Börn og menning - 2024, Page 61

Börn og menning - 2024, Page 61
59 b&m í ljós að Dagur er ekki með ADHD heldur þjáist hann af arfgengri zombíveiki sem þarf að bæla með lyfjum. Zombíveikin er hér fyrst og fremst notuð sem tæki til að ýta sögunni áfram og virkar vel sem slík. Slagkraftur hryllingsins eykst hins vegar þegar Bergrún kafar dýpra í zombí-sjúkdóminn, þegar Dagur veltir fyrir sér mennsku sinni eða grætur yfir því að vera orðinn að skrímsli. Ást sem nær út yfir gröf og dauða Höfundur blandar ekki aðeins saman fleiri en einum frásagnarmáta heldur einnig bókmenntagreinum og er verkið í senn zombí-hrollvekja og ástarsaga. Eftir að Dagur hefur étið fyrsta fórnarlamb sitt hefst róm- ans milli hans og Ylfu, bekkjarsystur sem hann er hrifinn af.  Rómantík og uppvakningar kunna að hljóma eins og fyrirbæri sem ganga ekki upp saman. Engu að síður hefur zombí-rómans notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Þar má nefna metsölubókina Warm Bodies (2010) eftir Isaac Marion, sem varð síðar að samnefndri kvikmynd. Það felur þó í sér að zombíarnir séu, líkt og hér, með einhverja með- vitund en ekki bara heilalaus skrímsli. Bergrún tvinnar unglingaástinni saman við hungrið sem sækir á Dag. Þræðirnir fléttast saman í kostu- legri uppákomu þegar turtildúfurnar fara saman í bíó. Dagur fer út úr bíósalnum til að ná í popp en endar á að myrða massaðan bíóstarfsmann. Eins og fyrr er því lýst með myndasögu en myndræn lýsing á zombí-árásum bókarinnar er snjöll. Við- bjóðurinn nýtur sín þannig á sem grafískastan hátt en textalýsingar á slíkum atvikum gætu orðið lang- dregnar og endurtekningasamar. Sigmundur hefur feiknargóða stjórn á forminu og þótt myndasög- urnar fái lítið pláss eru þær fullar af hreyfingu, húmor og hryllingi. Raunveruleikinn bankar upp á þegar Dagur er yfir heyrður af lögreglunni. Nýbúinn að næra sig er Dagur svo sjálfsöruggur að hann á auðvelt með að ljúga sig út úr klandri. Á sama tíma er zombí- eðli Dags að taka yfir, hann er kaldrifjaðri en áður og enn uppteknari af mannáti. Meinhæðin innri röddin er sprenghlægileg eins og heyrist þegar hann er spurður út í „félaga sinn“, Breka: Félagar. Ég þurfti að passa mig að skella ekki upp úr. Breki var sko enginn félagi minn, hvorki lifandi né dauður. Hann var hins vegar fínasta máltíð, þar til ég ældi honum upp (55). Ekkert er hryllilegra en unglingur VeikindaDagur er unglingahrollvekja fyrir börn frá miðstigi upp í tíunda bekk en hryllingsaðdáendur á öllum aldri ættu að geta haft gaman af henni. Bergrún, sem hingað til hefur aðallega skrifað bækur fyrir yngri börn, skapar sannfærandi unglinga og unglingamál (sem mörgum hefur mistekist).  Hryllingur bókarinnar er gróteskur og yfirgengi- legur en er jafnaður út með húmor. Sagan nær mestu flugi í umbreytingarsenum og persónulegri samtölum milli karaktera en dettur aðeins niður þegar leysa þarf úr þráðum sögunnar í seinni hluta bókarinnar. Aftur á móti nær Bergrún að snúa vel á lesendur í lokin og það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort framhaldsbók lítur dagsins ljós – með tvöfalt fleiri afturgöngum. Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. Ljósmynd af greinarhöfundi: Svanhildur Gréta

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.