef þú ferð í
grænmetisræktun sem ekki þarf að
forsá fyrir þá þarftu réttu græjurnar
í þvotta og annað.“
Varðandi mögu leikana í íslenskri
útiræktun bendir Indíana á að hér sé
hægt að rækta miklu meira af því
grænmeti sem selt sé innanlands.
„Það ætti auðvitað að vera hvatning
fyrir bændur að prófa nýja hluti
sem og þróa sínar vörur og tala
nú ekki um að kynbæta tegundir
með tilliti til íslenskt veðurfars,
þá myndum við nú öll vinna. Það
hlýtur að vera miklu betra fyrir
okkur öll að við gætum ræktað og
alið mat ofan í okkur sjálf heldur
Vöruúrval
frá Vallakoti.
Indíana Þórsteinsdóttir í Vallakoti.
RAFGEYMAR
FYRIR VORVERKIN
Einn sá allra sterkasti í ræsikrafti!
Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is Liljar Þór Arnþórsson hjálpar til við skurðinn.