Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 67

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 67
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201066 í kalksaltpétri (kalsíum nítrat, Ca(NO3)2). Lífríki í góðu standi getur tekið við miklu nítri eða 100-200 kg/ha. Sjaldan er þó þörf á að gefa svo mikið, held- ur gefa mest á þær plöntur sem geta vaxið hratt (t.d. reyni, ösp, víði og sitkagreni). Grös eru yfirleitt fljót að taka upp nítur og með níturgjöf vex hlutur þeirra oftast mikið á kostnað annarra úthagaplantna svo sem lyngtegunda og flestra smárra tvíkímblöðunga. Níturgjöf breytir því gróðurlendinu í átt að graslendi sem getur síðan gert útplöntun trjáa erfiðari en ella. Þar að auki er of mikil níturgjöf sóun. Ef of mikið er gefið tapast hluti efnisins af svæðinu með flutningi niður í dýpri jarðlög eins og lýst er hér að framan. Belgjurtir binda nítur andrúmsloftsins í ammóní- um. Með því að flytja þær inn á svæðið má leggja grunninn að varanlegri frjósemisaukningu. Með hárri hlutdeild þeirra í undirgróðri trjánna verður níturáburðargjöf óþörf. Nánar verður fjallað um belgjurtir hér á eftir. Fosfóráburður Fosfóráburð er sjálfsagt að bera á lítt gróin svæði. Það sem gefið er mun vera áfram á svæðinu en ekki tapast. Með fosfóráburðargjöf eykst oftast nær frjó- semi jarðvegsins varanlega. Ekki þarf að gefa mikið, 20–40 kg fosfór á hektara er nægilegt og sjálfsagt er að nýta sérhverja jarðvinnslu til að blanda fos- fór saman við jarðveginn. Þetta má t.d. gera þegar plantað er og setja þá áburðinn undir þá plöntu sem er verið að gróðursetja. Alltaf má svo bera aftur á yfirborðið. ,,Of mikil“ fosfórgjöf er ekki endilega sóun. Efnið mun ekki fara neitt heldur nýtast síðar. Brennisteinsáburður Eina ráðið til að byggja upp brennisteinsforða er að byggja upp lífrænan forða. Gefa má brennistein sem áburð og sjálfsagt er að gera það sem oftast en lítið í senn. Á hvern hektara er sem samsvarar 4-8 kg/ha af brennisteini nægjanlegt. Brennisteinn er í mörgum gerðum af blönduðum áburði og þægilegt að nota hann til að bæta úr brennisteinsskorti sam- hliða öðrum áburðarefnum. Lífrænn áburður Ofangreind áburðarefni eru áburðarsölt og nýtast ekki, að ammóníum-jóninni undanskilinni, sem orkugjafi fyrir örverur. En jörð er ekki frjósöm nema í henni séu örverur. Örverur sjá um að hringrásin eða veltan sé hröð og næringarefnin nýtist aftur og aftur á sama svæði. Með áburðargjöf og árlegum plöntuvexti vex frjósemi jarðarinnar og þar með fjölgar örverunum. Einnig má flýta því ferli með því að flytja lífræn efni inn á svæðið. Slík efni, lífrænn áburður, svo sem húsdýraáburð- ur eða molta, hafa þann kost umfram áburðarsöltin að vera fæða fyrir örverur og smádýr. Úr slíkum áburði losna plöntunæringarefni, svo sem brenni- steinn og fosfór, smám saman. Þannig er þörf plantnanna fullnægt. Með smádýrum berst fosfórinn einnig um jarðveginn og nær þannig meiri dreifingu en ef hann væri gefinn sem áburðarsalt. Rétt er þó að hafa í huga að lífrænn áburður er í meginatriðum ekkert öðruvísi en það lífræna efni sem myndast á staðnum. Í mörgum tilfellum er kostnaðarminna að mynda lífræna efnið á staðnum frekar en að flytja það að. Ef aðgengi að lífrænum áburði er gott og hægt er að flytja hann án of mikillar fyrirhafnar er sjálfsagt að gera það. Seinleystur áburður Til er áburður sem kallast seinleystur áburður. Oft- ast er um að ræða áburðarsölt sem eru húðuð með hálfgegndræpri húð og út um hana streyma áburð- arsöltin á löngum tíma eða efnasambönd sem leysast hægar í vatni en áburðarsölt. Allt er þetta gert til að draga úr hinum neikvæðu saltáhrifum. Þegar áburðarsalt er notað er að einhverju leyti hægt að draga úr saltáhrifum með því að setja áburðinn í eina holu við hlið trjáplöntunnar. Það dregur úr leysnihraðanum miðað við það að dreifa áburðinum jafnt. Holudreifingin er einnig kostur ef hætta er á of miklum grasvexti. Með áburðargjöf má byggja upp frjósemi lands. Öll plöntunæringarefni verða að vera tiltæk. Lykil- efni sem vantar í rýrt land eru nítur, fosfór og brennisteinn. Áburðarblöndur sem innihalda þessi áburðarefni á því að nota, en ekki er þörf á að nota blöndur þar sem kalí er í mesta magni svo sem í áburðartegundinni Blákorni. Því efni er algjör óþarfi að dreifa þegar uppskeran er ekki fjarlægð. Notkun belgjurta til að auka frjósemi Í 1. tbl. Skógræktarritsins árið 2009 var fjallað al- mennt um belgjurtir og sjónunum beint að alaska- lúpínu. Í síðasta riti var síðan fjallað um belg- jurtategundir sem líklegt er að hægt sé að nýta sem áburðargjafa í skógrækt. Þessar tegundir eru ekki tiltækar hvar sem er en þó eru þær til það víða að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.