Börn og menning - 2024, Síða 13

Börn og menning - 2024, Síða 13
11 b&m HVER SKILUR norrænar BARNABÆKUR? Helga Ferdinandsdóttir Heimur okkar er að breytast og það þurfa barna- bókmenntirnar líka að gera ef þær eiga að ná til næstu kynslóða. Þarfir lesenda barnabóka hafa alltaf verið á skriði en allt bendir til þess að fram undan séu samfélagslegar breytingar á stærri skala en áður vegna margslunginna tækni- og umhverfisáhrifa. Þau málefni sem næstu kynslóðir standa frammi fyrir munu krefjast mikilla breytinga í átt að efna- hagslegri, umhverfislegi og félagslegri sjálfbærni. Þetta er óhjákvæmilegur hluti af hnattvæðingunni og nánari sambúð margra menningarheima. Ekkert bendir þó til annars en að barnabækur haldi mikil- vægi sínu – í hvaða formi sem þær munu birtast les- endum sínum. Tungumálaskilningi fer hrakandi Undirstaða norræna tungumála- og menningar- svæðisins er náin tengsl þjóðanna, og barnabókin hefur lengi verið einn af grunnþáttunum í menn- ingarsamskiptum Norðurlanda. Nú á dögum er enn mikilvægara en áður að norrænar barnabækur séu þýddar og gefnar út á hinum norrænu tungumál- unum, því að rannsóknir hafa sýnt að gagnkvæmum tungumálaskilningi fari hrakandi á Norðurlöndum (Skjold Frøshaug og Stende, 2021). Barnabækur geta farið víða í leit að lesendum, en barnabókaarfurinn er í eðli sínu alþjóðlegur og því opinn öllum sem áhuga hafa. Þó þarf að greiða bók- unum leið milli tungumála og á nýjar lesendalendur með þýðingum. Þetta er mikilvægt, ekki bara fyrir unga lesendur og höfunda sem gleðjast yfir hverri nýrri þýðingu, heldur einnig fyrir fræðin, því ef bækur eru ekki til í þýðingum eru þær ekki lesnar og rannsakaðar í norrænu samhengi. Selurinn Snorri eftir Norðmanninn Frithjof Sælen birtist fyrst á íslensku árið 1950.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.