Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 52
52 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Orðsins list kemur að
þessu sinni frá Viktoríu
Bjarnadóttur.
Hún fæddist á Bíldudal
1888. Foreldrar hennar voru
Bjarni Friðriksson skipstjóri
og kona hans, Jónína
Eiríksdóttir. Viktoría átti
einn bróður, Aðalbjörn, sem
drukknaði árið 1917.
Viktoría dvaldi einn vetur
í Reykjavík þar sem hún
vann á saumastofu og kynntist
Reykjavíkurlífinu af eigin raun
áður en hún gifti sig fyrir vestan,
Sigurgarði Sturlusyni Hólm.
Þau eignuðust tólf börn. Eftir að
Viktoría var orðin ekkja, árið 1932,
flutti hún aftur til Reykjavíkur,
44 ára gömul, með aldraðan
föður sinn. Þar stofnaði hún
prjónastofuna Iðunni sem hún rak
í meira en áratug en seldi síðan og
fór að sinna öðru.
Viktoría var mjög virk í
félagsmálum, ekki síst bindindis-
málum, og um árabil var hún
formaður áfengisvarnarnefndar
kvenna í Reykjavík og Hafnar-
firði. Vökustundir að vestan, endur-
minningar Viktoríu, er eina bókin
sem hún sendi frá sér. Lýsingar á
aldarfari, mönnum, málefnum og
umhverfi eru ljóslifandi og merk
heimild. Hún mun hafa ætlað sér
að skrifa framhald bókarinnar og
segja þar frá lífi sínu í Reykjavík en
af því varð því miður ekki.
Viktoría lést í Reykjavík 7.
október 1963. /sá
Heimildir: Íslenskar konur,
ævisögur 2002. Skald.is.
Kálfar á floti
Viktoría Bjarnadóttir flutti með
foreldrum sínum frá Vindheimum
að Eysteinseyri í Tálknafirði
vorið 1903. Var það mun stærri og
búsældarlegri jörð en Vindheimarnir,
18 hundruð að fornu mati og greiddi
faðir hennar hana út í gullpeningum.
Fyrir þeim hafði hann unnið sem
skipstjóri hjá Thorsteinsson á
Bíldudal. Eysteinseyri, þá næst
innsti bærinn í sveitinni, var
fyrst búin af Eysteini, leysingja
landnámsmannsins Þorbjörns tálkna
er nam Tálknafjörð.
Vorið sem þau fluttu að
Eysteinseyri var Viktoría ásamt
Aðalbirni bróður sínum að snudda
í kringum búslóðina sem var tilbúin
til flutnings og beðið báts til að flytja
hana frá Vindheimum. Viktoríu
segist svo frá:
„... Mér er minnisstæður
dagurinn sem við Aðalbjörn fórum
frá Vindheimum, en það var hálfan
mánuð af sumri.
Þennan morgun hafði kálfunum
verið hleypt út í fyrsta sinn, en
þeir voru tveir og þurftu auðvitað
að bregða rækilega á leik, er þeir
komust út í heiminn í fyrsta skipti.
Um hádegisbilið urðum við þess
vör, að kálfarnir voru horfnir af
túninu , og fór Aðalbjörn og hinn
drengurinn, sem Kristinn hét, að
svipast um eftir þeim. Leið svo löng
stund, og ekkert bólaði á kálfunum
eða strákunum. Fór ég þá að athuga,
hvað af þeim hefði orðið, og sá þá
strákana úti við læk, niður undir sjó,
en kálfana sá ég hvergi. Gekk ég til
strákanna og spurði þá um kálfana.
Varð Kristinn fyrir svörum og sagði:
„Þeir eru að synda þarna út
frá hjá fuglunum. Þeir hafa bara
gott af því; þetta gera gæsirnar á
Patreksfirði.“
Sá ég þá hvar kálfarnir voru
á sundi úti á firði – höfðu þeir
hlaupið í sjóinn undan strákunum.
Aðalbjörn komst fram á snös á móts
við þá og kastaði fyrir þá grjóti, og
að endingu komu þeir svamlandi að
landi, og voru þeir orðnir heldur en
ekki dasaðir. Var annar orðinn svo
máttfarinn, að við urðum að sækja
handbörur til þess að bera hann
heim. ...“
Vökustundir að vestan,
Ísafoldarprentsmiðja, 1958, bls. 56-7.
Tálknfirskir sundkálfar
Bjargey Anna Guðbrandsdóttir
hefur vakið athygli með litlum
útsaumsverkum þar sem ýmsum
áleitnum og ögrandi skilaboðum
kvennabaráttunnar er haldið á
lofti. Verkefnið sitt kallar hún
Píkusaum.
„Mig langaði að leggja eitthvað
af mörkum, eitthvað annað en bara
læka á Facebook. Þetta er mín leið til
að tjá mig, koma mínum skoðunum á
framfæri. Vera með femínísk skilaboð
og aktífisma án þess að hrópa á
torgum. Mér fannst líka
svo viðeigandi að nota
þetta kvenlega
handverk í
ba rá t tuna ,
mig langaði
ekki að
sauma bara
e i t t h v a ð
h e l d u r
eitthvað með
skilaboð, taka
þátt,“ segir hún.
Handíðir í
heimsfaraldri
Bjargey Anna er
sveitastúlka þó
hún hafi á sínum
fullorðinsárum
lifað og starfað
utan sveitarinnar,
hún er fædd á
Mel á Mýrum
árið 1976 en
skottaðist svo
þremur árum síðar
með foreldrum og
þremur eldri systkinum yfir
á næsta bæ, Staðarhraun, þar sem
í hópinn bættust fjögur börn. Bjargey
er líffræðingur með mastersgráðu í
stjórnun og stefnumótun.
„Þetta byrjaði
nú bara alveg
óvart,“ segir Bjargey
en þannig háttaði til í
Covid að litlar systurdætur
hennar voru að sauma út í púða
og í kjölfarið fann hún í pússi sínu
gamalt óklárað saumaverkefni og
lauk við það.
Þetta kveikti áhuga hennar og á
vafri um veraldarvefinn uppgötvaði
hún að margar konur úti um allan
heim eru að vinna með slagorð
kvennabaráttunnar í útsaumi af öllu
tagi. Hugmyndin er því ekki hennar
að öllu leyti en engu að síður bætir
hún við eigin hönnun og íslenskum
slagorðum, notar gamlar íslenskar
uppskriftir og saum, til dæmis
riddarasaum.
„Sísí Ingólfsdóttir með
sína frábæru afsakið seríu
var svo auðvitað líka
innblástur fyrir mig,“
segir Bjargey.
Saumar ekki
hvað sem er
Þó uppistaðan
í Píkusaumi séu
kvenleg baráttu-
slagorð þá berast
Bjargeyju óskir um ýmiss
konar sérsaum. „Ég sauma
ekki hvað sem er, það verður að
samræmast gildum mínum en
ég hef svo sem ekki verið
beðin um að sauma neitt
hræðilegt.“ Hún nefnir
sem dæmi verk sem hún
saumaði fyrir Bistro í
Borgarnesi, „Bjórinn
blessi heimilið“. Eins
hefur hún verið beðin
um að sauma „Vísindin
blessi heimilið“. Af
hefðbundum verkum
Píkusaums er „Ég þori,
get og vil“ vinsælast. „Fokk
feðraveldi“ gengur líka vel út,“
segir saumakonan sposk.
Bjargey hefur líka gert tilraunir
með að sauma út eftir myndum
og hefur með frábærum árangri
saumað út fallega andlitsmynd af
Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég er
feimin við að kalla mig listakonu
en það felst í þessari vinnu mikil
sköpun og tjáning,“ segir hún og
er ánægð með góð viðbrögð sem
hún hefur fengið með uppátækinu.
Hún fær sendar hugmyndir en það
eru auðvitað einhverjir sem eru
feimnir við orðið „Píkusaumur“
og þó ótrúlegt sé birtist það mest
í börnunum, systkinabörnum
Bjargeyjar, sem sótroðna við að
þurfa að nota orðið píka og hefur
Bjargey lúmskt gaman af því.
Píkusaum má finna á
Facebook og Instragram
og næstu verkefni
þessarar laghentu
jafnréttiskonu er
að setja saman
pakka með
efnum og
uppskriftum
svo aðrir geti
hagnýtt getu
sína í sauma-
skap eftir
hugmyndum
Bjargeyjar.
Bryndís Sigurðardóttir
bryndis@yfirlit.is
Handverk:
Femínískur
krosssaumur
Notaðir bílar
Opnunartímar:
Virka daga 9 til 17 og laugardaga 12 til 16
Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Jeep Compass S 4X4 Phev, ‘22, sjálfskiptur,
ekinn 61 þús. km. Verð: 4.990.000 kr.
SsangYong Rexton, ‘16, sjálfskiptur,
ekinn 193 þús. km. Verð: 2.690.000 kr.
Hyundai Tucson Classic Phev, ‘22, sjálfskiptur,
ekinn 64 þús. km. Verð: 5.490.000 kr.
558228 343166 549231
SsangYong Korando,‘21, sjálfskiptur
ekinn 120 þús. km. Verð: 2.290.000 kr.
SsangYong Rexton Adventure, 4x4, ‘23,
sjálfsk., ekinn 45 þús. km. Verð: 8.990.000 kr.
Jeep Wrangler Rubicon Unl. 4X4, hybrid, ‘22,
sjálfsk., ekinn 33 þús. km. Verð: 12.290.000 kr.
116533 989124 203810
Meira úrval á
notadir.benni.is
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. Úrval jeppa í ferðalagið
Bjargey Anna Guðbrandsdóttir fór að sauma út af krafti
í Covid-faraldrinum. Verk hennar með hinum ýmsu
baráttuslagorðum hafa vakið lukku. Myndir / Aðsendar