Börn og menning - 2024, Qupperneq 59

Börn og menning - 2024, Qupperneq 59
57 b&m BÓKARÝNI Myndirnar eru ekki aðeins til að styðja við textann heldur taka þær söguna yfir á köflum. VeikindaDagur er því blanda af skáldsögu og myndasögu.  Dagur er einn heima því foreldrar hans eru í útlöndum, hann gleymdi að taka ADHD-lyfin sín og er orðinn eitthvað slappur. Einkennin virðast í fyrstu vera hefðbundin unglingaveiki, þreyta og svengd, en svo versna þau. Dagur dettur reglulega út og finnur fyrir undarlegu hungri. Höfundur laumar inn bráðfyndnum vísunum í dönskumælandi zombía í sögu- byrjun og kannist lesendur við kenndir upp- vakninga er þá farið að gruna hvað er á seyði. Spennan felst í því hvort og hvenær Dagur lætur undan hungrinu. Þegar það gerist tekur myndlýsing Sigmundar yfir með þriggja síðna myndasögu sem sýnir Dag gæða sér á bekkjar- bróður sínum. Dagur vaknar daginn eftir, endur nærður, sjálfsöruggur og kraftmeiri en áður. Lesendur vita hvað hefur gerst en Dagur gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því. Togstreita milli unglings og uppvaknings Zombí sem fyrirbæri hefur þróast töluvert frá upp- runalegu haítísku útgáfunni þar sem særingamenn vöktu hina dauðu aftur til lífsins með vúdúgaldri, í því skyni að stjórna þeim. Á seinni hluta 20. aldar breyttist uppvakningurinn, fór að þyrsta í heila hinna lifandi og sýkti fórnarlömb sín.  Bergrún setur sinn eigin snúning á zombíinn svo að minnir á þorsta vampírunnar og umbreytingu Jekyll læknis yfir í herra Hyde. Dagur er ólíkur heila- lausum uppvakningum að því leyti að hjá honum fer fram mikil innri barátta milli saklausa unglings- ins og morðóða svanga zombísins. Þessi togstreita gefur sögunni kómíska vídd þar sem Dagur gómar sjálfan sig við að þrá að éta mann og annan. Svo rak ég allt í einu augun í þrútna æð á hrukkóttum hálsinum. Eftir því sem hún varð æstari stækkaði blá æðin og varð enn girnilegri ... nei, ég meina greinilegri (14). Zombíveikin veldur því sömuleiðis að heilsu Dags hrakar ef hann étur ekki mannakjöt. Þegar zombí- Dagur tekur yfir hverfur hinn mennski Dagur og kemur ekki aftur til meðvitundar fyrr en zombí- inn hefur nærst. Aftarlega í sögunni kemur svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.