Börn og menning - 2024, Page 40

Börn og menning - 2024, Page 40
38 b&m Ragnheiður Gestsdóttir myndlýsti og skrifaði. Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. Góða skemmtun! Ragnheiður Gestsdóttir Jólaljósin lýsa upp skammdegið og stytta biðina eftir jólunum. En af hverju eru ekki komin upp nein ljós á númer 12? Og af hverju er Þormóður á efstu hæðinni alltaf í fúlu skapi? Blær og Fatíma ákveða að gera eitthvað í málunum því stundum þurfa krakkar bara að láta til sín taka. RAGNHEIDUR GESTSDOTTIR- - R A G N H E ID U R G E S T S D O T T IR - - Jolaljos_kapa_prentun.indd 1 13.10.2023 18:14 jólasaga HUGLJÚF Bókin Jólaljós eftir Ragnheiði Gestsdóttur tilheyrir bókaflokknum Ljósaseríunni sem Bókabeitan hefur gefið út undanfarin ár. Bækurnar eru sniðnar að þörfum ungra lesenda sem þurfa að æfa sig í lestri. Útlit textans er lesendavænt, stórt letur, gott línubil, stuttar efnisgreinar, stuttir kaflar og margar myndir. JÓLALJÓS Texti og myndir: Ragnheiður Gestsdóttir Útgefandi: Bókabeitan 2023 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Sögurnar eru innan við 100 blaðsíður og eru bæk- urnar því léttar í meðförum og fara vel í hendi. Allt þetta gerir þær aðlaðandi, en meira þarf til því sög- urnar þurfa að vera áhugaverðar og höfða til ungra lesenda. Orðaforðinn í sögunni sem sögð er í Jólaljósum er krefjandi fyrir unga lesendur og líklega telst bókin meðal þeirra bóka Ljósaseríunnar sem eru með þyngri texta. Sumir lesendur gætu þurft að hafa leið- sögn fullorðinna við lesturinn til að útskýra einstaka orð og orðasambönd en það er líka lærdómsríkt. BÓKARÝNI

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.