Börn og menning - 2024, Page 53

Börn og menning - 2024, Page 53
51 b&m Auk þess gefur stofnunin út ýmiss konar bæklinga og skrár yfir mismunandi efni, s.s. skrá yfir nýút- komnar bækur, bækur um ákveðin áhugaverð við- fangsefni og svo framvegis. Verslun Í stofnuninni er lítil verslun þar sem hægt er að kaupa efni til lestrarhvatningar, póstkort, myndir og ýmiss konar leikföng og efni sem hvatt getur börn til lesturs, svo og efni sem tengist bókum og lestri. Finnska barnabókasafnið er ekki gamalt. Það kom þannig til að árið 1971 ákvað Tampere-borg að kaupa 8000 barnabækur af Raija-Leena Tikkanen, barnabókaverði í Kuopio, og setja á fót barna- menningarstofnun. Síðan þá hefur stofnunin vaxið og eflst og einkum er það samvinna, þjónusta og hugmyndaauðgi starfsfólksins sem gerir hana að algerum gimsteini og fyrirmynd annarra sem vilja koma upp sambærilegum söfnum í sínum heima- löndum. Alls staðar skiptir lestrarkunnátta og les- skilningur máli og safn af þessu tagi getur verið einn múrsteinn í þann mikla vegg sem hvert samfélag þarf að byggja upp fyrir sína borgara. Á vefsíðu safnsins má fá gott yfirlit yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem stofnunin sinnir. Ég hvet öll sem hafa áhuga á þjónustu bókasafna til að efla barnamenn- ingu og áhuga barna á lestri til að kíkja á heimasíð- una: www.lastenkirjainstituutti.fi. Þar opnast heill heimur hugmynda og verkefna sem gaman væri að koma í framkvæmd hér á landi. Höfundur er prófessor emerita í upplýsingafræði og fyrsti formaður IBBY á Íslandi. Ljúfasti bóka- klúbbur landsins? bokhildur.is

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.