Bændablaðið - 13.06.2024, Síða 21
21FréttaskýringBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Aukabúgrein sauðfjárbænda
Garðyrkjubændur í útiræktun eru
nú sem óðast að planta út í akra
sína grænmetisplöntum sínum sem
hafa verið í uppeldi innandyra á
undaförnum mánuðum. Enda veitir
ekki af því að koma þeim sem fyrst
á vaxtarstaði sína, þar sem sumur
eru stutt á Íslandi og sumar tegundir
þurfa langan vaxtartíma. Það á við
um nípubændur í Þurranesi sem
ákváðu að styðja betur við búrekstur
sauðfjárbúsins, fyrst með því að
setja á fót ferðaþjónustu og svo nú
við ræktun á nípum sem þurfa um
fjögurra mánaða vaxtartíma.
Raunar má segja með svolítilli
einföldun að helstu vaxtarsprotarnir
í íslenskri útiræktun grænmetis séu
meðal sauðfjárbænda í Dölunum.
Sveitungar bændanna í Þurranesi
eru nefnilega fjölskylda Eyjólfs
Ingva Bjarnasonar, formanns deildar
sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum
Íslands, í Ásgarði en á undanförnum
tveimur árum hafa þau verið að hasla
sér völl í þessari aukabúgrein með
myndarlegum hætti.
Þegar Eyjólfur er spurður um
ástæður þess að sauðfjárbændurnir
ákváðu að reyna fyrir sér í garðyrkju,
segir hann að þau hafi langað til að
sjá hvort slík ræktun væri yfirleitt
möguleg á þessu landsvæði. „Í sjálfu
sér vorum við ekkert að hugsa um
sölumöguleikana og styrkjaumhverfið
þegar við byrjuðum vorið 2022.
Aðalmarkmiðið það ár var að athuga
hvort útiræktun grænmetis gengi upp
hér á svæðinu enda er hún ekki algeng
í þessum landshluta. Við ákváðum
því að byrja, fyrst bændum á Stóra-
Fjarðarhorni tókst vel til við útiræktun
í Kollafirði á Ströndum 2021.“
Eyjólfur segir að þau hafi ekki rætt
við Sölufélag garðyrkjumanna (SFG)
í upphafi um afsetningu afurðanna.
„Við höfðum samband við þá þegar
útlit var fyrir talsverða uppskeru og
þeir tóku jákvætt á móti okkur enda
frekar vöntun en hitt á þeim tegundum
sem við prófuðum að rækta,“ segir
hann en bæði árin hafa þau verið
með blómkál, spergilkál og hvítkál
í ræktun og bættu við sig gulrófum
síðasta sumar.
Sjálfsafgreiðsluskúr í sumar
„Lóa [Guðbjört Lóa Þorgríms dóttir,
eiginkona Eyjólfs] er frá Erpsstöðum
og við höfum haft grænmeti til sölu
þar á sumrin og talsvert magn sem
fer í gegnum búðina þar,“ heldur
Eyjólfur áfram. „Við stefnum síðan
á að opna sjálfsafgreiðsluskúr við
afleggjarann hjá okkur í sumar
þar sem vörur frá okkur verða til
sölu. Við sendum einnig í SFG
það sem er umfram enda erum við
ekki með mikið geymslurými. Í
fyrra sendum við einu sinni í viku
beint suður – uppskorið að morgni,
pakkað og komið í kæli síðdegis
og til SFG að morgni daginn eftir.
Flutningskostnaður er þó talsverður
– og nánast eins og villta vestrið ef
maður skoðar ekki reikningana vel –
en ég vil koma þökkum til Magnúsar
Svavarssonar hjá Vörumiðlun
sem flutti afurðirnar suður í
fyrra á góðum kjörum og studdi
þannig við nýsköpun á svæðinu.
Byggðastofnun sér um endur-
greiðslu á styrkhæfum flutnings-
kostnaði og þó hafi verið gerðar
breytingar á umhverfinu í fyrra í
þágu smærri framleiðenda þá er
endurgreiðsluhlutfallið 10-15 prósent
af útlögðum kostnaði,“ segir Eyjólfur.
Stuðningur nam 495 þúsund
krónum á hektarann
Fjölskyldan í Ásgarði er með eins
hektara spildu undir ræktunina, en
nota ekki nema rúmlega helminginn
undir beina ræktun, annað fer að sögn
Eyjólfs í akstursleiðir og aðgengi að
reitum. Eins sé talsverð bleyta í hluta
spildunnar og varla fært um hana þar.
Hann segir að á síðasta ári hafi
jarðræktarstyrkurinn numið 495
þúsund krónum á hektarann fyrir
útiræktun á grænmeti sem er ræktað
ofanjarðar.
Vantar fjárfestingastuðning
við greinina
Þegar Eyjólfur er spurður um hvort
þau hafi leitt hugann að tilraunum með
nýjar tegundir, segir hann að það séu
vissulega tækifæri. „Það vantar hins
vegar talsvert upp á stuðninginn við
greinina til að taka næstu skref. Við
erum alltaf að prófa okkur eitthvað
áfram, en eins og kemur fram í viðtali
við Höllu Sif Svansdóttur Hölludóttur
[garðyrkjubónda hjá Sólskins
grænmeti] í síðasta Bændablaði þá
er talsverð fjárfesting fólgin í þessari
ræktun og fjárfestingastuðningur við
að koma sér upp aðstöðu, svo sem
til frekari úrvinnslu eða geymslu á
vörunni, er ekki til staðar. Slík aðstaða
gæti vel aukið framboð af vörunni og
aukið vöruúrval.
Til að stunda þetta þarf fólk að hafa
áhuga á verkefninu en það skortir ekki
síður talsvert stuðning og almenna
fræðslu til að fá fleiri inn í greinina.
Við höfum mest verið að fikta okkur
áfram og vitum ekkert endilega hvort
við séum alltaf að gera rétt eða fara
nákvæmlega eftir fræðunum.
Eins verð ég að nefna óbeinan
stuðning við greinina en í fyrra
komst íslenska framleiðslan ekki á
markað því verslunin var að klára
stóran innfluttan lager. Það ætti að
vera einföld aðgerð sé vilji til þess
að hafa verndartoll á útiræktuðu
grænmeti til að tryggja innlendu
framleiðslunni aðgang að markaði
þessa 2-3 mánuði sem er möguleiki
að uppskera á Íslandi.
Varðandi okkar ræktun þá erum
við að prófa og höfum hugmyndir en
fæst orð bera minnsta ábyrgð um hvað
verður í framtíðinni,“ segir Eyjólfur.
Jákvætt skref
Eyjólfur telur það jákvætt skref að
styrkhæft land hafi verið minnkað
niður í fjórðung hektara við síðustu
endurskoðun búvörusamninga, því
fleiri smærri framleiðendur eigi nú
kost á stuðningi.
„Það er nú bara allnokkur
uppskera sem hægt er að fá af 0,25
hekturum. Hvort fleiri komi inn í
ræktunina held ég að ráðist frekar
af ytri stuðningi við greinina því
það er hellings fjárfesting að byrja
í þessari ræktun og okkur finnst
aðfangakostnaður eins og til dæmis
fræ, bakkar, dúkar og fleira hafa
hækkað talsvert síðustu tvö ár. En
breytingin er jákvæð og sjálfsagt
lækkar styrkupphæðin eitthvað sem
hver og einn fær, en hún ein og sér er
ekki aðalmálið í stóra samhenginu.“
Aðrir styrkir í boði
Að sögn Eyjólfs fengu þau veglega
styrki úr Sóknaráætlun Vesturlands
og Dala Auði, sem munað hafi
um. „Það vantar hins vegar alveg
stuðning og hvata til þróunar og
tilraunamennsku.
Sjálfsagt er hægt að rækta og
kynbæta yrki sem henta betur við
okkar aðstæður en það vantar líka
fjárfestingastuðning – það er enginn
að fjárfesta í miklum tækjabúnaði
eða aðstöðu í dag miðað við þau kjör
sem lánastofnanir bjóða.
Við sóttum líka um í Lóu
nýsköpunarsjóði og fengum þau svör
að hugmyndin væri góð en félli ekki
að markmiðum sjóðsins – þannig
að það skortir verulega á stuðning
við útiræktun grænmetis og vert
að minnast á að í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar eru stór orð á blaði
en minna um efndir frá því stjórnin
tók við í árslok 2021,“ segir Eyjólfur
og vísar til ákvæða í sáttmálanum
þar sem segir: „Aukinni framleiðslu
á grænmeti verður náð með föstu
niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði
til ylræktar og sérstökum
stuðningi við útiræktun í gegnum
búvörusamninga.“
20% afsláttur af bað- og
þvottahúsinnréttingum
í júní
Við aðstoðum þig við
hönnun á þinni drauma innréttingu
Eyjólfur Ingvi Bjarnason kastar hér blómkálshaus til Côme De Tournadre, fransks verknema, sem aðstoðaði við
ræktunina í Ásgarði síðasta sumar. Mynd / Guðbjört Lóa
Eydís Helga, 6 ára í Ásgarði, hjálpar til við útplöntun.
Framhald á næstu opnu.