Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 91
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201090
Samkvæmt venju eru hér birtar tölulegar upp-
lýsingar um afmarkaða þætti skógræktarstarfsins
árið 2009. Tölur um fjölda gróðursettra plantna,
afhendingar plantna úr gróðrarstöðvum, fræsöfnun,
seld jólatré og seldar viðarafurðir hafa verið birtar
hér árlega um langan aldur. Birting upplýsinga um
ársverk, flatarmál gróðursetninga, grisjun, gisjun og
skógarhögg er nýrri af nálinni.
Leitað var til helstu aðila á sviði skógræktar um
viðkomandi upplýsingar, auk þess sem stuðst var við
ársskýrslur skógræktarfélaga. Hér á eftir er stuttlega
gerð grein fyrir hverjum flokki fyrir sig:
Gróðrarstöðvar
Upplýsingar um afhendingar úr gróðrarstöðvum
byggjast á upplýsingum frá tólf framleiðendum
skógarplantna. Auk þeirra létu tveir framleiðendur
vita að ekki hafi verið afhentar skógarplöntur úr
viðkomandi gróðrarstöð árið 2009.
Heildarfjöldi afhentra skógarplantna er 5.751.664
plöntur, sem er nokkru minna en undanfarin ár.
Aukið misræmi er milli talna um afhendingu skógar-
plantna og fjölda gróðursettra plantna. Líklegt má
telja að skógræktendur kaupi plöntur fyrir eigin
reikning í vaxandi mæli.
Gróðursetning helstu skógræktaraðila
Talsverður samdráttur er í fjölda gróðursettra
plantna á vegum opinberra skógræktarverkefna sem
samantekt þessi nær yfir.
Þannig er heildarfjöldi gróðursettra skógarplantna
árið 2009 4.871.263 plöntur, sem er töluvert undir
fimm ára meðaltali áranna 2004–2008, sem er
5.811.113 plöntur. Samdráttur í fjölda gróðursettra
plantna árið 2009 er því nálægt fimmtungi sé miðað
við nefnt meðaltal. Þó virðist sem þar með sé ekki
öll sagan sögð, því samdráttur í afhendingu gróðrar-
stöðva er mun minni en gróðursetningatölur gefa til
kynna. Þess sást einnig stað þegar upplýsingar fyrir
árið 2008 voru teknar saman.
Því er líklegt að einkaaðilar kaupi skógarplöntur í
vaxandi mæli en fram til 2008 skeikaði litlu á milli
afhentra plantna úr gróðrarstöðvum og tölum um
gróðursetningu. Sem fyrr er helsta trjátegund okkar
Skóg rækt arárið 2009
Höfundur Einar Gunnarsson