Börn og menning - 2024, Page 58

Börn og menning - 2024, Page 58
56 b&m Veikindadagur_kapa_prent.indd 1 7.9.2023 15:04 unglingaveiki BANVÆN OG BLÓÐUG Blóðugur heili með gapandi munn, lafandi tungu og galopin augu liggur á matardisk. Kápa VeikindaDags grípur strax athygli manns, laðar suma lesendur að (og fælir aðra frá um leið) og setur tóninn fyrir fram- VEIKINDADAGUR Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir Myndir: Sigmundur Breiðfjörð Útgefandi: Bókabeitan 2023 Magnús Jochum Pálsson haldið. Á bakhliðinni er texti af fyrstu síðu bókar- innar: Þetta byrjaði allt þegar ég gleymdi að taka lyfin mín. Fimm dögum síðar ligg ég í lík- húsinu ... dáinn og stjarfur á hrollköldu stál- borðinu. Lesanda þyrstir strax í að vita hvað hefur komið fyrir og hvað gerist næst – og bókin ekki einu sinni verið opnuð. Höfundar eru tveir, Bergrún Íris Sævarsdóttir skrifar söguna og Sigmundur Breiðfjörð myndlýsir. BÓKARÝNI

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.