Börn og menning - 2024, Síða 36

Börn og menning - 2024, Síða 36
34 b&m Skúlasonar vel fyrir sínu. Stundum fann maður dá- lítið fyrir því að stokkið væri úr einu þema í annað, en heildarmyndin stendur sterk þrátt fyrir það. Frábær barnahópur og leikhústöfrar Ef kaflabækurnar um Fíusól eru skoðaðar með til- liti til persónusköpunar má segja að söguhetjan sé mörkuð skýrum dráttum allt frá upphafi og mamma hennar sömuleiðis, enda vinnur hún heima í tölv- unni og er því mikið til staðar inni á heimilinu. Pabbi Fíusólar, besti vinurinn Ingólfur Gaukur og eldri systurnar Bidda og Pippa eru dálítið óræð í byrjun bókaflokksins en verða smám saman mótaðri þegar á líður. Mamma Fíusólar er þó alltaf sá fjöl- skyldumeðlimur sem hefur hvað skýrasta nærveru í bókunum og þetta endurspeglast að einhverju leyti í leikgerðinni, þar sem Birna Pétursdóttir stendur sig vel í hlutverki móðurinnar. Sýningin í Borgarleikhúsinu er ekki sú fyrsta um þessa sögupersónu. Árið 2010 var leiksýning að nafni Fíasól frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og þegar litið er á myndefni úr þeirri sýningu sést að bæði Fía sól og Ingólfur Gaukur voru leikin af fullorðnum leikurum. Það hefur verið nokkuð algengt gegnum tíðina að sjá fullorðið fólk í hlutverkum barna, enda hafa börn ekki möguleika á að helga sig leiklistinni á sama hátt og fullorðnir atvinnuleikarar. Í sýning- unni í Borgarleikhúsinu eru börn í aðalhlutverki og álaginu er dreift á tvo barnahópa. Frá uppsetningu Fíusólar í Þjóðleikhúsinu hefur sú þróun einnig átt sér stað í íslensku leikhúslífi að leiklistarskóli Borgar- leikhússins var stofnaður árið 2016. Hefur sú starf- Fjölskyldan í Grænalundi. Hér fer Viktoría Dalitso Þráinsdóttir með hlutverk Fíusólar. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.