Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 31

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 31
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201030 hafi fleiri sótt sér bjargir en konungsvaldið á Bessa- stöðum. Ofan á þetta bættist útigangur sauðfjár nálægra bújarða í Þingvallaskóg en möguleikinn til vetrarbeitar þótti alltaf sérlega eftirsóknarverður á Íslandi, einkum eftir siðaskipti. Talið er að með siðaskiptum hafi dregið mjög úr nautgriparækt en sauðfjárhald aukist að sama skapi. Líklega hafa bændur aðlagast þessum vax- andi kvöðum og álögum með breyttu búskaparlagi. Nautgriparækt er mun meira bindandi en sauðfjár- rækt sem ekki þarf að huga mikið að frá rúningi og þeim tíma sem fé er rekið á afrétt uns komið er fram á haust við göngur og réttir. Talið er að Mosfellsheiðin hafi að miklu leyti verið þakin birkiskógi fram undir lok 17. aldar13. Í upphafi þeirrar 18. voru birkileifarnar nánast horfnar nema í löndum Elliðakots. Var sú jörð lengi talin vera sérstaklega góð til vetrarbeitar og eftir- sótt að sama skapi. Má rétt geta sér nærri hvernig umgengnin hefur verið og rányrkjan gríðarleg í birkiskógunum. Eftir þessu má telja að viðgangur skóglendis í landinu hafi verið hinn ömurlegasti og Þingvallaskógur sérlega illa leikinn. Allur vöxtu- legasti skógurinn verið felldur jafnóðum sem hann óx. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um Árnessýslu frá 1711, sem verður að teljast mjög áreiðanleg heimild, segir m.a. um Þingvelli: „Skóg á staðurinn bæði mikinn og góðan, en mjög svo er skógurinn til skemmda höggvinn og eyddur. Þeir sem skóginn kaupa í staðarskógum, eiga að gefa v[5] álnir fyrir hvern kolahest, og svo fyrir raftavið svo mikinn sem lagður er á einn hest. 5 tunnur kola segja þeir að gangi á hest“ 14. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem tekin var saman 1704 um Mosfellssveit og Kjalarnes segir um Hellirs Kot, þ.e. Elliðakot syðst og austast í Mosfellssveit: „Timbur að sækja í Þing- vallaskóg með tvo hesta frá bæ, og fæddi bóndi sig sjálfur“15. Hliðstæð kvöð er við eftirtaldar jarðir og er vísað til bls.tals í 3ja bindi Jarðabókar ÁM og PV. Í Mosfellssveit: Reynisvatn (293), Gröf (Suður- Gröf, nú Grafarholt) (295), Árbær (297), Ártún (298), Keldur (299), Eiði (306), Korpúlfsstaðir (307), Lágafell (314), Varmá (315), Helgafell (316), Helgadalur (320), Hraðastaðir (321), Minna-Mosfell (323) og Leirvogstunga (327). Á Kjalarnesi: Þerney (330), Álfsnes (333), Fitjakot (335), Stardalur (327), H[r]afnhólar (338) og Mógilsá (343). Geta má þess að Þingvöllur var fyrr á öldum oft vettvangur skelfilegra atburða þar sem líflátsdómar voru staðfestir og þeim framfylgt með grimmilegum aftökum. Fram á síðari hluta 17. aldar voru hátt í tug manna brenndir lifandi á Þingvelli, við Brennu- gjá, skammt frá brúnni yfir Nikulásargjá. Páll Sigurðsson lögfræðiprófessor segir um brennur þessar: „Erlendis voru bálkestirnir venjulega gerðir úr viðarsprekum og því um líku, en hér á landi hefur sennilega verið notazt við hrís í þessum tilgangi, og svo hefur vafalaust verið á Þingvöllum, enda hefur þar verið auðvelt til fanga“. Hvort þessir gæfu- snauðu menn voru brenndir til ösku skal liggja milli hluta en talið er að þurft hafi 20 hríshesta til að brenna mannslíkama til ösku. Vísar prófessorinn í Svein Pálsson landlækni 16. Undir lok þessa kafla skal greint frá skýrslu sr. Björns Pálssonar á Þingvelli um skóglendi í sóknar- lýsingu 1840: „Þingvallaskógur er hér merkilegastur, mun vera í bötnun sökum lítillrar brúkunar. Lítils háttar raftur fæst í honum. Ég hygg hann með Gjábakkaskógi sem saman við hann liggur, 1½ mílu á stærð“ 17. Hér á sóknarpresturinn við danska landmílu sem mun hafa verið algengt viðmið fram í byrjun 20. aldar og hún samsvarar 7532 metrum18. Eftir þessu mun Þingvallaskógur hafa verið talinn nálægt 85 km2. Bláskógaeldar Oft hefur eldur orðið laus í Þingvallaskógi. Mjög þekkt er frásögn í Ölkofra þætti snemma í sögu þinghalds á Þingvelli: „Það varð til tíðinda eitt haust að Ölkofri fór í skóg þann er hann átti og ætlaði að brenna kol sem hann gerði. Skógur sá var upp frá Hrafnabjörgum og austur frá Lönguhlíð. Hann dvaldist þar nokkura daga og gerði til kola og brenndi síðan viðinn og vakti um nótt yfir gröfunum. En er leið á nóttina þá sofnaði hann en eldur kom upp í gröfunum og hljóp í limið hjá og logaði það brátt. Því næst hljóp eldur í skóginn. Tók hann þá að brenna. Þá gerist á vindur hvass. Nú vaknaði Ölkofri og varð því feginn að hann gæti sér forðað. Eldurinn hljóp í skóginn. Brann sá skógur fyrst allur er Ölkofri átti en síðan hljóp eldur í þá skóga er þar voru næstir og brunnu skógar víða um hraunið. Er þar nú kallað á Sviðningi. Þar brann skógur sá er kallaður var Goðaskógur. Hann áttu sex goðar. Einn var Snorri goði, annar Guðmundur Eyjólfsson, þriðji Skafti lögmaður, fjórði Þorkell Geitisson, fimmti Eyjólfur son Þórðar gellis, sétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.