Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 30
30 Viðtal Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Varar við glannaskap í riðuvörnum Þegar Hákon kom á Breiðdalsvík voru 32 sauðfjárbú bara í Breiðdalnum. Svo kom upp riða og olli mjög miklu tjóni. Aðalniðurskurðurinn var árið 1987 en þá var riðan komin á nánast alla bæi í Breiðdal nema þrjá. Hákon segir það hafa verið hryllilegt. „Þegar farið var í niðurskurðinn, sem var óhjákvæmilegt því ella hefði allur búskapur lagst af, var þetta óskaplega sárt og ótrúlegt hvað bændur lögðu á sig í þeim efnum og hvað þeir sættu sig við. Bæturnar voru ekki upp á marga fiska. Allt þurfti að sótthreinsa og urða og gríðarlega mikil verkefni sem fylgdu þessu. Bændurnir voru yfirleitt fjárlausir í tvö til þrjú ár og þetta var náttúrlega gífurlegt áfall fyrir þá. Um eða yfir helmingur þeirra byrjaði aftur, hinir hættu bara,“ lýsir hann. Nú eru verndandi, eða mögulega verndandi, arfgerðir komnar til sögunnar. Hákon var skipaður í sérfræðingahóp sem fjallaði um þau mál fyrir ráðuneytið. „Vonandi að þær skili sér,“ segir hann. „Það er þarna ein tegund sem vísindalega er sannað að vörn er í og verið að reyna að rækta mikið út af því. Fyrstu kindurnar með þessa arfgerð komu frá Þernunesi í Reyðarfirði. Einnig hefur fundist fé með þetta á tveimur bæjum í Dölunum. Þetta er mjög jákvætt. Svo er nú verið í dálítilli tilraunastarfsemi sem ég er ragur við. Það er búið að fórna svo miklu og menn búnir að leggja svo mikið á sig að það má ekki fara út í einhverja ævintýramennsku,“ segir hann með þunga og heldur áfram: „Það er allt í lagi að vera með hugsanlega verndandi arfgerðir þar sem riða hefur aldrei fundist en þetta verður að rannsaka betur áður en farið er að setja hugsanlega verndandi arfgerðir inn á riðusvæði þegar verið er að taka nýtt fé. Það virðist þó vera lítil samstaða um það. Mér finnst þetta svolítill glannaskapur.“ Fræðsla til bænda Hákon hefur ritað og birt fjölmargar fræðslugreinar um dýrasjúkdóma, t.d. varðandi forvarnir og meðhöndlun við orma- og hníslasmiti, bógkreppu í sauðfé og burðarhjálp, svo fátt eitt sé talið. Hann segist snemma hafa lagt sig eftir að sinna sauðfénu því ekki nenni allir dýralæknar að sinna því. Enda kannski lítið orðið annað en símaráðgjöf nema helst á sauðburði. Hann hafi einnig haft ánægju af því að fræða bændur. Sauðfjárskólinn var verkefni sem nokkur búnaðarsambönd á Norður- og Austurlandi komu á fót og RML hélt síðar áfram með. Leitað var til Hákonar með að fjalla um sauðfjársjúkdóma, sem hann og gerði og fjallaði um flesta þekkta sjúkdóma í fé. Hann nestaði svo námskeiðsgesti með fræðsluefninu og segir bændur hafa verið mjög áhugasama. Það sem hafi verið að birtast annað slagið um dýrasjúkdóma, m.a. í Bændablaðinu, sé sprottið frá þessari fræðslu. Hann hefur einnig frætt um sjúkdóma í hreindýrum og var formaður hreindýraráðs í 26 ár. Mikill menningarmaður Hákon er maður ekki einhamur og hefur gjarnan lagt lið menningu, í besta skilningi þess orðs. Hann kom til dæmis að stofnun Breiðdalsseturs árið 2010 og hefur stutt það með ráði og dáð síðan. Setrið, sem er orðið rannsóknasetur Háskóla Íslands, hverfist að miklu leyti um jarðfræði og málvísindi. Hann beitti sér m.a. fyrir því að borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands yrði flutt til Breiðdalsvíkur árið 2017 í tengslum við setrið. Hákon kom einnig að Einarsvöku í Heydölum, til minningar um sr. Einar Sigurðsson, prest í Heydölum 1590– 1626 og eitt afkastamesta sálmaskáld Íslendinga á þeim tíma. Frumkvöðull þess verkefnis var sr. Gunnlaugur Stefánsson, fv. sóknarprestur í Heydölum. Búið var að safna fjármunum, um 20 milljónum króna, til byggingar sérstakrar Einarsstofu við kirkjuna, en fjármununum er af ýmsum ástæðum enn óráðstafað. Hann er mikill bókamaður og þá ekki síður tónlistarunnandi og hefur m.a. sótt óperur og aðra tónleika í Þýskalandi og Austurríki. „Þessi áhugi á klassískri tónlist byrjaði þegar ég var í menntaskóla, en ekki síður á rokkinu. Ég var til dæmis að kaupa mér miða á tónleika með Gildrunni. Annars er Rolling Stones mín hljómsveit,“ upplýsir hann. Hákon er svokallaður Flygilvinur og átti sinn þátt í að tókst að kaupa og borga að fullu glæsilegan Estonia- flygil til tónleikahalds á Breiðdalsvík, þar sem m.a. hafa stigið á svið erlendir einleikarar. Vakað yfir hagsmunum byggðarlagsins Ef undan er skilið starf dýralæknisins er starf Hákonar um áratugaskeið í þágu atvinnulífs og sveitarstjórnarmála á svæðinu þó líklega viðamest. Hann var formaður stjórnar kaupfélagsins á árunum 1978 til 1985 og stjórnarformaður Hraðfrystihúss Breiðdælinga á árunum 1983–1987. Hann hlaut Landstólpann, samfélagsviðurkenningu Byggða- stofnunar, árið 2021. Í umsögn með viðurkenningunni sagði m.a: „Hákon hefur alla tíð látið sig atvinnu- og samfélagsmál í Breiðdal varða. ... Hákon fékk flest atkvæði til sveitarstjórnar í kosningunum 2014 og tók við embætti oddvita Breiðdalshrepps til 2018. Það segir talsvert um stöðu hans í samfélaginu, en þetta voru að mörgu leyti mjög erfið ár í sögu Breiðdalshrepps. Breiðdalshreppur var eitt fyrsta byggðarlagið til að taka þátt í verkefnum Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. ... Hann hefur jafnan verið vakinn og sofinn yfir hagsmunum síns byggðarlags og ekki hikað við að beita sér þegar þess hefur þurft fyrir velferð þess og hagsmunum íbúa.“ Breiðdalshreppur sameinaðist Fjarðabyggð árið 2018. Þyngsli fyrir brjóstinu Um áramótin 2020–2021 fór Hákon á eftirlaun en hefur eigi að síður haldið áfram að sinna dýralæknisþjónustunni. „Mér finnst ég hafa vissar skyldur við þetta fólk sem hefur reynst mér vel í gegnum árin, meðan ég get það,“ segir hann og heldur áfram: „Ég er ráðinn núna í hálft starf sem dýralæknir, eitt ár í senn. Ég hef nú samt verið alveg í fullu starfi þótt það sé látið heita hálft. Og eftir breytinguna 2020 hef ég ekki fengið bakvaktir greiddar, þannig að ég tek bakvaktir hér án þess að fá greitt fyrir það. Ég er þó ekkert að kvarta yfir því, enda kominn á eftirlaun,“ segir hann sposkur. Þegar hann hætti verði dýralæknisþjónustu sinnt frá Egilsstöðum og er þá orðið um verulegan veg að fara í útköll á suðurfirði. Hákon lýkur því senn störfum, í sumar eða í síðasta lagi eftir sauðburð á næsta ári. „Þegar ég hef verið að tala um að hætta, alveg frá því fyrir 2020, fæ ég dálítil þyngsli fyrir brjóstið. Þetta hefur verið mitt líf, mínar ær og kýr alla tíð.“ Það hefur heyrst í umdæmi Hákonar að menn megi ekki til þess hugsa að missa hann úr starfi dýralæknis. Hann segir það nú einkum sprottið af því að ekki komi annar í staðinn þegar hann hætti, frekar en að það snúist um hans persónu. „Þetta er líka erfitt fyrir mig, því eftir öll þessi ár eru þetta orðnir vinir mínir,“ segir hann. Honum þykir vænt um einveruna, leitar á náðir bókmennta og tónlistar, og segist vera orðinn dálítill einfari í eðli sínu. „Þeir sem urðu bestu vinir mínir hér fljótlega eftir að ég kom voru flestir dálítið eða miklu eldri en ég og eru eiginlega allir fallnir frá. Svo ég er mikið einn en finnst engu að síður mjög gaman að hitta fólk. Ég svara alltaf kalli,“ segir Hákon að lokum. Breiðdalsvík er lítið sjávarþorp þar sem búa um 200 manns. Upp af víkinni er Breiðdalur, landmestur dala á Austfjörðum og búsældarlegur. Riðan lék þó sauðfjárbúin í Breiðdal grátt og um helmingur bænda hætti. Hákon hlaut Landstólpann árið 2021 fyrir framlag sitt til samfélagsins. Fyrrum voru tvö togskip gerð út frá Breiðdalsvík. Nú eru bátarnir minni. Hér stendur Hákon við að gefa kú í æð, eitt það algengasta sem dýralæknar gera við meðhöndlun á kúm. Þá er oftast um að ræða doða, Mg-skort, súrdoða eða aðra efnaskiptasjúkdóma. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.