Börn og menning - 2024, Síða 54

Börn og menning - 2024, Síða 54
52 b&m lífskrydd HÁSKALEGT Dýr hafa löngum vakið forvitni, gleði og skelfingu barna. Allt frá smæstu skordýrum til stærstu gram- eðla og risaeðla. Skrímslavinafélagið, barnabók Tóm- asar Zoëga og Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur, fjallar um börn sem verða hugfangin af hinu smáa lífi allt í kringum sig. Ein tegund lífveranna sem þau heillast af getur þó orðið að risastóru vandamáli. SKRÍMSLAVINAFÉLAGIÐ Texti: Tómas Zoëga Myndir: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir Útgefandi: JPV útgáfa 2023 Óhefðbundið gildismat kryddar lífið Eitt af því sem einkennir bókina er sjónarhorn barnanna – sem beinist að smáum lífverum og því sem þykir jafnan ómerkilegt eða ógeðslegt. Pétur og Stefanía una sér vel í leik við Skítalækinn svokallaða. Skítalækurinn heitir svo vegna sögu- sagna um að öllu sem sturtað sé niður í skólanum renni í lækinn. Tekið er fram að þrátt fyrir það sé lækurinn fallegur og „fullur af alls kyns áhugaverðu dóti“. (5–6) Um er að ræða rusl sem grotnar niður í læknum, hornsíli og sílamáfa sem dýfa sér og éta sílin með bestu lyst. Semsagt engir gullfiskar, dádýr og einhyrningar. Hér kemur strax vísbending um það óhefðbundna gildismat sem birtist hér og þar í bókinni. Elín Edda Þorsteinsdóttir BÓKARÝNI

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.