Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 59

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 59
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201058 á Eiðum, og fjöldi kolagrafa vitnar um nýtingu skógarins.3 Ennfremur segir örnefnið Timburhöfði, á eiðinu neðan við vatnið, sína sögu. Um 1840 var enn nokkur skógur á Eiðum, en var þá að eyðast af óþekktum orsökum. Þá var Stórihagi m.a. klæddur skógi, og hólmar í Eiðavatni.4 Um aldamót 1900 var Eiðaskógur aleyddur, nema í hólmunum. Fáeinar hríslur tórðu í klettum og e.t.v. smávegis kjarr aust- an í Húsatjarnarási. Árið 1927 var snúið vörn í sókn með því að lögð var skógargirðing utan um Húsatjörn og næsta ná- grenni hennar. Þar urðu fljótt mikil umskipti í gróð- urfari. Árið 1939 var þessi girðing stækkuð svo hún náði yfir allt Eiðaland, neðan vatns og túna. Sama ár var byrjað að planta trjám í girðinguna, aðallega í Húsatjarnarásinn, þar sem nú getur að líta fagra lundi af mörgum tegundum barr- og lauftrjáa, m.a. vöxtulega skógarfuru. Birkifræi var safnað í Eiða- hólma og sáð í skógargirðinguna á haustin. Eftir 1946 voru nemendur þriðja bekkjar látnir gróður- setja trjáplöntur á hverju vori, sem Skógrækt ríkisins á Hallormsstað lagði til.5 Mest af þeim birkiskógi sem nú klæðir Eiðaland hefur þó vaxið upp sjálfkrafa, eftir að landið var beitarfriðað, af sprotum sem leyndust í lyngmóum, af fræi plantaðra trjáa og úr nálægum skógum, m.a. í Eiðahólma. Er Eiðaskógur hinn nýi því ágætt dæmi um sjálfgræðslu, sem nú er að gerast í stórum stíl á Héraði og víðar á landinu. Árið 1978 var gerður samningur við Skógrækt ríkisins á Hallormsstað, um að hún tæki við umsjá hins friðaða lands á Eiðum og í hjáleigunni Gröf, annaðist viðhald girðinga, og hefði nytjar af skóg- inum í framtíðinni. Var þá tekið til við að endur- girða landið og girðingin jafnframt stækkuð austur að þjóðvegi, beggja megin við Eiða. Var því verki lokið 1982. Telur Sigurður Blöndal þetta skógrækt- arsvæði vera um 1150 ha og með þeim stærstu á Ís- landi.6 Samningurinn er enn í gildi, en landið er nú í eigu Sigurjóns Sighvatssonar, sem keypti hús Eiða- skóla og mestan hluta Eiðajarðar 2001. Gröf er hins vegar í eigu sveitarfélagsins. Náttúrufar Eiðahólma Þóroddur Guðmundsson frá Sandi var kennari í Eiðaskóla á árunum 1935–1944. Hann ritaði grein um Eiðahólma í tímaritið Viðar 1938, og á varla orð til að lýsa hrifningu sinni á hólmanum. Þar segir m.a.: Þar vex blómstóð svo fagurt, að óvíða hef ég það fegurra séð, og hvergi fjölbreyttara á jafn litlum bletti. Björkin er verndarvættur þeirra smælingja íslenzkrar flóru sem hretviðrin hrjá....Fegurstur þykir mér Eiðahólmi vera á kyrrum, heitum sól- skinsdögum hásumarsins, þegar allur gróður er hvað safamestur og loftið er fyllt áfengum ilmi hans. Fiðrildi svífa milli trjátoppanna og yfir lynginu iðar allt af suðandi lífi skordýra. Randa- flugur og vespur leika sér á sveipum hvannanna. Loftið titrar, en fjöllin í fjarska og ásar og stapar við vatnið spegla sig í sléttum fleti þess. Fuglar setja líka svip á hólmann. Spörfuglar vagga sér í trjágreinum. Endur og gæsir byggja stundum hreiður í lynginu. Á vatninu synda lómar og himbrimar og rjúfa stundum kyrrðina, ásamt með öldugjálfri og þyt í skóginum. Eiðahólmi er einn af demöntum í náttúru Fljótsdalshéraðs Bergfurur standa í röð meðfram stíg eftir endilöngum hólmanum, og mynda sumstaðar trjágöng. Vigfús og Guð- geir, Ingvarssynir standa við trén, 6. júlí 1997. Mynd: HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.