Börn og menning - 2024, Blaðsíða 3

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 3
1 b&m FRÁ ritstjóra Síðasta haust fór formaður IBBY á Íslandi þess á leit að ég tæki við ritstjórn Barna og menningar. Ég þekktist boðið og að loknu frábæru samstarfi við ritnefnd og annað lykilfólk er tölublað ársins 2024 komið í ykkar hendur, kæru lesendur. Árið 2023 var orðið þröngt í búi hjá IBBY, sem fjármagnar starfsemina með styrkjum og félags- gjöldum, og varð þrautalendingin að ekkert tölublað af Börnum og menningu kom út það árið. Stefnan héðan af er að eitt veglegt blað komi út árlega og samhliða því verði komið upp heimasíðu. Við erum spennt fyrir breyttu fyrirkomulagi og vonum að síðan verði vel sótt þegar þar að kemur. Nokkuð hefur farið fyrir áhyggjum af bóklestri barna á Íslandi eftir að niðurstöður síðustu PISA- könnunar í lesskilningi voru birtar. Ef efla á yndis- lestur meðal barna og ungmenna þurfa þau að hafa aðgang að bókum sem vekja og viðhalda lestrar- áhuga og þar kemur til kasta yfirvalda að styðja við útgáfu frumsaminna og þýddra barnabóka og tryggja gott framboð á skólabókasöfnum. Skömmu áður en þetta er ritað var undirrituð viðstödd af- hendingu Fjöruverðlaunanna þar sem Margrét Tryggvadóttir var á meðal verðlaunahafa. Borgar- stjóri Reykjavíkur er verndari verðlaunanna og nýtti Margrét þakkarræðuna til að brýna borgaryfirvöld til lestrarhvetjandi verka – og minnti sérstaklega á leikskólana, enda væri það svo að ef börn væru farin að elska bækur áður en þau lærðu að lesa væru þau líklegri til að lesa sér til ánægju seinna. Auk versnandi lesskilnings leiddi síðasta PISA- könnun í ljós að samkennd hérlendra barna mælist undir meðallagi OECD-ríkja. Þó að um tvær að- skildar kannanir sé að ræða hafa niðurstöðurnar vakið umræðu um samspil þessara þátta. Í bók- lestri getur falist æfing í samkennd að því leyti að bækur kynna okkur fyrir hugarheimi ólíkra persóna og hvetja okkur til að setja sig í spor þeirra, en les- skilningur þróast ekki í tómarúmi. Lestrarfærni og -þjálfun efla lesskilning en önnur mikilvæg forsenda hans er málskilningur sem vex og dafnar þegar for- eldrar og aðrir fullorðnir ræða við börn dagsdaglega, hvort sem umræðuefnið er skemmtileg bók eða eitt- hvað allt annað. Leiksýningar og annað textaríkt efni hjálpa einnig til við að þróa málskilning barna og getu til túlkunar, sem aftur getur eflt lesskilning og áhuga á bókum og öðru menningarefni – allt helst þetta í hendur. Þema blaðsins að þessu sinni eru þýðingar. Þess sér stað í tveimur þemagreinum; Helga Ferdinands- dóttir fjallar um barnabókaþýðingar á Íslandi með áherslu á þýðingar úr norrænum málum og undir- rituð skrifar um kynusla í múmínþýðingum. Um- fjallanir um nýjar barna- og unglingabækur eru átta, þar af þrjár um þýddar bækur. Þá skrifar María Hjálmtýsdóttir pistil um íslenska barnabókasafnið og Sigrún Klara Hannesdóttir fjallar um finnsku barnabókastofnunina. Ennfremur er fjallað um leik- sýninguna Fíasól gefst aldrei upp og Fréttir af IBBY eru á sínum stað. Það er von okkar, ritnefndar og ritstjóra, að sem flest njóti þessa tölublaðs og eigi margar ánægju- legar stundir í vændum yfir góðum bókum og öðru gæðaefni. Erla Elíasdóttir Völudóttir Ljósmynd af höfundi: Sunna Ben
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.