Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 59
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201058
á Eiðum, og fjöldi kolagrafa vitnar um nýtingu
skógarins.3 Ennfremur segir örnefnið Timburhöfði,
á eiðinu neðan við vatnið, sína sögu. Um 1840 var
enn nokkur skógur á Eiðum, en var þá að eyðast af
óþekktum orsökum. Þá var Stórihagi m.a. klæddur
skógi, og hólmar í Eiðavatni.4 Um aldamót 1900 var
Eiðaskógur aleyddur, nema í hólmunum. Fáeinar
hríslur tórðu í klettum og e.t.v. smávegis kjarr aust-
an í Húsatjarnarási.
Árið 1927 var snúið vörn í sókn með því að lögð
var skógargirðing utan um Húsatjörn og næsta ná-
grenni hennar. Þar urðu fljótt mikil umskipti í gróð-
urfari. Árið 1939 var þessi girðing stækkuð svo hún
náði yfir allt Eiðaland, neðan vatns og túna. Sama
ár var byrjað að planta trjám í girðinguna, aðallega
í Húsatjarnarásinn, þar sem nú getur að líta fagra
lundi af mörgum tegundum barr- og lauftrjáa, m.a.
vöxtulega skógarfuru. Birkifræi var safnað í Eiða-
hólma og sáð í skógargirðinguna á haustin. Eftir
1946 voru nemendur þriðja bekkjar látnir gróður-
setja trjáplöntur á hverju vori, sem Skógrækt ríkisins
á Hallormsstað lagði til.5
Mest af þeim birkiskógi sem nú klæðir Eiðaland
hefur þó vaxið upp sjálfkrafa, eftir að landið var
beitarfriðað, af sprotum sem leyndust í lyngmóum,
af fræi plantaðra trjáa og úr nálægum skógum, m.a.
í Eiðahólma. Er Eiðaskógur hinn nýi því ágætt dæmi
um sjálfgræðslu, sem nú er að gerast í stórum stíl á
Héraði og víðar á landinu.
Árið 1978 var gerður samningur við Skógrækt
ríkisins á Hallormsstað, um að hún tæki við umsjá
hins friðaða lands á Eiðum og í hjáleigunni Gröf,
annaðist viðhald girðinga, og hefði nytjar af skóg-
inum í framtíðinni. Var þá tekið til við að endur-
girða landið og girðingin jafnframt stækkuð austur
að þjóðvegi, beggja megin við Eiða. Var því verki
lokið 1982. Telur Sigurður Blöndal þetta skógrækt-
arsvæði vera um 1150 ha og með þeim stærstu á Ís-
landi.6 Samningurinn er enn í gildi, en landið er nú
í eigu Sigurjóns Sighvatssonar, sem keypti hús Eiða-
skóla og mestan hluta Eiðajarðar 2001. Gröf er hins
vegar í eigu sveitarfélagsins.
Náttúrufar Eiðahólma
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi var kennari í
Eiðaskóla á árunum 1935–1944. Hann ritaði grein
um Eiðahólma í tímaritið Viðar 1938, og á varla
orð til að lýsa hrifningu sinni á hólmanum. Þar segir
m.a.:
Þar vex blómstóð svo fagurt, að óvíða hef ég það
fegurra séð, og hvergi fjölbreyttara á jafn litlum
bletti. Björkin er verndarvættur þeirra smælingja
íslenzkrar flóru sem hretviðrin hrjá....Fegurstur
þykir mér Eiðahólmi vera á kyrrum, heitum sól-
skinsdögum hásumarsins, þegar allur gróður er
hvað safamestur og loftið er fyllt áfengum ilmi
hans. Fiðrildi svífa milli trjátoppanna og yfir
lynginu iðar allt af suðandi lífi skordýra. Randa-
flugur og vespur leika sér á sveipum hvannanna.
Loftið titrar, en fjöllin í fjarska og ásar og stapar
við vatnið spegla sig í sléttum fleti þess. Fuglar
setja líka svip á hólmann. Spörfuglar vagga sér
í trjágreinum. Endur og gæsir byggja stundum
hreiður í lynginu. Á vatninu synda lómar og
himbrimar og rjúfa stundum kyrrðina, ásamt
með öldugjálfri og þyt í skóginum. Eiðahólmi
er einn af demöntum í náttúru Fljótsdalshéraðs
Bergfurur standa í röð meðfram stíg eftir endilöngum
hólmanum, og mynda sumstaðar trjágöng. Vigfús og Guð-
geir, Ingvarssynir standa við trén, 6. júlí 1997. Mynd: HH