Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 57

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 57
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201056 Eiðahólmi og „ljósaskipti á leiðum“ Höfundur Helgi Hallgrímsson Eiðavatn og Eiðahólmi Eiðavatn er stærsta stöðuvatn á láglendi Héraðs, að undanskildum Leginum og fleiri vötnum (flóum) í Lagarfljóti, eða 1,2 km2, og 3 km langt. Það er 32 m yfir sjávarmáli, 12 m hærra en Lagarfljót, skilið frá því af eiði sem bærinn er líklega kenndur við. Vatnið er að hluta til nokkuð djúpt. Það er tvískipt á lang- veginn af um 2 km löngum tanga, sem gengur út í það sunnan frá og heitir Stórihagi. Vestan við hann eru þrír hólmar, leifar af öðrum tanga sem hét Litli- hagi. Tangarnir voru þvergirtir með görðum og not- aðir til vörslu gripa. Innan til á Stórahaga voru árið 1982 reist 17 orlofshús í eigu BSRB og liggur þangað sérstakur vegur af þjóðvegi skammt utan við Eiða. Eiðahólmi séður úr Hagasporði í Stórahaga, 11. ágúst 2004. Yfir þetta sund var fólk oftast ferjað í hólmann. Mynd: HH Eiðahólmi er í Eiðavatni á Fljótsdalshéraði, vaxinn birkiskógi og blómgresi frá fornu fari. Ungmenna- félagið Þór í Eiðaþinghá gerði hólmann að samkomustað sínum um 1910, lagði stíga og plantaði nýjum trjátegundum í skóginn. Eiðahólmi er einn elsti náttúrugarður á Íslandi, sambærilegur við Slúttnes í Mývatni. Nálægð Búnaðarskólans og síðar Alþýðuskólans á Eiðum hafði sín áhrif í þessu efni, og 1921 urðu samkomur í hólmanum fastur liður Eiðamóta, sem Eiðasambandið stóð fyrir á sumrin í 20 ár. Þannig varð hólminn táknmynd ræktunar lands og lýðs á Austurlandi. Þar urðu „ljósaskipti á leiðum“, eins og Stephan G. orðaði það. Þessi merki sögustaður hefur fallið í gleymsku og þangað koma nú fáir. Hann ætti þó að geta orðið mikilvægur hlekkur í endurreisn Eiða sem menningarseturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.