Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 77
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201076
smökkun á afurðunum og runnu þær ljúflega niður,
en Føroya Bjór framleiðir bæði bjór og gosdrykki.
Að því loknu var haldið aftur til Þórshafnar.
Í ferðinni þennan dag bar svo að sjálfsögðu ýmis-
legt áhugavert fyrir augu, svo sem eitt best varðveitta
dæmið um stallaræktun í Haldarsvik, Fossá – hæsta
foss Færeyja, einileifar í gilbrúnum (þar sem sauðfé
nær ekki að koma tönnum að), sérstaka styttu af
Þrándi í Götu, uppistöðulón fyrir orkuver sem er
í byggingu, litla skógarteiga, drangana Risann og
Kellinguna og margt fleira stórt og smátt.
Miðvikudagur 1. september
Þessi dagur var tileinkaður Suðurey. Gengið var nið-
ur að höfn í Þórshöfn árla morguns og ferjan Smyril
tekin til Suðureyjar. Siglingin þangað tekur um tvo
tíma og býður upp á skemmtilegt útsýni yfir hluta
Færeyja, en siglt er framhjá Nólsoy, Sandey, Skúvoy,
og Stóra- og Litla-Dímon.
Á Suðurey tók Otto West, bæjarstjóri í Hvalba, á
móti hópnum, auk heldur fornfálegrar rútu, en nýjar
rútur eru of stórar til að fara í gegnum göngin til
Hvalba, þannig að sú gamla var notuð fyrst um sinn.
Ekið var sem leið lá til Hvalba og byrjað á að fara út
að Hvalbiareiði. Þar er lítil höfn neðst í snarbrattri
brekku. Otto benti á hversu hörð lífsbaráttan hafi
verið áður fyrr, þar sem draga þurfti bæði fiskinn og
bátana upp snarbratta brekkuna á þurrt. Í fjallshlíð-
inni ofan hafnarinnar er smá skot sem íbúarnir földu
sig í þegar „Tyrkir“ komu á eyjarnar í leit að þræl-
Óhefðbundin uppsetning á styttu, hér af Þrándi í Götu.
Hér þarf að hafa töluvert fyrir því að draga afla og báta á land.