Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Page 42

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Page 42
40 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995 Fiskmarkaður Breiðafjarðar rekinn með hagnaði Nýlega var aðalfundur FMB fyrir árið 1994 haldinn í Grundarfirði. Þar kom fram að hann var rekinn með tæpum 14 millj. kr. hagnaði á mód 700.000 kr. árið 1993. I samtali við blaðið sagði framkvæmdarstjórinn, Tryggvi Leifur Óttarsson að útlit fyrir þetta ár væri svipað. Það sem af væri þessu ári eru komnar sömu magntölur og á sama tíma í fyrra. Hann lofaði okkur góðfúslega að birta nokkur sýnishorn úr ársreikningi fyrirtækisins. Það skal tekið fram að reikningar Fiskmarkaðs Snæfellsnes var ekki tilbúinn þegar blaðið fór í prentun að sögn stjórnarformanns hans. A árinu rak félagið uppboðsmarkað fyrir fisk í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi og Arnarstapa á Snæfellsnesi. Seld voru 17.286 tonn af fiski fyrir 1.549,5 millj. kr. og var meðalverð á kíló 89,60 kr. Árið áður voru seld 13.716 tonn af fiski fyrir 1.085,0 millj. kr. og var meðalverð á kíló 79,08 kr. Hagnaður af rekstri félagsins samkvæmt rekstrarreikningi nam 13,9 millj. kr. Rekstrartekjur félagsins námu 93,3 millj. kr., en rekstrargjöld með afskriftum 77,7 millj. kr. Bókfært eigið fé félagsins í árslok 1994 nam 19,4 millj. kr. að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 17,7 millj. kr. Vísast til skýringa ársreikningsins varðandi ráðstöfun á hagnaði ársins og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum. Heiidarhlutafé félagsins nam 20,0 millj. kr. í árslok 1994 en félagið átti hlutafé að fjárhæð 2,2 millj. kr. Skiptist hlutaféð á 94 hluthafa og eiga tveir hluthafa yfir 10% eignarhluta í félaginu, en þeir eru: Eignarhluti Hafnarsjóður Ólafsvíkur 11,0% Sveitarsjóður Eyrarsveitar 11,0% Á árinu 1994 störfuðu að meðaltali 14 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur 30,8 millj. kr. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 5% arður til hluthafa vegna ársins 1994. I stjórn félagsins: Páll Ingólfsson, Atli Viðar Jónsson ,Sævar Friðþjófsson,Magnús Stefánsson og Pétur Ágústsson Framkvæmdastjóri: Tryggvi L. Óttarsson Verðmæti eftir höfnum Þróun í seldu magni á ♦11« ' ° milli ara 18.000.000---------------------------------------------------------------- 16.000.000____________________________________________________ 14.000.000____________________________________________________ 12.000.000__________________________________________________________________ |«|B| 6.000.000-----------------------------------------------------■ ■---------- 4.000.000-----^^^---------------------------------------------------------- 2.000.000 ^^^—

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.