Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 8

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 8
7SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Hátíðardagskrá á Þingvöllum Í framhaldi af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands var haldið upp á 80 ára afmæli Skógræktarfélags Ís- lands í Stekkjargjá á Þingvöllum, en þar var félagið stofnað á Alþingishátíðinni 27. júní 1930. Mættu vel á annað hundrað manns á afmælishátíðina – fundar- gestir af aðalfundinum, sendiherrar og fulltrúar frá sendiráðum Kína, Kanada, Bretlands, Noregs og Rússlands, auk annarra góðra gesta. Safnast var saman við Furulund og hófst formleg dagskrá svo með því að séra Gunnþór Ingason, prestur á sviði þjóðmenningar, leiddi gesti þaðan upp í Stekkjargjá, en þar tók á móti hópnum skóg- fræðingurinn og Íslandsvinurinn Alexander Robert- son með sekkjapípuleik. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, steig fyrstur upp í pontu og bauð fundar- gesti velkomna. Því næst flutti séra Gunnþór bæn og blessun. Magnús hélt svo sitt hátíðarávarp. Næstur upp í pontu var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, með ávarp. Seinastur á mælendaskrá var Sigurður Pálsson skáld, sem flutti ljóðabálk með sex ljóðum, sem hann samdi sérstaklega af þessu til- efni. Inn á milli ávarpa söng svo Karlakór Hreppa- manna, undir stjórn Edit Molár, vel valin lög. Form- legri dagskrá lauk svo með því að Alexander Ro- bertson leiddi gesti aftur til baka í Furulundinn með sekkjapípuleik, en í Furulundinum var boðið upp á „skógarveitingar“ – kaffi og kakó, flatkökur með hangikjöti, kleinur, ástarpunga og að sjálfsögðu hina girnilegustu afmælisköku. Alexander Robertson leiðir afmælisgesti inn í Stekkjargjá. 80 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.