Börn og menning - 2024, Side 49

Börn og menning - 2024, Side 49
47 b&m Einfaldur texti bókarinnar um Pómeló er læsilegur í þýðingu Ástu H. Ólafsdóttur og Jessicu Deverg- nies-Wastraete. Setningin sem einnig myndar titil bókarinnar er endurtekin nokkrum sinnum í örlítið breyttri mynd: Pómeló líður vel undir biðukoll- unni sinni, Pómeló er hræddur undir biðukollunni sinni, Pómeló líður sannarlega vel undir biðukoll- unni sinni, og titill bókarinnar á frönsku er orðrétt Pómeló líður vel undir biðukollunni sinni – en það má kalla hárrétta ákvörðun af hálfu þýðenda að hafa sleppt eignarfornafninu í íslenska titlinum. Pómeló líður vel undir biðukollunni segir allt sem segja þarf og íslenska þolir það vel að eignarfornafni sé sleppt þegar enginn vafi leikur á eignarhaldinu. Pómeló er skemmtileg og eftirminnileg persóna sem gaman er að íslenskir barnabókaunnendur á öllum aldri hafi nú eignast hlutdeild í og það verður spenn- andi að sjá hvort fleiri bækur um hann komi til með að birtast á íslensku. Höfundur er finnskufræðingur, þýðandi og ritstjóri. Ljósmynd af höfundi tók Sunna Ben. Pómeló © Benjamin Chaud

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.