Bændablaðið - 13.06.2024, Page 37

Bændablaðið - 13.06.2024, Page 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Viðtal Fyrsta okks ítalskar útiísar Gæddu garðinn, útisvæðið, svalirnar eða innkeyrsluna nýju lí 2-3cm þykkar útiísar frá Casalgrande Padana og DelConca sem hægt er að líma niður, leggja í sand eða setja á hæðarstillandi stóla. Verið velkomin í Flísabúðina og fáið ráðgjōf sérfræðinga okkar. Stórhöfða 21, 110 Reykjavík | 545 5500 | flis@flis.is | flisabudin.is dómnefndum þar sem fólki er róterað á milli nefnda til að skapa umræðu innan hópsins en það er einn af þeim þáttum sem leiðir til betra samræmis. Við höfum líka fækkað þeim sem eru formenn á heimsvísu og haft það eins lítinn hóp af fólki og hægt er. Við viljum að dómararnir okkar séu lítill hópur af vel þjálfuðu fólki og það er staðan. Við erum með fólk sem er að pæla í hrossum alla daga og er það afar verðmætt,“ segir Þorvaldur. Dómarar fara á þriggja daga samræmingar- og endurmenntunar- námskeið annað hvert ár. Íslenski hópurinn hittist árlega og var þetta þriðji veturinn í ár þar sem dómarar dæmdu hross eftir myndböndum og sendu síðan inn dóma sína. Farið var svo yfir sýningarnar á sameiginlegum netfundi. „Þannig hefur sannarlega verið bætt í hvað samræmingu varðar á síðastliðnum árum. Við erum alltaf að reyna að sækja fram og bæta samræmið. Samræmið hafði riðlast aðeins 2020 eftir að nýi skalinn var tekinn upp eins og eðlilegt er. Þetta er hins vegar stanslaust verkefni sem við erum mjög meðvituð um, tökum alvarlega og erum að reyna bæta.“ Afkvæmasýningar stóðhesta hápunktur Landsmóts Landsmót hestamanna í Reykjavík er fram undan en rúmar tvær vikur eru til stefnu. Vorsýningar fara vel af stað og nú þegar er þremur kynbótasýningum lokið hérlendis. „Sumarið blasir mjög vel við mér. Mikill áhugi er á kynbótasýningum og búið er að skrá 1.200 hross sem er á pari við okkar bestu Landsmótsár sýnist mér. Landsmót er alltaf mikið tilhlökkunarefni. Afkvæmasýningar eru mitt uppáhald enda kjarni hrossaræktarinnar. Þessar sýningar veita okkur miklar upplýsingar um hvaða eiginleika hestarnir eru að gefa og hvað einkennir helst þeirra afkvæmi.Því hefur verið velt fram að auka kröfurnar til að ná fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi en ég tel að svo eigi ekki að gera því við viljum ekki fresta því að sjá afkvæmahópana. Það er áhugavert að sjá hestana sem fyrst og sjá hvernig týpur þeir eru að gefa. Það eru góðir afkvæmahópar stóðhesta sem við eigum von á á Landsmóti í júlí.“ Metnaðarfull ræktun Næg verkefni eru fram undan hjá hrossaræktarráðunaut og greinilegt að hann horfir björtum augum til framtíðar. „Staðan er mjög góð hjá okkur hrossaræktendum. Það er fullt af fólki sem er að stunda hrossarækt, með mikinn metnað, er að standa sig vel og hugsa fram á veginn. Við sjáum það að við erum að rækta betri og betri hross. Eigum mikið af stóðhestum og ólíkum týpum sem fólk getur valið um. Með svona öflugt fólk, frábæra sýnendur og hrossaræktendur með mikinn metnað er framtíðin björt hjá okkur. Ef við skoðum þær erfðaframfarir sem hafa átt sér stað á undanförnum árum og berum saman við erfðaframfarir í erlendum kynjum, þá er ljóst að íslensk hrossarækt er á heimsmælikvarða. Þetta hefði ekki náðst nema allt hafi hjálpast að; metnaður og framsýni magnaðra ræktenda og gott kynbótakerfi. Þetta þurfum við að halda vel utan um til framtíðar enda er íslenski hesturinn ein helsta menningarafurð sem Ísland hefur heiminum að bjóða.“ Mín draumsýn er að ríkið styðji við kynbótadóma hrossa ...

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.