Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 20
20 Fréttaskýring Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Nýlega bárust fréttir af nípu- ræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sagt frá hvítlauks- ræktun sveitunga þeirra á Neðri- Brekku. Það þykir tíðindum sæta þegar nýjar tegundir eru reyndar í útiræktun grænmetis á Íslandi til almennrar markaðssetningar. Hlutfall innlendrar grænmetis­ framleiðslu á markaði hér á landi, tegundir og uppskerumagn hefur heldur rýrnað á undanförnum árum. Kemur þar ýmislegt til; ódýrt innflutt grænmeti, letjandi stuðningskerfi og lítil nýliðun í greininni, meðal annars. Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi, sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands og skilað var til atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins í febrúar 2021, kemur fram að hlutdeild íslensks grænmetis á markaði árið 2019 hafi verið 43 prósent en 56 prósent tíu árum fyrr. Uppskerumagn svipað frá ári til árs Frá endurskoðun garðyrkju samnings­ ins árið 2020 hafa breytingar verið litlar í grundvallaratriðum á haustupp­ skerutölum, þrátt fyrir markmið í þeim um að við endurskoðun þeirra árið 2023 hefði orðið 25 prósenta vöxtur í framleiðslu á íslensku grænmeti miðað við meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019. Hefur uppskerumagn í úti ræktun frá þeim tíma fremur ráðist af veðurskilyrðum en umfangi ræktunarinnar hverju sinni – og kannski ekki síst af afkomunni í kartöfluræktuninni sem á um helmings­ hlutdeild í heildarframleiðslunni. Styrkhæft land minnkar Við síðustu endurskoðun búvöru­ samninga, sem átti að vera á síðasta ári en lauk í janúar síðastliðnum, urðu afar litlar breytingar á starfsskilyrðum garðyrkjubænda þrátt fyrir ákaft ákall þeirra um aukna hvata til framleiðsluaukningar. Sú eina breyting varð gagnvart bændum í útiræktun grænmetis að það land sem greiddir eru jarðræktarstyrkir út á, minnkar úr hektara lands niður í fjórðung hektara. Tilgangurinn með þeirri breytingu var meðal annars sá að hvetja nýliða til að prófa sig áfram í útiræktun – og fá til þess stuðning – án þess að leggja of mikið undir. Skiptar skoðanir eru um möguleg áhrif þessara breytinga. Sumir bændur sem hafa útiræktun grænmetis að aðalstarfi telja að breytingin geti haft neikvæð áhrif á afkomu þeirra sem fyrir eru í útiræktun grænmetis og sé lítil hjálp fyrir þá fáu sem koma nýir inn. Möguleg neikvæð áhrif og jákvæð Með því að minnka það land sem styrkhæft er má reikna með að fleiri ræktendur sem eru með fremur litla framleiðslu í heildarsamhenginu, eins og í lífrænni ræktun eða þeir sem eru í garðyrkju sem aukabúgrein, sæki um stuðning. Þar sem fjárhæð jarðræktarstyrkja er föst upphæð, er talið að þannig muni stuðningsgreiðslur til þeirra sem hafa útiræktun að aðalstarfi, og framleiða mest, þynnast enn frekar út, eins og öll framleiðsluaukning með stækkun á ræktarlandi leiðir af sér. Aðrir gera lítið úr þeim áhyggjum og segja jákvætt að fleiri bætist við og benda á að þrátt fyrir að tíu ræktendur bætist við með hálfan hektara hver þá telji það lítið inn í heildarsamhengið. Einn af þeim er Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, sem sat í samninganefndinni við síðustu endurskoðun búvörusamninganna. „Við lögðum mikla áherslu á að aukið fjármagn yrði sett í útiræktunina, ekki síst í því ljósi að því hafði verið ítrekað lofað að það ætti að skapa hvata til frekari vaxtar í greininni,“ útskýrir hann. Jarðræktarstyrkir til garðyrkjubænda koma inn 2016 Stuðningsfyrirkomulagið er nefnilega þannig að bændur eru styrktir eftir stærð þess ræktarlands sem er undir hverju sinni, með jarðræktarstyrkjum. Árið 2016 koma slíkir styrkir til garðyrkjubænda fyrst inn í búvörusamningana. Þá fyrst og fremst í þeim tilgangi að ná utan um umfang útiræktunar á Íslandi. Einungis 16 milljónir kr. voru þá til úthlutunar, sem þó var nægilega mikil hvatning til að bændur sóttu um og fengu einhvern stuðning. Hugmyndin var að þetta stuðningsfyrirkomulag myndi, og landsgreiðslurnar, sem greiddar eru út á túnrækt, virka í rammasamningi búvörusamninganna. Axel segir að reynslan af þessu fyrsta ári, þegar jarðræktarstyrkir voru fyrst í boði, hafi sýnt fram á að 540 hektarar voru þá í útirækt á Íslandi. „Þetta gaf Sambandi garðyrkjubænda vogarafl inn í endurskoðun árið 2020. Þá fengust 52 milljónir í viðbót inn í samninginn, það varð til þess að styrkurinn fer að skipta miklu máli fyrir bændur. Árið 2020 fór upphæðin samtals í 68 milljónir og hefur verið uppfærð samkvæmt verðlagi síðan,“ segir Axel. Fjórfalt meira fyrir ofanjarðarræktun Styrkirnir haldast óbreyttir út samningstímann, sem tók gildi 14. maí 2020 og nær til ársloka 2026, og dreifast á milli þeirra garðyrkjubænda sem sækja um vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis. Árið 2022 voru 76 milljónir kr. til úthlutunar fyrir 51 garðyrkjubýli út á um 550 hektara og á síðasta ári 86 milljónir kr. fyrir 50 garðyrkjubýli út á um 568 hektara lands. Greitt er mismikið eftir því hvort ræktað er ofanjarðar eða neðanjarðar. Rótarafurðir eru með stuðulinn 1 og grænmeti sem er ræktað ofanjarðar með stuðulinn 4, sem þýðir að fjórfalt meira er greitt fyrir þær afurðir. Ástæðan er sú að einfaldara er að vélvæða rótarafurðaræktun og mun færri hendur sem þurfa að koma þar að. Ofanjarðar grænmetið er viðkvæmara – það þarf að tína með höndum – og því mun meiri kostnaður á bak við ræktunina á því. Árið 2022 bárust umsóknir fyrir 41,5 hektara lands vegna ræktunar á ofanjarðar grænmeti, en 508 hektara vegna ræktunar á rótarafurðum, þar sem kartöflurækt er langstærst. Á síðasta ári var sótt um styrki fyrir ræktun á 45,7 hekturum á afurðum ofanjarðar, en 522 hekturum vegna neðanjarðar afurða. Hver framleiðandi getur ekki fengið hærri greiðslur samtals en 10 prósent af því fjármagni sem er til ráðstöfunar árlega. STANLEY Háþrýstidæla 150 bör Verð 21.700 STANLEY Háþrýstidæla 170 bör Verð 26.970 STANLEY Háþrýstidælur í sumarverkin verkfæralausnir.is Skútuvogi 1E - Opið mánudaga-fimmtudaga 8:00-18:00 og laugardaga 11:00-15:00 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 Kartöflur 9.000 6.020 8.200 7.379 6.355 7.180 7.290 Gulrófur 930 540 895 940 560 634 638 Gulrætur 750 520 900 738 882 981 1.030 Blómkál 55 47 77 94 118 89 120 Hvítkál 276 154 146 256 214 235 140 Kínakál 50 37 30 81 69 87 57 Spergilkál 68 45 100 90 93 84 104 Rauðkál 55 28 39 58 40 64 30 Samtals 11.184 7.391 10.387 9.636 8.331 9.354 9.409 Uppskerutölur fyrir útiræktun grænmetis. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Teikning / Hlynur Gauti Útiræktun grænmetis: Vanefndir stjórnvalda um betri vaxtarskilyrði – Lítil gátt hefur þó verið opnuð fyrir smáframleiðendur inn í styrkjaumhverfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.