Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 82

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 82
81SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Lokaorð Þegar fyrstu fregnir bárust af því að fyrirhuguð væri skógræktarferð til Færeyja var ekki laust við að margir hváðu, enda Færeyjar verið þekktar fyrir flest annað en skóga. „Eru einhver tré í Færeyjum?“ var spurning sem var þó nokkuð oft borin upp fyrir ferð og „Sáuð þið TRÉÐ í Færeyjum?“ spurning sem kom upp eftir að heim var komið. Svarið við fyrri spurningunni er auðvitað já, það eru tré í Færeyjum og reyndar mun fleiri og stærri heldur en margir gera sér í hugarlund og svarið við seinni spurningunni er nei, við sáum TRÉN og skógana. Skógræktarferðir undanfarinna ára hafa verið til landa ríkum af skógi, sem hafa á stundum látið skóga hérlendis virka heldur takmarkaða í samanburði og ekki laust við að gætt hafi smá öfundar í garð þessa ríkidæmis. Um Færeyjar gildir annað mál. Þar eru skógar og skóg- rækt mun nær okkar aðstæðum og gefst þar raunar tækifæri til að sjá skógrækt sem heyr að sumu leyti erfiðari lífsbaráttu en skógrækt hér á landi. Samt vaxa trén í Færeyjum áfram og vegur skógræktar þar fer vaxandi. Og þrátt fyrir takmarkaðan fjölda og smæð margra skógarreitanna var vel hægt að öfunda Færeyinga ögn af viðarlundunum sínum. Þakkir Öllum þeim sem tóku á móti okkur og sinntu okkur í Færeyjum eru færðar bestu þakkir. Einnig ferða- félögunum, því ferðir verða ekki virkilega skemmti- legar, nema skemmtilegt fólk sé með í för. Sérstakar þakkir fær Tróndur Leivsson fyrir skipulagningu, góða leiðsögn og almennt utanumhald í ferðinni, sem og fyrir yfirlestur greinar. Heimildir: Føroya Fróðskaparfelag, 1989: Træplanting í Føroyum í eina øld – A century of tree-planting in the Faroe Islands. Sérrit nr. XIV af Fróðskaparriti, ritst. Andrias Højgaard, Jóhannes Jóhansen og Søren Ødum. Føroya Fróðskaparfelag,Tórshavn. Aðgengilegt sem PDF-skjal á www.us.fo/Default.aspx?ID=10363 Hannon, Gina E. & Bradshaw, Richard H.W., 2000: Impacts and Timing of the First Human Settlement on Vegetation of the Faroe Islands. Quaternary Research 54: 404–413. Leivur Hansen, 1976: Trjárækt í Færeyjum. Ársrit Skóg- ræktarfélags Íslands 1976: 39–42. Snorri Sigurðsson, 1980: Skóg- og trjárækt í Færeyjum. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1980: 41–46. Umhvørvisstovan. Heimasíða. Vefsíðuslóð: www.us.fo/ Default.aspx?AreaID=31. Skoðuð í sept. 2010. VISITFAROEISLANDS, 2010. Án titils. Vefsíðuslóð: www.visitfaroeislands.com. Skoðuð í sept. 2010. VISITFAROEISLANDS, 2010: Welcome to the Faroe Islands. Vefsíðuslóð: www.faroeislands.com. Skoðuð í sept. 2010. Wikimedia Foundation Inc., 2010: Faroe Islands. Vef- síðuslóð: en.wikipedia.org/wiki/Faroe_Islands. Skoðuð í sept. 2010. Ýmsar munnlegar heimildir – Tróndur Leivsson, Hans Hjalte Skaale, Tóri í Hoyvik og fleiri leiðsögumenn og móttökuaðilar. Íslensku ferðalangarnir allir saman komnir í Runavik. Mynd: BJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.