Bændablaðið - 13.06.2024, Page 58

Bændablaðið - 13.06.2024, Page 58
58 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Straumönd er smávaxin kafönd sem á heimkynni sín helst við straumharðar ár. Þessi litla önd er afar sundfim, hún hikar ekki við að synda út harðan straum eða brim þar sem hún kafar eftir æti. Hennar helsta fæða er bitmý, púpur og lirfur í lindám en úr sjó ýmis smádýr eins og marflær, þanglýs og kuðungar. Straumendur eru nokkuð spakar og félagslyndar. Vinsælar ár geta verið nokkuð þétt setnar á sumrin, jafnvel á varptíma. Yfir vetrarmánuðina geta þær verið í litlum, þéttum hópum við brimsamar strendur. Einu varpstöðvar straumandar í Evrópu eru hérna á Íslandi og er áætlað að stofninn sé um 3.000–5.000 varppör. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson Stjörnuspá Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur í sínum þankagangi. Framtíðarsýn hans virðist greiðari og hnitmiðaðri en áður og hann má treysta því að vel fari. Örlítil veikindi eru í kortunum, en nýta má þann tíma til að liggja undir feldi og safna kröftum fyrir það sem fram undan er. Happatölur 18, 21, 15. Fiskurinn er hress og kátur þessa dagana enda sumar í lofti. Hann er vongóður um jákvæða breytingu á högum sínum sem hafa hingað til staðið í stað. Einhver persónulega ögrandi skref þurfa þó að vera tekin auk þess sem fiskurinn þarf einnig að venja sig á að hlusta vel á sína nánustu og taka þeirra sjónarmið til greina í stað þess að áætla hlutina sjálfur. Happatölur 23, 12, 16. Hrútnum hefur fundist hluti lífs hans hafa staðið svolítið í stað undanfarið og veltir fyrir sér hvenær hann kemst af hamstrahjólinu. Hugarfarið spilar þarna inn í og því um að gera fyrir hrútinn að velta fyrir sér hvert hann óskar að stefna. Eitt skref í einu er mantra sem á vel við og treysta þeim framgangi sem verður. Ekki láta deigan síga. Happatölur 79, 63, 47. Nautið hefur verið örlítið tvístígandi undan- farið og þarf fljótlega að taka ákvörðun um hvort það ætli að taka stór skref í eina átt eða aðra. Nautið hefur byrinn með sér, hver sem niðurstaðan verður og ætti að vera óhrætt við að stýra lífi sínu hvert sem hugur og hjarta óskar. Nánasta fjölskylda er hans klettur og munu þau bönd styrkjast æ meir á árinu. Happatölur 18, 24, 8. Tvíburinn er alveg viss um að nú sé rétti tíminn til átaka. Innri átaka reyndar, en hugur hans stefnir að mannbætandi venjum og framkomu. Hann sér fyrir sér að stíga skref sjálfum sér til betrunar enda hvert spor jákvæðni til heilla. Tvíburinn vill koma vel fyrir og gjarnan opna huga sinn örlítið og nú vill svo til að samkvæmt stjörnunum er akkúrat sá tími. Happatölur 56, 41, 28. Krabbinn hefur haft mikið á sinni könnu þessar vikurnar og sér stundum ekki fram úr sjálfum sér þótt hann gjarnan vildi. Áhyggjur og álag hafa truflað flæði hans og rétt er að staldra við og veita sjálfum sér hvíld áður en allt fer úr böndunum. Það margborgar sig fyrir alla og mest af öllu hann sjálfan. Happatölur 27, 98, 99. Ljónið hefur gengið í gegnum óvissu vegna líkamlegs ama nýverið, en mun ekki um neitt alvarlegt vera að ræða ef hann tekur á hlutunum með festu. Ljónið þarf annars að muna að vera alveg heiðarlegur við sjálfan sig öllu fremur, enda fátt ótignarlegra en ljón með lafandi makka. Batnandi manni er best að lifa. Happatölur 13, 61, 58. Meyjan er glöð og ánægð þessa dagana og róleg í sínu. Gönguferðir nálægt sjónum eða í skóglendi gera henni gott og um að gera að njóta allra þeirra sólargeisla sem láta sjá sig. Meyjan mun laða að sér margt jákvætt næstu mánuði og stýra því sér til happs. Happatölur 10, 15, 2. Vogin horfir til sumarsins með eftirvæntingu enda handviss um að gerist mikil ævintýr. Hugurinn ber hana hálfa leið auk þess sem óvænt lukka mun verða á næstu vikum og happadrjúg skrefin áfram. Peningamálin eru einnig á góðum stað en gæta þarf þess að eyða ekki um of. Happatölur 76, 16, 26. Sporðdrekinn stígur gætilega til jarðar um þessar mundir enda hálfhvekktur eftir óvænt átök. Leysa þarf úr þeim málum hið allra fyrsta og helst með utanaðkomandi aðstoð. Með rísandi sólu er þó allt á uppleið, hægt en sígandi og best að fara að öllu með varkárni. Happatölur 12, 38, 52. Bogmanninum finnst lífið þjóta áfram um þessar mundir og þarf að hafa sig allan við er kemur að því að taka skýrar og marktækar ákvarðanir. Gott væri að fá sér blað og penna og hripa niður það sem honum liggur helst á hjarta og punkta hjá sér mögulega úrlausn. Draga svo andann djúpt og reyna að hægja á heiminum í kringum sig. Happatölur 4, 15, 20. Steingeitin heldur áfram á sinni vana- braut, enda stórhættulegt að gera nokkrar breytingar. Eða er það? Ef til vill mætti hafa í huga að breytingar eru alls ekki alltaf af hinu slæma og öllum hollt að ögra sjálfum sér að einhverju leyti. Það má taka hænuskref í átt til breytinga enda kapp best með forsjá. Happatölur 8,16, 32. Ögurstund sjálfbærrar tísku virðist nú hafa risið upp, ef merkja má nýlegar fréttir þess efnis. Komið hefur á daginn að þrátt fyrir áframhaldandi viðleitni tískumerkjanna til þess að ná fram áætluðum loftslagsmarkmiðum sínum, á iðnaðurinn enn í erfið- leikum með þann framgang. Meðal annars má telja á fingrum sér þau vörumerki sem hafa skuldbundið sig að fullnustu er kemur að því að draga úr gróðurhúsalofttegundum, auk þess sem þörfin fyrir auknar samstarfsaðgerðir verður æ meira áberandi. Það er þó ekki öll nótt úti enn. Nýlegt samþykki löggjafar Evrópuráðsins um vistvæna hönnun felur í sér lykilskref í átt að sjálfbærari starfsháttum. Samþykkti Evrópuráðið reglu- gerð þar sem þess er krafist að allur framleiddur varningur sé gerður á þann hátt að hann endist lengur, sé auðveldari að gera við og/eða endurvinna. Til viðbótar verður eyðing óseldra textílvara bönnuð í öllum 28 aðildarríkjum ráðsins. Þessi löggjöf sem og slíkar eftirlitsráðstafanir er beitt til að draga vörumerki til ábyrgðar og ýta þeim í átt að aukinni umhverfisábyrgð. Sjálfbærni grundvallaratriði framtíðar Orðið sjálfbærni er nefnilega ekki lengur bara tískuorð heldur grund- vallaratriði fyrir framtíð fata- iðnaðarins. Siðferðileg vinnubrögð og vistvæn meðvitund flokkast þannig ekki undir valkvæðar ákvarðanir heldur brýn nauðsyn ef vel á að fara. Enda má segja, þó sorglegt sé, að umhverfisáskoranir knýi áfram jákvæðar breytingar innan iðnaðarins. Vörumerki sem þegar hafa til- einkað sér þessi framleiðsluferli með- vitaðri neyslu standa því styrkum fótum – á meðan önnur leggja nú allt kapp á að framfylgja nýundir- rituðum kröfum samnings Evrópuráðsins. Eftirspurn neytenda ýtir undir breytingar Á meðan mannlegur vilji helst í hendur við framfarir í tækni er þó framtíðin björt. Sífellt fleiri nýjungar skjóta upp kollinum, allt frá vinnslu efnastranga til verkfæra gagnsæis í birgðakeðjunni. Þannig gerir tæknin vörumerkjum sífellt auðveldara fyrir er kemur að því að minnka umhverfisfótspor þegar sjálfbærni, siðferðileg vinnubrögð og gagnsæi er sett í forgang. Með aukna meðvitund þar sem horfið er frá ofsahraða neysluhyggjunnar, meta neytendur nú oftar gæði fram yfir magn og kjósa fremur að versla tíma- lausa og vel hannaða hluti sem eru gerðir á siðferðilegan og umhverfisvænan hátt. Þessi skref í átt að meðvitaðri neyslu og ábyrgari neytendahegðun mótar hreyfingu og framtíð tískuiðnaðarins til hins betra og vonandi að löggjafarvöld utan Evrópuráðsins fari nú að fordæmi þess og setji hugmyndum á borð við hraðtísku og ógagnsæi í framleiðsluferli stólinn fyrir dyrnar. Klæði úr kirnum matarsóunar Til viðbótar við ábyrgari hegðun bæði neytenda og framleiðenda hafa hinir síðarnefndu æ oftar farið ótroðnar götur er kemur að vinnslu efnis. Leðurlíki úr sveppum, strigaskór úr efni þörunga og þar fram eftir götunum, en nýjasta nýtt er vinnsla efnis úr matvælaúrgangi. Hér á eftir eru fimm áhugaverð fyrirtæki sem hafa leitast við að nýta það sem af fellur. Bananatex er afrakstur samvinnu svissneska fyrirtækisins QWSTION og svo garn- og vefnaðarsérfræðinga frá Taívan, en saman þróuðu þeir fyrsta endingargóða, vatnshelda efni heimsins sem eingöngu er búið til úr stilkum bananaplantna. Plönturnar, sem eru lífrænt ræktaðar á Filippseyjum, þarfnast engrar efnameðferðar og endurnýjast upp- skera þeirra að fullu innan eins árs. Piñatex, undir stjórn vísinda- konunnar dr. Carmen Hijosa, heldur utan um vinnslu efnis úr laufum ananasávaxtarins, sem annars væri fargað, en ananasinn, sem einnig er ræktaður á Filippseyjum, er laus við öll eiturefni. Efnisstrangar sem unnir eru úr trefjum laufanna eru með áferð á við leður, sem auðvelt er að lita. Orange Fiber er fyrirtæki þeirra Adriana Santanocito og Enrica Arena, en þær framleiða einstakt efni með silkiáferð, sem unnið er úr berki sítrusávaxta. Þéttleika efnisins er hægt að stjórna en hafa eigendurnir þróað aðferðina nú í áratug með góðum árangri. Vegea var stofnað af þeim Francesco Merlino og Gianpiero Tessitore, sem rannsökuðu mismunandi eiginleika jurtatrefja og hófu vinnslu á jurtaleðri úr því sem til féll eftir vínframleiðslu, þá vínberjahýðum, fræjum og stilkum. Þeir benda á að margir milljarðar lítra af víni eru framleiddir árlega og því vinnsla úr hratinu veruleg. Parblex var stofnað af listnemunum Rowan Minkley og Rob Nicoll sem gerðu tilraunir á vinnslu plastlíkis úr kartöfluúrgangi. Vel tókst til og hefur „plastið“ m.a. verið notað í gerð gleraugnaumgjarða og fatahnappa. Frekari vinnsla þeirra varð til framleiðslu á svipuðu efni og við þekkjum sem mdf-plötur í smíðavinnu og hefur komið í ljós að einnig er hægt að vinna úr úrganginum pappírslíkt efni sem hægt er að nýta á ýmsa vegu. /sp Tíska: Hrat verður hátíska

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.