Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 24

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 24
23SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 hvernig þær lifa og vaxa í ökrum eða hversu langa ræktunarlotu þær þurfa til að verða söluhæf jólatré. Rauðgreni hefur verið ræktað og notað sem jólatré undir birkiskermi undanfarna áratugi, en er nánast horfið af markaði sem lágvaxið jólatré, vegna breyt- inga á tegundanotkun í fjölnytjaskógrækt þegar hún færðist alfarið út á berangur. Spennandi er að sjá hvort hægt sé að snúa þeirri þróun við, ef ræktunar- aðferð verður notuð sem veitir rauðgreni það skjól sem það þarf við upphaf ræktunar. Áhuginn fyrir blágreni hefur aukist undanfarin ár, það lofar góðu sem jólatré og er að mati höfunda kannski sú grenitegund sem mesta möguleika hefur til að verða vinsælt og algengt íslenskt jólatré, vegna meira ræktunarþols, fegurðar og barrheldni. Blá- greni fer almennt illa út úr sitkalúsarfaröldrum sem verða hér með nokkurra ára millibili 13 og ræktunar- módel með því í hraðræktun þurfa því að innihalda reglulegar varnaraðgerðir gegn slíkum plágum. Stafafura, algengasta íslenska jólatréð, kom ekki vel út á fyrsta ári tilraunarinnar eins og áður hefur komið fram. Spurning er hvernig hún þróast í ökrum og hvernig hún þrífst innan um greni. Til dæmis þarf örugglega að beita klippingum og toppstjórn svo að hún verði ekki ofvaxin og gisin sem jólatré. Það á eftir að koma í ljós, en stafafura er mjög gott tré í jólatrjáarækt í ökrum ef hægt er að stjórna vaxtar- lagi hennar. Það er auðvelt að rækta hana um allt land, hún er barrheldin og fallegt jólatré. Aukning í sölu stafafuru undanfarinn áratug sýnir að hún hefur verið tekin í almenna sátt sem jólatré af Ís- lendingum (4. mynd). Af öðrum tegundum sem koma helst til greina í jólatrjáaræktun hérlendis eru fjallaþinur og lindi- fura (Pinus cembra) mest spennandi. Auka þyrfti rannsóknir á þessum tegundum og kvæmum þeirra, til að finna sem öruggastan efnivið fyrir íslenskar aðstæður. Einnig þyrfti að kanna betur hvernig þær henta í ræktun á frjósömum ökrum. Báðar þessar tegundir eiga það sameiginlegt að þurfa gott skjól í upphafi ræktunar og vera frekar viðkvæmar fyrir of hafrænu veðurfari, svipað og rauðgreni. Þetta eiga þær því sameiginlegt með flestum trjátegundum sem henta í jólatrjáarækt hér, sem dregur úr notkunar- möguleikum þeirra í ákveðnum landshlutum. Niðurstöður þessa verkefnis staðfestu að þörf er fyrir miklu meiri þekkingu um jólatrjáaræktun við íslenskar aðstæður ef þessi búgrein á að vinna sér sess innan íslenskrar skógræktar og landbúnaðar. Til dæmis þarf að auka rannsóknir sem tengjast kvæmavali, formun, ræktunaraðferðum og vörnum gegn skaðvöldum og illgresi í jólatrjáarækt (5. mynd) og sérstaklega að finna umhverfisvænni aðferðir til þess. Auknar rannsóknir og þróun sem tengjast arðsemi jólatrjáaræktunar og markaðssetningu íslenskra jólatrjáa eru mjög mikilvægar. Bæði til að kanna hversu lengi er hagkvæmt að auka umhirðu til að auka gæði og nýtingarhlutfall trjánna, en ekki síður til að finna leið inn á íslenska jólatrjáamarkaðinn og gera íslensk tré áhugaverðari og samkeppnishæfari við innflutta norðmannsþininn (Abies nordmanniana). Að setja upp langtíma rannsóknaverkefni er ferli. Markmið ferlisins er að leita svara við ákveðnum 4. mynd. Höggvin jólatré á Íslandi frá 1993 til 2008. Myndin sýnir fjölda trjáa sem voru höggvin af Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögum og hvernig notkun rauðgrenis hefur minnkað og notkun stafafuru hefur aukist milli ára (Upplýsingar úr Skógræktarritinu 1994-2008).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.