Börn og menning - 2024, Page 6

Börn og menning - 2024, Page 6
4 b&m í skipulagsteymi ráðstefnunnar, sem er venjulega mjög vel sótt. Vegna endurbóta á húsnæði Gerðu- bergs hefur ráðstefnunni verið frestað fram á haust þetta árið. Fjórða apríl verður flutt frumsamin barnasaga á Rás 1 í tilefni af degi barnabókarinnar sem er 2. apríl. Sagan í ár heitir Fullkomnun og er eftir Hilmar Örn Óskarsson. Hilmar hefur skrifað fjölda barna- bóka, til dæmis Holupotvoríur alls staðar og Dred- fúlíur flýið! Einnig sendi hann frá sér unglingabók- ina Húsið í september. Íslensk börn eiga því von á góðu! Unnur María Sólmundardóttir, sem stendur að heimasíðunni Kennarinn.is, hannar námsefni í kringum söguna. Sögunni er jafnan vel tekið og nemendur og kennarar hafa notið þess að brjóta upp hversdagsleikann þennan fimmtudag í apríl. IBBY hefur ár hvert fengið barnabókahöfund til að semja smásögu í tilefni af degi barnabókarinnar og við erum stolt af að geta boðið börnum landsins upp á vandaðar og skemmtilegar sögur, með námsefni. Sagan í ár er bráðskemmtileg! Námsefnið verður aðgengilegt á heimasíðunni Kennarinn.is og sagan verður aðgengileg í spilara RÚV. IBBY hefur í samstarfi við Bókmenntaborgina gefið út veggspjald sem sent er á öll almennings- og skóla- bókasöfn á landinu. Íslenskur myndhöfundur er jafnan fenginn til að teikna og hanna veggspjaldið og í ár var Brian Pilkington fenginn til verksins. Á myndinni má sjá tröllafjölskyldu njóta bókar og yfir skrift myndarinnar er: Allir elska að lesa. Sem er alveg satt! Allir eða öll elska að lesa, líka tröll! Í vor verða Vorvindarnir haldnir hátíðlegir 26. maí. Vorvindarnir eru viðurkenning IBBY til ein- staklinga, hópa eða stofnana sem hafa lagt eitt- hvað gott fram til barnamenningar. Fyrri handhafar viðurkenningarinnar hafa verið myndhöfundar, barnabókahöfundar, bókaklúbbar, skólabókasafns- fræðingar og svo margt fleira. Það má leggja til barnamenningar á svo fjölbreyttan hátt. Vorvind- arnir eru nokkurs konar uppskeruhátíð samtakanna og hafa veisluhöldin langoftast verið í Gunnarshúsi. Nú munum við bregða út af vananum og verður viðurkenningin afhent á Borgarbókasafninu í Gróf- inni. Vonir standa til að það veki enn frekari athygli á starfi samtakanna. Að venju býður félagið upp á veitingar og spjall að lokinni afhendingu. Fyrir hönd stjórnar IBBY Katrín Lilja Jónsdóttir Formaður IBBY á Íslandi Myndhöfundur: Anna C. LeplarMyndhöfundur: Brian Pilkington Allir elska að lesa

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.