Börn og menning - 2024, Qupperneq 57

Börn og menning - 2024, Qupperneq 57
55 b&m að hafa snigla í herberginu sínu – heldur leitar hún leiða til að fela þá. Pétur horfist í augu við óttann í bókinni, ólíkt Stefaníu sem tekst ekki á við sín vandamál. Stefanía verður fyrir vikið flatari persóna og athyglin beinist í meiri mæli að Pétri. Samt er það þrá Stefaníu eftir sniglum sem knýr söguna áfram. Það sem er raunveruleg ógn Hér reynist stærsta ógnin ekki vera það sem söguper- sónurnar óttast mest – sem sagt foreldrar og önnur börn. Lífskryddið reynist vera stórhættuleg mygla sem þarf að drepa með eitri. Áhugi persónanna á skrímslum bjargar þannig skólanum frá alvarlegum heilsufarsvanda. Það er því myglan sem er raunveru- lega vandamálið í bókinni og mætti að mínu mati fá ögn meira pláss í sögunni. Heilsufarsvandinn sem myglunni fylgir blossar aðeins upp stuttu eftir að myglan er uppgötvuð en virðist ekki hafa grasserað áður í skólanum. Þrjú skrímsli, þrjár lausnir Í bókinni eru þrjár megingerðir skrímsla: Sniglarnir, Jóhann Steinn og myglan. Sniglarnir eru plássfrekasta skrímslið í bókinni. Þeir taka yfir huga Stefaníu sem biður Pétur að finna leið til að koma þeim heim til sín óséðum. Lausnin verður aukaatriði í bókinni og dugar skammt á raunverulegan vanda Stefaníu: að hún þorir ekki að tala við foreldra sína um sniglana. Lausnin verður sú að fela sniglana með sérstökum hugvitsamlegum útbúnaði. Jóhann Steinn veldur miklum usla í lífi Péturs, með klunnalegu brölti og boltaskoppi. Jóhann Steinn er frumleg og skemmtileg persóna. Hann er nýbyrj- aður í skólanum og vitneskja okkar um að hann hafi verið eini nemandinn í sínum skóla skapar fyndið sjónarhorn á klaufsku hans – hann er bara ekki vanur að vera í kringum önnur börn. Hann verður síðar vinur aðalpersónanna í gegnum töframixtúru nornarinnar, sem virkar reyndar ekki á mygluna sjálfa. Myglunni er síðan eytt á undraverðum hraða, sem er ekki það sem maður kannast við til dæmis úr fréttum um að börn þurfi að sækja skóla annars staðar í langan tíma. Kryddið Bókin er ríkulega myndlýst af Sólrúnu Ylfu. Það er gegnum myndirnar sem við kynnumst sögupersón- unum betur og sjáum hvernig þeim líður umfram það sem stendur í textanum. Stundum eru teikning- arnar notaðar til að bæta við söguna og gefa auka- upplýsingar, til dæmis í minnisbókarformi. Það er sérlega gott krydd að mínu mati – og hefði mátt nota oftar í bókinni. Það er nefnilega í minnisbók Péturs sem nördaskapurinn og sérstætt sjónarhorn sögupersónanna fær að blómstra. Því miður smitast sú sýn ekki út í textann, sem gerir lesandann aðeins fjarlægan áhugamálum barnanna. Hér er á ferðinni fjörug saga um einn mikilvægasta eiginleika mannskepnunnar: forvitnina. Frásögnin og myndirnar miðla vel óhefðbundnu sjónarhorni sögupersónanna en frumlegur áhugi þeirra hefði mátt smitast betur til lesandans. Höfundur er grafískur hönnuður og hugmyndasmiður. VERTU FÉLAGI! Skráðu þig á ibby.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.