Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 29

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 29
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201028 Jón var fæddur 1883, sonur hjónanna Guðmund- ar Jónssonar bónda í Hörgsholti, Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu, og Katrínar Bjarnadóttur frá Tungufelli. Jón hóf búskap að Heiðarbæ í Þing- vallasveit 1908 en fluttist þaðan að Brúsastöðum 1919 og rak jafnframt veitinga- og gistihúsið í Val- höll á Þingvöllum á árunum 1918–1944, sem hann keypti af Tryggva Gunnarssyni bankastjóra. Árið 1944 seldi hann reksturinn hlutafélagi sem hann var aðili að. Fluttist hann þá til Akraness og keypti hótelið þar og rak uns það brann 19469. Í grein um Jón Guðmundsson látinn segir Sveinn Benediktsson, bróðir Bjarna ráðherra og Péturs bankastjóra, í Morgunblaðinu 5. maí 1959: „Í starfi sínu í Valhöll kynntist Jón fjölda manna, sem lögðu leið sína til Þingvalla. Tókst kunningsskapur og vinátta milli Jóns og sumra þeirra. Einkum áttu listmálarar, sem dvöldu lang- dvölum á Þingvöllum við málverkagerð sína, hauk í horni, þar sem hann var. Launuðu þeir Jóni stundum greiðann með því að gefa honum málverk. Eignaðist hann þannig mörg málverk, sem hann mun flest hafa gefið aftur. En eitt var það málverk í eigu hans, er hann mat öllum listaverkum framar og vildi hvorki gefa né selja. Var það Þingvallamálverk með Valhöll í baksýn. Hafði meistarinn Jóhannes Kjarval gefið Jóni það sjálfur að loknu dagsverki, blautt af penslinum. Hafði Kjarval hafið verkið um óttuskeið og haldið áfram til náttmála og tekizt með afbrigðum vel. Sagði Jón mér, að Kjarval hafi sagt við sig er hann afhenti honum málverkið, að það væri ekki full- gert og þyrfti lagfæringar við. Jón bað meistarann í guðanna bænum að breyta ekki málverkinu „því að í dag hafa æðri máttarvöld stýrt höndum þín- um, og getur málverkið ekki betra verið“. Málverk þetta hékk lengi í einni af veitingastof- unum í Valhöll, og telja margir það eitt bezta lista- verk Kjarvals. Jón flutti Þingvallamálverkið með sér til Akraness og þar var það í íbúð Jóns á Hótel Akranesi þegar hótelið brann 1946. Jón var ekki heima þegar brunann bar að höndum. Fékk hann ekki fregnina fyrr en honum var sagt að húsið væri alelda og mannbjörg hafi orðið. Spurði hann þá, hvort Þingvallamálverkið hefði bjargast, og var honum sagt að svo væri. Sagðist hann þá ekki hafa spurt um fleira, því að það eitt hefði honum þótt óbætanlegt að missa. Minntist hann oft þessarar björgunar með barnslegri gleði... Jón í Valhöll var enginn hávaða maður, eða fyrir að láta á sér bera, en hann var hugsjónamaður, sem bar hag fósturjarðarinnar mjög fyrir brjósti, og sýndi í verki, að hann vildi láta gott af sér leiða. Þegar hann hafði selt Valhöll, lagði hann þrjú hundruð þúsund kr. af andvirðinu í skógræktar- sjóð til fegrunar Þingvalla. En sjóð þann hafði hann sjálfur stofnað áður og einnig líknar- og menningarsjóð..... Gjöfina til skógræktarsjóðs gaf hann til minningar um konu sína, Sigríði Guðna- dóttur og dóttur þeirra Guðbjörgu. Jón var fyrstur manna í sinni sveit til þess að raflýsa bæ sinn, fyrst með mótor og síðar með vatnsvirkjun. Einnig var hann fyrstur sinna sveitunga til þess að kaupa sláttuvél og síðar dráttarvél. Dráttarvél Jóns mun hafa verið ein hinna fyrstu af minni gerðinni sem komu til landsins eftir tímabil hinna stóru „þúf- nabana“. Árið 1908 kvæntist Jón Sigríði Guðnadóttur Högnasonar. Var hún fædd 11. febrúar 1880 og andaðist 28. september 1935. Þau hjón eignuðust eina dóttur, sem lézt tveggja ára. Tóku þau hjónin 5 fósturbörn, og ættleiddu tvö þeirra sem kjördæt- ur: Sigrúnu, systurdóttur Jóns, er giftist Gísla Sig- urðssyni rafvirkja í Vestmannaeyjum, og Sigríði, sem giftist Friðþjófi Daníelssyni trésmið á Akra- nesi, sem nú er látinn. Hin fósturbörnin eru: Har- aldur Einarsson starfsmaður hjá SÍS í Reykjavík, Áskell Einarsson, systursonur Jóns, bæjarstjóri á Húsavík, og Magnús Magnússon blikksmiður í Reykjavík, bróðursonur Jóns. Létu þau hjónin sér mjög annt um fósturbörn sín.... Jón var lítill maður vexti og heilsutæpur lengst af ævi sinnar. Mun heilsuleysið hafa valdið því, hversu hlédræg- ur hann var og lítið fyrir að hafa sig í frammi nema nauðsyn bæri til. En með Jóni brann sú andans glóð og áhugi á velferðarmálum lands og þjóðar og hans nánustu, sem allir urðu varir við, sem af honum höfðu veruleg kynni. Kom þá glöggt fram, að hann var greindur og góðgjarn. Beindist hugur hans jafnan á þá braut að leita hins betra kostar í mannlífinu og þess, sem horfði til framfara...“10. Hér er mjög fögur mannlýsing um einstakt mikilmenni sem lítið hefur verið sagt frá. Það voru ekki aðeins listmálarar eins og Kjarval sem nutu gestrisni Jóns í Valhöll. Halldór Laxness ritaði t.d. síðari hluta Heimsljóss að töluverðu leyti á Þing- velli11. Hver var Jón Guðmundsson veitingamaður í Valhöll?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.