Bændablaðið - 13.06.2024, Síða 1

Bændablaðið - 13.06.2024, Síða 1
11. tölublað 2024 ▯ Fimmtudagur 13. júní ▯ Blað nr. 658 ▯ 30 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Björn Harðarson hefur gegnt embætti formanns deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands frá því í vetur. Hann stundar minka- og kúabúskap í Holti í Flóa og segist bjartsýnn á framtíð minkaræktar þrátt fyrir erfiðleika greinarinnar undanfarin ár. – Sjá nánar á bls. 32–33. Mynd / Ástvaldur Lárusson Halla færir út kvíarnar 12 28 Dýralækningar eru mínar ær og kýr Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á Norður- og Norðausturlandi í síðustu viku sem nú vinnur að mati á heildarumfangi tjóns hjá bændum. Áhrifin leggjast misjafnlega þungt á búgreinar, en ljóst er að slæmar afleiðingar sauðfjárbænda koma ekki að fullu fram fyrr en í haust. Beint tjón varð þó víða, til að mynda hjá þeim sauðfjárbændum sem ekki náðu að taka allt fé á hús, auk þess sem vitað er til þess að folöld hafi orðið úti í einhverjum tilvikum. Í haust munu afleiðingarnar svo fyllilega koma í ljós hjá sauðfjárbændum varðandi vænleika lamba, fjölda sláturlamba og mögulega þörf á endurnýjun á bústofni ef ær hafa gengið of nærri sér í kuldatíðinni. Björn Ólafsson, bóndi á Krithóli og formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, segir að óveðrið hafi gengið yfir stórt svæði á Norður- og Norðausturlandi og telur að það hafi bitnað á um 1.500 bændum, en komið misjafnlega niður á þeim eftir sveitum. Hann segir að þó það sé gott að geta komið sauðfénu inn í hús þegar slíkt óveður skellur á, geti það haft slæm áhrif til lengri tíma litið. Reikna megi með kílói minni fallþunga í haust að meðaltali, vegna áhrifanna á mjólkurlagni ánna af því að þurfa að taka þær af beitinni á þessum viðkvæma tíma lambanna. Heildaráhrif vegna ótíðarinnar almennt eru þó mestmegnis þau að öllum vorverkum seinkar. Hjá grænmetis- og kartöflu- bændum var klaki í jörð víða vandamál lengi vel og því lán í óláni að margir voru ekki búnir með niður- setningu, útplöntun eða sáningu, þegar óveðrið skall á. Uppskeru mun seinka og líkur á minna uppskerumagni en vanalega. Herdís Magna Gunnarsdóttur, nautgripa- bóndi á Egilsstöðum á Fljóts dalshéraði og vara- formaður Bændasamtaka Íslands, segir stöðuna hjá nautgripabændum vera hvað versta á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki sé á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun. Mjólkurkýrnar fari víða seinna út en vant er en það hafi lítil áhrif á þær þar sem þær uni sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið hafi gert holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en að tjónið hafi ekki enn verið metið. Laufey Leifsdóttir, bóndi á Stóru-Gröf í Skagafirði og formaður Félags skógarbænda á Norðurlandi, segir illviðrið hafa haft heilmikil áhrif á trjágróður á Norðurlandi. Sjá megi vindslit á lauftrjám, öspin sé kalin en mikill munur þó eftir klónum. Barr á lerki hefur gulnað þar sem frysti og sums staðar séu áberandi skemmdir. /smh – Sjá nánar á síðu 2. Áhrif illviðris: Bein og langvinn áhrif á búgreinar Stjórnvöld hafa ítrekað gengið á bak orða sinna um aukinn stuðning við íslenska garðyrkju til frekari vaxtar. Hlutfall innlendrar grænmetis- framleiðslu á markaði hér á landi, tegundir og uppskerumagn hefur heldur rýrnað á undanförnum árum. Þó eru líflegir vaxtarsprotar sem hafa sprottið fram í útiræktun grænmetis á síðustu misserum, í Þingeyjarsveit og einkum kannski meðal sauðfjárbænda í Dalabyggð. – 20 – Útiræktun Grein Þórarins Inga Péturssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, og álitsgerð dr. Carls Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, gáfu Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, tilefni til að árétta nokkur atriði sem varða nýjar undanþáguheimildir kjötafurðastöðva frá samkeppnis- lögum. – 48 – 55 Reksturinn í góðum höndum Undanþágur Björn Ólafsson. Herdís Magna Gunnarsdóttir. Óhrædd að takast á við áskoranir 8

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.