Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 78
77SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010
um, en Færeyingar lentu í Tyrkjaráni eins og við.
Ólíkt því sem þó gerðist hjá okkur, þá komst ekkert
af því fólki, sem var tekið, til baka aftur. Í Hvalba
var ferðalöngunum svo sýnt svæði út frá grunnskóla
bæjarins þar sem áhugi er á að koma upp útivistar-
skógi og er sveitarstjórnin búin að kaupa landið.
Hugmyndir eru um að nýta nálægðina við skólann
og leyfa börnunum að setja niður plöntur, en það
fyrirkomulag getur ræktað upp bæði trjágróður
og skógræktarfólk! Eftir stutta skoðun á görðum í
bænum var svo stefnan tekin til Þvereyrar, eftir að
búið var að þakka Otto fyrir móttökurnar.
Hádegisverður var snæddur við viðarlundinn í
Trongisvági, en þar tóku á móti hópnum Kristin
Michelsen, bæjarstjóri Þvereyrar og Ólavur Rasm-
ussen verkefnisstjóri, ásamt Anitu Farstad, en
sveitarfélagið Þvereyri bauð upp á hádegismatinn,
hveitibrauð með rúllupylsu og skerpikjöti. Að snæð-
ingi og tölum loknum var haldið í göngu um viðar-
lundinn. Lundurinn er mikið notaður af íbúum og
gestum (ferðamönnum), auk þess sem hann er mikil-
vægur fyrir fuglalífið á svæðinu, en í honum má
finna sjaldséða flækinga, t.d. glókoll, gransöngvara
og glóbrysting, auk þess sem hegrar koma þar við
því sem næst á hverju ári. Nokkur aldursdreifing er
milli mismunandi hluta skógarins. Elstu tré eru frá
því á 4. áratugnum, en þau yngstu gróðursett fyrir
um tveimur árum. Um svæðið rennur á og sáu ferða-
langarnir lax þar á svamli. Kom fararstjórinn reynd-
ar höndum á hann, en þó ekki það fast að næðist
að draga hann að landi. Búið var að útbúa tjörn við
yngsta hluta skógarins, sem mun nýtast fuglunum
vel í framtíðinni og auka á fjölbreytileika skógar-
ins. Til fyrirmyndar er líka að þegar var búið að
setja upp bekki við tjörnina, þótt trén í kring væru
ekki enn orðin mjög hávaxin. Skógrækt er reyndar
óvenju öflug í sveitarfélaginu, þar sem náðst hefur
gott samstarf milli sveitarstjórnar og skógræktarinn-
ar og hefur sveitarfélagið verið að kaupa upp land á
svæðinu til að gróðursetja í.
Að gönguferð lokinni beið ný og betri rúta hópsins
og var stefnan tekin á bæinn Sumba, sem er syðsti
bær í Færeyjum. Var ekin gamla leiðin til Sumba
(nýja leiðin er mun styttri og um jarðgöng), sem var
Við viðarlundinn í Trongisvági sést vel munur á gróðurfari innan og utan girðingar. Innan girðingar nær lyng og kjarr sér
á strik og grasið er hávaxið, en utan girðingar er gras snöggt vegna beitar og gróðurþekjan rofin. Mynd: BJ