Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 54
53SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
snýst um. Á stofnanamáli kallast þetta hagrænir,
umhverfislegir og félagslegir þættir sjálfbærrar þró-
unar. Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar getur
gagnast við að ná fram skynsamri nýtingu auðlinda
og við að draga úr hræsni sem stafar af mismunandi
nálgun á sömu hlutum, en fólk verður þó að skilja
hugtakið.
Því er gjarnan haldið fram um sjálfbæra þróun
að hún feli í sér að við þurfum að neita okkur um
tiltekin lífsgæði svo eitthvað verði nú eftir af auð-
lindum handa komandi kynslóðum. Slíkt hefur þó
aldrei tekist sökum félagslegs misréttis, því í öllum
samfélögum er fólk sem ætlast til að aðrir spari á
meðan það sjálft lifir í vellystingum. Viðleitni sumra
til að spara nýtist þá ekki komandi kynslóðum
heldur núlifandi yfirstétt. Á það við bæði innan ein-
stakra samfélaga og á milli þjóðríkja. Þá er síður en
svo nokkuð í sögu mannkyns sem bendir til þess að
almenn fátækt leiði til sjálfbærrar þróunar, hvort
sem um hafi verið að ræða valdboðaða fátækt, sbr.
gamla Sovét, eða stjórnlausa fátækt svo sem á Haítí.
Sjálfbær þróun getur ekki eingöngu byggst á því að
spara. Hún getur ekki heldur byggst eingöngu á nátt-
úruvernd og fjarstæða er að líffjölbreytni geti verið
helsti mælikvarði hennar eins og sumir vilja þó halda
fram. Þá er tómt mál að tala um sjálfbæra þróun ef
skortur er á réttlæti og jafnrétti. Og ekki er hægt að
horfa framhjá framleiðslukröfunni. Án fullrar þátt-
töku hagkerfisins, þ.m.t. markaðsafla, verður engin
sjálfbærni.
Varðandi nýtingu á framleiðslu lífríkisins felst
sjálfbærni í því að nýtingin sé í takt við framleiðsl-
una. Sé nýting ósjálfbær er aðeins hægt að gera
tvennt; minnka neyslu og/eða auka framleiðslu. Það
gengur ekki upp að ætla að auka neyslu en að fram-
leiðsla standi í stað eða minnki. Þannig stenst t.d.
Líffjölbreytni og framleiðsla geta vel farið saman í skógrækt.