Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 33
33ViðtalBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
falla til við pelsun eru send í brennslu
en Björn er bjartsýnn á að þau muni
nýtast til kjötmjölsframleiðslu þegar
búið verður að byggja upp aðstöðu
til þess.
Ein hliðarafurð minkaræktar er
minkaolía. Einar Einarsson, sem
var með minkabú á Skörðugili, sá
um að skrapa og þurrka skinn fyrir
nokkra minkabændur og framleiddi
handáburð og aðrar snyrtivörur úr
fitunni sem féll til. Björn segir óljóst
hvert framhaldið verði af því, en Einar
hætti í minkarækt um áramótin.
Þegar skinnin hafa verið þurrkuð
eru þau send á uppboðshús erlendis.
Áður en saumaðar eru úr þeim flíkur
þurfi kaupendurnir að senda skinnin
í sútun.
Vann í verksmiðju Volvo
Björn er uppalinn í Holti þar sem
pabbi hans og tveir föðurbræður
ráku kúabú sem var býsna stórt á
þess tíma mælikvarða. „Mér leiddist
alltaf að mjólka kýr. Allt hitt var
gaman, vélarnar og það dót, svo
ég fór í Vélskóla Íslands í fjögur ár
og aðeins á sjó,“ segir Björn. Hann
fluttist svo til Svíþjóðar ásamt fyrrum
eiginkonu sinni og börnum þar sem
Björn vann í verksmiðju Volvo í
Skövde í Vestur-Gautlandi.
„Við ætluðum að vera þar í tvö
ár, en þau urðu fjórtán.“ Árið 1995
sneri fjölskyldan heim og tók við
búskap í Holti. Árið 2001 var ráðist
í að breyta fjósinu í lausagöngu og var
settur upp róbót síðasta haust þar sem
áður var mjaltagryfja. Aðspurður um
hver upplifunin sé af því að vera með
mjaltaþjón segir Björn að vinnan sé
ekki eins líkamleg og ekki bundin eins
þröngum tímaramma. Áður hafi hann
mjólkað hátt í hundrað kýr sem hafi
tekið samtals fimm tíma á dag. Nú séu
kýrnar í kringum sjötíu, sem er nálægt
því mesta sem einn mjaltaþjónn ræður
við, og felist vinnan helst í þrifum,
eftirliti og gjöfum. Nú stendur til
að Hanna og Ólafur kaupi sig inn í
kúabúið í Holti. Þau eru í kringum
fertugt og segist Hanna ekki alltaf
hafa stefnt að búskap, á meðan Ólafur
var með kindur þegar þau kynntust.
Hún er menntuð ljósmyndari og
hefur sinnt ýmsum verkefnum því
tengt undanfarin ár, á meðan Ólafur
hefur starfað við smíðar og verið
launamaður á kúabúinu í Holti.
Björn vonast til að ná einu góðu
tímabili í minkaræktinni á ferlinum,
en hann verður 65 ára í haust og segist
ekki yngjast upp úr þessu. Aðspurður
hvar hann sjái sig eftir fimm til tíu
ár kveðst Björn ætla að vera áfram
viðloðandi staðinn á meðan hans er
þörf og heilsan leyfir. „Ég verð svona
próventukarl eins og það var kallað í
gamla daga. Það var þannig að menn
keyptu kotið og gamli bóndinn fékk
að búa þar á meðan hann lifði.“
Mælir með starfi bóndans
Helstu verkefni Björns um þessar
mundir sem nýr formaður loðdýra-
bænda eru að skipuleggja verkun
á skinnunum í haust og leggja
á ráðin um flutning afurðanna á
uppboðshúsið í Finnlandi í vetur.
Hann þurfi jafnframt að eiga í
samskiptum við WelFur, sem sé
alþjóðlegt vottunarkerfi um velferð
loðdýra.
Björn segir landbúnað og byggð
í sveitum vera mikilvæga fyrir
landið. Bæði til að viðhalda mannlífi
í dreifðari byggðum og til að framleiða
innlend matvæli.
Hann segist geta mælt með starfi
bóndans, þrátt fyrir að það sé tímafrekt
og gefi fá færi á fríum. „Þetta er mjög
góður lífsstíll ef menn eru ekki að
drepast úr áhyggjum af peningum,“
bætir hann við glettinn. Best sé þó að
fólk prófi eitthvað annað fyrst.
„Þá veit maður af hverju maður
er ekki að missa þó maður sé fastur
í búskap.“
Í Holti í Flóa er rekið blandað bú með mjólkurframleiðslu og
minkarækt. Þá eru einnig nokkrar kindur á bænum.
Nýjasta minkahús landsins er í Holti. Það stendur rétt norðan við
bæjartorfuna og rúmar 1.500 læður.
Hanna Siv Bjarnardóttir og Ólafur Már Ólafsson
standa hér með Elínu dóttur sinni.
Þegar minkunum er slátrað fara
þeir í svokallaðan drápskassa
sem hefur verið fylltur af útblæstri
bensínvélar. Björn segir ferlið ekki
valda minkunum streitu.
Björn tók við kúabúinu í Holti árið 1995. Áður hafði hann menntað sig í
Vélskóla Íslands og starfað í verksmiðju Volvo í Svíþjóð.
Minkarnir fá aðgang að hálmi til að
gera þétt hreiður í búrin.