Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Page 35

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Page 35
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 33 hún honum upp á skerin austan vararinnar. Af einhverri mildi hélt báturinn stefnunni þótt sjófullur væri en Sigurbjörn hafði borist alla leið fram í barka á bátnum. Þar gat hann haldið sér þar til báturinn tók niðri. Nú var komið fólk í vörina sem hélt bátnum svo hann færi ekki út með útsoginu. Aðrir fóru til að bjarga Björgvin og tókst það giftusamlega. Hans ávítaði son sinn með þunga fyrir það að reyna lendingu í Keflavík við þau skilyrði sem þarna voru. Sagðist hann ekki hafa búist við öðru en að verra hlytist af en raun varð á. Mikið hefur verið skráð af sjóferðarsögum sem tengjast Keflavík undir Jöldi. I safnritinu “Breiðfirskir sjómenn” eftir Jens Hermannsson er mikinn fróðleik að hafa þar um. Fyrir þá sem vilja fræðast um þennan merka stað skal bent á það rit. 1) Kenningar um það að utanvert Snœfellsnes hafi byggst seint á landnámsöld verður þó að taka með varúð. Nokkur rök hníga aðþví að landnám hafi hafiist þar fiyrr. Hinar miklu minjar á Gufuskálum og sumar nafhgiftir þeirra vekja upp spurningar um það hvort Irar hafi ekki verið hér á undan norrœnum mönnum. í Keflavíkurvör í maí 1995 Mynd SkúliAlex. Frá hægri: Sigurbjörn Hansson, Björgvin Magnússon og Guðbjartur Þorvarðarson Heimildaskrá: Hermann Pálsson: HelgafelL saga höfuðbóls og klausturs Snæfellingaútgáfan 1967. Karvel Ogmundsson: Sjómannsævi l.b. Örn og Örlygur 1981 íslendingasögur l.b. Svart á hvítu 1985 Munnleg fráSögn Björgvin Magnússon, Sigurbjörn Hansson SNÆFELLSBÆR Snœfellsbœr óskar sjómönnum ogfjölskyldum þeirra til hamingju

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.